Hamingjudagar...........

IMG_4133 Ég bara varð að setja inn eina mynd sem ég var að fá senda af henni Saudu, í dag. Hún hefur aldeilis stækkað og dafnað daman! Þvílík lubbalína!! Mér hlýnaði aldeilis um hjartaræturnar við að sjá þessar myndir. Það er svo gott að fá að fylgjast með henni, svona. 

Þar sem ég hef ekki haft tíma til að blogga undanfarið, vegna anna, fannst mér líka kominn tími til að koma með eitthvað nýtt, frekar en að láta óskarsræðuna mína standa þarna um ókomna tíð. Hundasýningin er löngu liðin.

Undanfarnar vikur hafa einkennst af vinnu, vinnu og já meiri vinnu. Ég fékk óvænt frí í kvöld og ætla að njóta mín fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Búin að bæta fjölskyldunni upp sukkfæðið undanfarið og hafði grænmetiseggjaböku í matinn, hvítlauks og ostabrauð og svo dýrðlegt ávaxtasalat með jurtarjóma í eftirrétt. Nammi namm. Ég er líka búin að standa við markmiðin mín og ná mínum besta mánuði í vinnunni til þessa. Bara nokkuð stolt, sátt og þreytt manneskja þessa dagana.

Það lítur út fyrir að pörunin hennar Chiquitu minnar hafi tekist um daginn, þannig að jafnvel er von á Mini Schnauzer hvolpum í byrjun desember, á heimilinu. Kemur í ljós.

Afsakið elsku bloggvinir mínir að ég hafi ekki haft tíma til að lesa, taka þátt og svara ykkar bloggum undanfarið, en ég er víst á "vertíð" í vinnunni þessa dagana og mun koma til með að bæta ykkur það upp, vonandi bráðum. En törninni minni er samt ekki alveg að ljúka á næstu dögum.....

Vonandi hafið þið það gott elskurnar, ég hugsa mikið til ykkar..............

Góðar stundir Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Æjii dúllan, en hvað húm er sæt hún Sauda.   Ég hlakka til að sjá litla mini Svala  Nei djók

Svali er góður og duglegur.  Hann fer alltaf með okkur uppí Sólheimakot í hlaup.  Oh hvað hann elskar það. Ég verð að fara að greiða honum. Má ég not furmenator?

Ásta María H Jensen, 27.10.2007 kl. 20:32

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ skvís  Ég er búin að vera að hugsa til þín og hvort að nokkuð hafi komið fyrir, ég leiddi hugann að því að auglýsa eftir þér  Gott að allt er í góðu lagi fyrir utan mikla vinnu hjá þér og eigðu góða daga elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.10.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GAMAN að heyra frá þér skvísa. Frábær myndin af Saudu. Þú kemur bara þegar þú getur, við bíðum róleg. Eigðu ljúft kvöld mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 20:52

4 identicon

Knús Baddý mín. Gott að þú sért að ná markmiðinu þínu. Go girl.   dugleg stelpa.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:08

5 identicon

Gleður mig að þú sért að ná markmiðum þínum dúlla. Gaman samt að sjá þig hér aftur, knús á þig kella mín

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:29

6 Smámynd: Ragnheiður

Notalegt að sjá þig hérna aftur. Hafðu það gott og komdu endilega með hundafréttir inn á milli. Hundar eru æði !

Ragnheiður , 27.10.2007 kl. 21:43

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vinnurður allan sólarhringin manneskja? Farðu nú að slaka á.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2007 kl. 02:38

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Nei, kannski ekki alveg allan sólarhringinn, en marathon er ekki marathon fyrir ekki neitt.

Bjarndís Helena Mitchell, 28.10.2007 kl. 02:41

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að sjá þig aftur hérna Bjarndís mín. Það er alltaf gaman að ná markmiði en passaðu nú að vinna ekki yfir þig!

Knús á þig

Huld S. Ringsted, 28.10.2007 kl. 07:47

10 identicon

Mundu að fara eins vel með þig og þú getur, Bjarndís. Við verðum hér alveg bloggvinirnir, we ain't going nowhere

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:09

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott að fá lífsmerki.  Smúts á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 10:17

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband