Ólétta og lóðarí, ferðalög og matur............

_MG_8100-23Já, nú er allt að ske í hundamálunum hjá mér þessa dagana. Chiquita er svo agalega ólétt, að ég hef áhyggjur af því að hún springi hreinlega ekki áður en að gotinu kemur. Ég fór með hana í gær til dýralæknis í tékk og við gerðum tilraun til að röntgen mynda dömuna, en ekkert sást ennþá. Við verðum víst að endurtaka leikinn í næstu viku, ef ætlunin er að telja hvolpana.

Afríka byrjaði líka að lóða, og fór ég líka með hana til dýra, til að láta taka strok og athuga hvar hún er stödd í tíðahringnum. Síðast misstum við af hápunktinum og mesta mildin var að við fengum einn hvolp samt. Þannig að núna á að styðja sig við læknavísindin líka til að reyna að láta pörun við Svala heppnast. Nú er síðasti sjéns að fá Risa Schnauzer got undan þeim tveim, þar sem Svali er svo að fara út til Úkraínu aftur fyrir jól. Ræktandinn hans vill fá hann til baka og ég er alveg til í það, þar sem ég ætlaði mér aldrei að eiga bæði rakka og tík hvort eð er. Hlutirnir atvikuðust bara svona. Eins ætlaði ég aldrei að fá meira en eitt got undan Afríku, og þó að einn hvolpur hafi komið síðast, þá ætla ég líka að standa bara við það. Nóg að gera í þessum málum, svei mér þá!!

Elsti strákurinn minn er kominn í sama gamla farið sitt. Stundar hvorki skóla né vinnu og sefur lungann úr sólarhringnum. Ég er að leita dyrum og dyngjum að vinnu fyrir hann þessa dagana, er búin að fá nóg af þessu. Hann segist líka vilja vinna, en vantar áræðnina til að fara á staðina og sækja um. Heldur að þetta komi bara af netinu. Stundum held ég að hann átti sig ekki á því að hann búi á Íslandi, hér þarf að tala persónulega við mann og annan og kannski á hann mág eða frænda sem vantar einhvern vikapilt sér til aðstoðar, eða eitthvað þvíumlíkt. Hann fær sennilegast ekki draumastarfið af því að hanga á netinu, svo mikið er víst. Þó vildi ég óska þess að hann fengi eitthvað svar við þeim umsóknum sem hann hefur sent frá sér í tölvunni, en allt kemur fyrir ekki....

Miðjugaurinn minn er loksins búinn að fá fermingargjöfina sína frá mér. Þessi elska er búinn að bíða þolinmóður í 7 mánuði eftir því að fá hana. En það var ekki hægt fjárhagslega fyrr en núna að gefa honum draumagjöfina. Fékk hann leikjatölvu að eigin vali og er alsæll. Verst er að hann fer of seint að sofa og hefur nokkrum sinnum mætt of seint í skólann undanfarið, fyrir vikið. Ég er búin að setja honum tímamörk og hóta að ef hann heldur áfram að sofa yfir sig, þá taki ég tölvuna af honum á kvöldin. Ég veit heldur ekki hvernig gengur með "kærustuna" síðan hann fékk tölvuna, þar sem hann er búinn að draga úr því að fara út að hitta vini sína og hana líka, síðan tölvan kom. Annars er stráksi búinn að vera að standa sig vel. Er hjálpsamur og kátur og duglegur líka.

Litli sjálfstæðismaðurinn minn er alltaf samur við sig. Hann er búinn að ákveða það að fá að halda afmælisveislu þegar hann verður 7 ára í næsta mánuði. Síðastliðna viku er hann búinn að skrifa gestalista, búa til nokkur boðskort, búa til umslög og í kvöld sat hann og dundaði sér við að skreyta piparkökur. Hann er búinn með fullan stamp af piparkökum og þá meina ég að skreyta og nánast borða þær allar einn og sjálfur! Ég er voða ánægð með að hann vilji halda veisluna, þar sem hann neitaði því í fyrra. Þá fannst honum afmæli vera leiðinleg og vildi ekki fara í aðrar veislur heldur þó að honum væri boðið. Sem betur fer er hann búinn að skipta um skoðun, þó að hann megi alls ekki heyra á það minnst að bjóða öllum bekknum, eða bara strákunum í bekknum sínum. Hann vill bara 6 vini, og búið. Fæstir af þeim eru með honum í bekk eða skóla. Ég held ég reyni ekki að stjórna þessu fyrir hann. Mér finnst þetta skref vera alveg nógu stórt eins og komið er.

