17.11.2007 | 15:11
Stundum þarf maður hjálparhönd......
Já, það er sannarlega gott að eiga góða vini stundum. Gærdagurinn var frekar annasamur og þurfti ég að hjálpa til í vinnunni um daginn, en átti að mæta á jólahlaðborð um kvöldið.
Jólahlaðborð eru tilefni til kvíða hjá mér. Ég er svo hryllilega fötluð þegar að það snýr að fatavali, að máta og versla föt og bara líða vel innan um vel klætt, uppbúið, annað fólk. Ég er nefnilega ein af þeim sem ekki uppfylla hið staðlaða kven, líkamsform sem flestar tískuvöruverslanir miða við í innkaupum. Ég er bæði lágvaxin og þétt, með líkamsburði konu sem er kannski ekki alveg akfeit, en hefur átt nokkur stykki börn og er með greinilega skilgreiningu á "svuntu" fyrir þá sem þekkja til í lýtalækninga mállýsku.
Ekki svo að skilja að ég vilji kenna tískuvöruverslunum um, langt því frá. En ég er bara haldin nánast ólæknandi hatri á því að reyna að finna föt sem klæða mig vel, þurfa að máta og horfa á sjálfa mig í stórum spegli í umræddum verslunum. Ekki hjálpar þegar upplifunin hefur svo oft verið á þann veginn að afgreiðslufólkið í mörgum verslunum gátu lítið sem ekkert hjálpað mér, og var bara fegið þegar ég gafst upp og fór bara. Enda oft orðin verulega pirruð og önug í viðmóti. Ég verð nefnilega þreytt á því að horft er á mig með tómlegum svip og sagt: "Því miður, við höfum bara ekki föt fyrir manneskju eins og þig" eða "hér erum við bara ekki með svona stærðir, hefuru prófað að fara í Stórar stelpur?"
En ég er svo lánsöm að eiga að góða vinkonu, sem hefur bara gaman af því hvernig ég bregst við þegar kemur að því að máta föt. Hún lenti nefnilega í því að fara að versla með mér úti í Bandaríkjunum snemma þessa árs. Við urðum að kaupa kjóla fyrir svaka stórt gala kvöld vegna vinnunnar okkar þar. Merkilegur atburður, en kjólakaup, ekki alveg það skemmtilegasta fyrir mig!! Þessi vinkona mín var þolinmóð og arkaði með mér inn í hverja búðina á fætur annari, dró fram kjóla og rak mig í mátunarklefa, og kom þar með kjóla á færibandi, alveg þangað til að ég sætti mig við einn, og við náðum að afgreiða málið á einum eftirmiðdegi. Ef ég hefði verið ein um þetta hefði það tekið óratíma og ég hefði sennilega mætt á galakvöldið í jogging gallanum!!
Í gær var semsagt jólahlaðborð. Ég hef ekki keypt mér jólaföt í mörg ár. Í fyrra þegar ég fór á slíkt hlaðborð var ég í eldgömlum, allt of stórum, hallærislegum kjól sem ég hafði keypt í Hagkaup löngu fyrir síðustu aldamót. Mér hafði ekki liðið vel þá og vissi upp á mig skömmina í gær að ég væri búin að humma fram af mér að leggja það á mig að leita að jólafötunum í ár. Notaði hverja afsökunina við sjálfa mig sem ég gat, til að forðast verkið. Sú vinsælasta er kostnaðurinn, einhvernveginn er alveg ómögulegt að eyða einhverri summu í sjálfa mig. Ég veit, ég er týpísk!
Sama umrædda vinkona mín stakk upp á því í skyndi að við myndum kíkja saman í eina verslun, sem er með sama nafn og visst kvikmyndaframleiðslufyrirtæki hérlendis. Finna þessi jólaföt bara. Ég sló til, enda hafði ég nánast engan tíma til að reyna á þetta ein og sjálf, miðað við fyrri reynslu. Hún fór á kostum í búðinni, reytti af sér brandara, rak mig í mátunarklefann og byrjaði að skipa mér að máta þetta og hitt. N.B. hún kemur alltaf með föt sem mér dytti aldrei til hugar að máta sjálf. Ég náði að máta 3 flíkur og þá var jólabúningurinn fundinn! Voila, ekki mikið mál.
Svo rak hún mig í Lífstykkjabúðina að kaupa mér "Body Wrap" undirföt. Ég hlýddi að sjálfsögðu og viti menn, ég leit út eins og dama í gærkvöldi, fötin voru glæsileg, mér leið eins og konu sem var með á nótunum og aldrei þessu vant, ekki eins og rúllupylsu í alltof þröngum fötum. Voru þetta bestu ráð sem ég hef fengið lengi lengi.
Takk elsku vinkona, þú veist sjálf hver þú ert. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir hjálpina, og stuðninginn. Knús frá mér
Jólahlaðborðið var virkilega skemmtilegt. Ég fór södd og sæl að sofa í nótt.
Nú er jólafílíngurinn að eflast hjá mér.
Góðar stundir.
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe lánarðu þessa vinkonu illatískuáttuðum bloggvinkonum ?
Ragnheiður , 17.11.2007 kl. 15:47
You welkome darling.
Já þú varst virkilega flott í dragtinni, mikið er ég glöð að þér leið svona vel i fötunum. Þú áttir það svo sannanlega skilið. Þú ert nefnilega miklu myndarlegri kona en þú gerir þér grein fyrir.
Sendu mér mynd á meili dúllan mín.
Knús í klessu
Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:24
Þetta er frábært og ég er viss um að þú hefur verið einkar glæsileg
Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.11.2007 kl. 16:56
ahhhh,,, er það þú Guðrún mín, góð ertu. Þetta kallar maður góðverk, ég þekki það sjálf þegar maður hringsnýst í búðunum og finnur "ekkert". Frábært að þetta leystist svona fljótt og vel. knús
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:58
Hehe Magga mín, veit ekki með góðverk, en mér finnst þetta gaman. Svo þekki ég kellu aðeins. 'Eg veit hvernig dramakast hún getur fengið ef hún finnur ekki það sem hana vantar.
Hehehehe, þetta liggur ágætlega við mér. Kanski að maður ætti að opna búð fyrir konur sem eru of lágvaxnar miðað við þyngd ?? hmmmm
Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:14
Ég þyrfti að hafa eina svona (Guðrún ertu að lesa!!!
) mér fallast vanalega strax hendur þegar ég sé yfirhlaðna rekkana og labba aftur út án þess að skoða 
Huld S. Ringsted, 17.11.2007 kl. 19:48
Hehe
Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.