30.10.2007 | 10:26
Aukamont og framtíðarskjálftar....
Mig langaði að setja inn mynd af Afríku, þegar hún varð besti hundur tegundar núna fyrr í mánuðinum. Mér finnst hún standa svo flott á þessari mynd.
Ég veit að ég er montin með hana, en hver getur láð mér það?
Hún er bara yndisleg við allt og alla, fagnar öllum og er góð við alla hunda, finnst bara gaman að leika við stóra, sem smáa hunda. En samt fer hún varlega, passar að meiða engan og sleikir jafnvel varlega. Hún er næm þannig og meðvituð.
Í næstu viku kemur lítil tík í pössun til okkar í nokkra daga. Mun hún vera af tegundinni Franskur Bulldog og er þvílíkur karakter Því miður er hún með alsherjarofnæmi og er flogaveik líka, þannig að öll fjölskyldan verður viðbúin og meðvituð um ástand hennar. En mikið verður gaman að fá hana í heimsókn, ég hlakka bara til.
Önnum mínum er ekkert að ljúka, ég þarf að fara á fullt á eftir og verð á fullu þangað til í næstu viku. En ég ætla að öllum líkindum að taka mér frí á meðan við pössum tíkina, þar sem ég fer sennilega í laseraðgerð á auga þá líka. Ég vona að þá geti ég verið gleraugnalaus í framhaldinu á þeirri aðgerð. Krossum putta, loppur og tær.
Jæja, það þýðir lítið að drolla, bið að heilsa ykkur kærlega og farið vel með ykkur!
Knúsfrámér
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega nóg að gera hjá þér dúlla, gangi þér vel í aðgerðinni.
p.s. Flott hún Afríka
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:07
Hæ hæ
Gott að vita að það sé nóg að gera hjá þér, þannig kemur aurinn.
Afríka þín er falleg og flottur hundur og frábært hvað gengur vel með hana. Gangi þér sem allra best í laseraðgerðinni, það verður æðislegt að vera laus við gleraugun. Beggi vill að ég fari í laserinn líka, kannski geri ég það í framtíðinni.
Bið að heilsa öllum, bestu kveðjur úr Grafarvoginum.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:08
Flott hún Afríka, gangi þér vel í laser aðgerðinni
Ásta María H Jensen, 30.10.2007 kl. 16:46
Ég lái þér það ekki
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.10.2007 kl. 20:52
Æ hvað þú ert dugleg elskan en þú ert bara alltaf að vinna
það verður þægilegt fyrir þig að losna við gleraugun og hafðu það sem best sæta 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:55
Hún Afríka er alveg svakalega flott, þú mátt alveg vera stolt af henni!
en gangi þér rosalega vel í lasernum 
Huld S. Ringsted, 1.11.2007 kl. 06:48
Gangi þér vel og passaðu að fara vel með þig. Kveðjur til þín, dúlla.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 08:34
Knús til þín skvís
Katrín Ósk Adamsdóttir, 1.11.2007 kl. 15:53
Þú mátt sko endalaust monta þig af hundunum þínum, mér finnst frábært að fjá að fylgjast með framförum þeirra og ávinningum. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 01:22
og hvernig gekk í aðgerðinni? Ertu laus við gleraugun?
flogaveikur hundur! hef aldrei heyrt um svoleiðis.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.