Nóg er búið að vera að gera hjá mér. Marathonið mitt heppnaðist bara með ágætum í október og ég þarf samt að reyna að halda dampi enn sem komið er. Svo eru jólin að koma og ég er svo ánægð með að við séum búin að kveikja á útiljósaseríunni sem hangir utan á húsinu mínu. Það er svo notaleg tilfinning að keyra að húsinu í myrkrinu og ekki laust við að jólafílíngurinn sé að komast í gang svona innra með mér. Í kvöld eldaði ég ljúffengt innralæri í pottunum mínum góðu, gerði kartöflugratín, léttsauð brokkolí og var með blandað salat líka. Bakaði upp góða sósu og svei mér þá ef þetta hafi ekki bara verið nógu gott eins og jólasteik! Hér borðuðu allir með bestu lyst og mér finnst það bara gaman að sjá alla smjatta og segja mmmmm. Meira að segja matvandi gelgjugrísinn sagði að þetta hafi verið gott.

Jæja best að halda áfram. Sjáumst á blogginu.......Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gott að sjá til ferða þinna þó ég verði alltaf lasin, mig langar svo í Mini S.

Farðu varlega með þig

Ragnheiður , 15.11.2007 kl. 20:59

2 identicon

Naumast lætin í þér kona.  Þú þarft líka að passa augun.  Jeminn eini, vantar þig ekki gripahús fyrir allann hvolpafjöldann ?  Og auka fólk í vinnu ?

Kíki á þig í kaffi fljótlega,  knús skvísa.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dugnaðurinn í þér!!! ég er farin að telja dagana þangað til ég losna við hvolpastóðið mitt og þetta verður aldrei gert aftur

Knús

Huld S. Ringsted, 15.11.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Ásta María H Jensen

Spennandi að sjá hvað verður úr með hvolpa  btw ég var að dreyma að það væri risagos í Heklu. 

Ásta María H Jensen, 16.11.2007 kl. 16:26

5 identicon

Alltaf vitlaust að gera hjá þér kona góð,,,,,,  take it easy love

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 17:31

6 identicon

Allt á fullu greinilega hjá þér, dúlla ... farðu vel með þig! Og maður er soldið svangur eftir lestur síðustu málsgreinarinnar ... Kveðjur úr norðri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 18:38

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góða nótt elsku Baddý  Ekkert smá girnilegur þessi matur sem þú varst að skrifa um en ég man nú alveg eftir því að þú varst og greinilega ert enn frábær kokkur  Ég vona að augað sé að komast í lag og knús til þín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 16.11.2007 kl. 23:42

8 Smámynd: Íris Fríða

Hmmh.. nú skil ég ekki alveg (er svo forvitin) þú segist ekki ætla taka annað got undan henni samt, talaru um að þú ætlir að para þau?

Íris Fríða , 20.11.2007 kl. 07:05

9 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hehehe, kannski klaufalega orðað. Hvolpurinn sem fæddist, var bara ein tík, og ég tel það ekki vera almennilegt got. Ætlunin var alltaf að fá eitt gott got, og einn hvolpur ekki alveg nóg til að gilda sem slíkt. Þessvegna verður reynt að para einu sinni enn og svo búið.

Bjarndís Helena Mitchell, 20.11.2007 kl. 11:47

10 Smámynd: Íris Fríða

Ég alltaf með mínar spekúlerur.... Er til markaður á Íslandi fyrir þessa tegund í þessum stærðarflokki?  Nú eru þegar komin tvö got og einn fékk seint heimili og annar kominn á flakk.. Er alltaf að spá og spegúlera þú skilur

Íris Fríða , 20.11.2007 kl. 12:52

11 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég held að það sé alveg markaður fyrir þessa stærðargráðu af hundum, ekki eru allir að leita að smáhundi. Þetta eru fínir fjölskylduhundar og skemmtilegir. Ég held að ég sé alls ekki að stuðla að offramboði með einu svona goti. Það er ekki eins og að það sé morandi fjöldi á markaðnum heldur. Í raun sjaldgæf tegund á Íslandi. Afhverju ekki Risa Schnauzer alveg eins og Boxer eða Shaefer?

Bjarndís Helena Mitchell, 20.11.2007 kl. 17:12

12 Smámynd: Íris Fríða

Já skil vel pælinguna og alls ekki að setja útá þig. Bara spöggulera. Vonandi gengur allt vel .

Íris Fríða , 20.11.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband