8.11.2007 | 20:05
Þetta kemur allt í ljós.....
Takk fyrir kveðjurnar allir. Já, mér hefndist aðeins fyrir gestaganginn í gær. Í skoðuninni í dag kom í ljós að hornhimnan hafi fengið á sig krumpur og þurfti að "strauja" hana slétta aftur. Svo var settur fleygur í táragöngin líka, til að rakinn frá augndropunum héldist lengur í auganu. Úff. niðurstaðan er samt sú að sjónin er 40% betri en hún var, en nær samt bara upp í 70%, enn sem komið er. Vonandi kemur þetta betur á næstu dögum.
Ekki er á dagskrá að taka hitt augað í svona leiðréttingaraðgerð, enda vandasamt að skera í 3 ára gamalt ör svo vel til takist. Ég held að ég sé samt heppin manneskja að hafa farið úr - 7 og verulega sjónskekkju, niður í -1,25, á sínum tíma. Gleraugun eru því ekki lengur flöskubotnar, heldur bara svona eðlilega nett gleraugu. Ég rígheld samt í vonina að losna alveg við þau með þessari aðgerð. Þó að allt sé enn í móðu og smá bakslagur hafi átt sér stað.
Þessvegna ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili. Allt gengur vel að öðru leyti og mér finnst alltaf gott þegar ég fæ svona daga, sem eru áfalla og uppákomulausir. Bara rólegheit. Þá fæ ég að hlaða batteríin og búa mig undir næstu törn.
Góðar stundir öllsömul, er farin aftur í Lazyboy, með dropa og skíðagleraugu í hvíld.
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ illt þegar þú skrifar um þetta...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.11.2007 kl. 20:07
Mér verður líka illt í augunum!!! en vonandi lagast þetta hjá þér
Huld S. Ringsted, 8.11.2007 kl. 20:13
uhhhh,,, rektu alla gesti í burtu
, reyndu að fara eftir því sem þér er sagt kella. Segðu þeim að koma eftir viku
. Lovja,,,,,,,,,,
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:20
Áts, ég man eftir því þegar ég fór í aðgerðina, maður var eins og blindur kettlingur í smá tíma á eftir. Þú átt ekkert að vera að taka á móti fólki, bara slaka á og leyfa þessu að gróa. Knús á þig dúlla.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.