7.11.2007 | 19:58
Ég sé!....(allt í móðu)...
Jæja, þá er frúin búin að fara í laserinn. Sé allt í móðu á aðgerðarauganu, sem betur fer er ég með annað ósnert til, annars væri ég sennilega ekki að pikka inn þessa stafi.
Það kemur í ljós á morgun hvernig til hefur heppnast, bíð spennt.
Aldrei þessu vant er ég heima hjá mér þessa dagana, og auðvitað fyllist húsið af gestum á meðan. Bara gaman að því. Núna eru nokkrir gestir í eldhúsinu mínu að borða. Síminn og dyrabjallan stoppar ekki fyrir miðjustrákinn, endalaust verið að spyrja eftir honum, kærastan þar á meðal. Svo eru fleiri gestir á leiðinni til mín. Nóg að gera.
Þessvegna ætla ég að hafa þetta stutt núna. Litla ofnæmis og flogaveikisdúllan er þvílíkt krútt! Hljóðin sem koma frá henni eru óborganleg, og hún eeeeellllskarrrr börn. Eltir litla sjálfstæðismanninn minn á röndum og fagnar allri athygli sem hún fær. Það gengur bara vel með hana.
Chiquita stækkar um miðjuna á hverjum degi, er orðin bara verulega bomm! Gaman að því líka.
Meira seinna....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður komin með nýja sýn á lífið á morgunn þegar að augað er búið að jafna sig
Jæja sonurinn bara kominn með kærustu
Það er gaman að vera ungur og skotin í
Annars er maður orðin svo fullorðin að maður er næstum því búin að gleyma hvernig þetta var 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.11.2007 kl. 21:34
Þá ertu komin með laser sjón á öðru. Á síðan að taka hitt?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.11.2007 kl. 22:34
Á maður ekki að hvíla sig eftir svona aðgerð?? þú bara í gestastandi og alles. Dugleg stelpa.Það verður gaman að frétta á morgun hvernig sjónin verður.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 00:43
Gott að aðgerðin er búin. Dugleg ertu í gestastandi og hundapössun...
Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 09:33
Þú þarft að taka því rólega er þakki? Hentu gestunum út
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:44
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.11.2007 kl. 18:53
Út með liðið, hverjum dettur í hug að heimsækja hálfblinda konu og heimta athygli .. fuss.. ótillitsemi.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.