Þakklæti!! Óskarsræðan mín.....

PESP952886_465088Takk allir fyrir hamingjuóskirnar, ég er enn á bleiku skýji get ekki annað en viðurkennt það. En ekki get ég tileinkað mér heiðurinn að þessum flotta sýningarárangri, enda er ég svo fordekruð að hafa sýnendur sem sýna fyrir mig. Svo er ég bara svo heppin að hafa eignast svona flott eintök sem þessir hundar eru, get ekki þakkað mér fyrir genatíkina í þeim né fegurð. (Þó að ég hafi nú voða góðan smekk Tounge) En Afríka, eða Fröken Fríkí/ Frú Fríkí eins og við köllum hana oft er án efa einn fallegasti og yndislegasti Risa Schnauzerinn sem fæðst hefur á Íslandi, að öllum gotum meðtöldum. Ég var bara þeirra heiðurs aðnjótandi að verða fyrir valinu fyrir hana, af öllum kaupendum hvolpanna. Þetta hefur líka með heppni að gera. 

Nei, ég get líka þakkað öðrum fyrir þennan árangur, en ég er svo heppin að fóðuraðilinn hans Svala er frábær hundakona, með sterkan og góðan aga á kappanum, og þvílíka þjónustulund að nenna að mæta með hann fyrir mína hönd, bæði í skapgerðarmat og svo á sýninguna. Þar að auki að fara með hann heim á milli atriða, geyma hann í bílnum og sitja sýninguna líka nánast alla til að klára dagskrána. Það er mikil vinna sem aðrir hafa lagt í þetta, alls ekki bara ég. Ég get svo haldið áfram að telja upp vinnuna sem sýnendur mínir hafa lagt á sig með æfingar og æfingabúðir, hvað snyrtirinn er búinn að leggja af mörkum, leiðbeiningar og aðstoð frá hendi ræktandans míns, og svo mætti lengi telja. 

Úff, þetta er farið að hljóma eins og þakkarræða fyrir óskarinn!!! LoL Óneitanlega má líkja þessari sælutilfinningu við slíka verðlaunaafhendingu, svei mér þá!! En án allra þessara aðila hefði ekkert af þessum árangri orðið að veruleika, það er lítið sem ekkert mér að þakka. Enda er ég með magann fullan af þakklætistilfinningu gagnvart öllu þessu fólki.

Ég er tiltölulega nýkomin heim úr enn einu vinnukvöldinu. Hef ekki orku í að lesa allar nýjar bloggfærslurnar ykkar vina minna, og sé reyndar ekki fram á að geta það alveg á næstunni, þó að eflaust kem ég til með að stela mér nokkrum klt. til þess næstu vikurnar. Það er nefnilega allt vitlaust að gera í vinnunni minni, marathon í gangi og ég ætla að toppa árangurinn frá mínum besta mánuði til þessa núna í október. En í kvöld er ég búin áðí, ætla að fara tiltölulega "snemma" að sofa, þó að klukkan sé nánast orðin eitt.

Vonandi hafið þið öll það gott elskurnar. Ég reyni að lesa frá ykkur seinna.

Góðanótt og takk fyrir mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þetta mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég vil þakka fyrir og óska þér enn og aftur til hamingju.  Það skiptir líka máli Bjarndís að það sért þú sem átt í hlut. Þú ert drífandi og kraftmikil kona og það er alltaf gaman að vera í kringum svoleiðis fólk.  Gleðin og spennan sem fylgir þessu og að fá að taka þátt er ómetanlegt. Knús

Ásta María H Jensen, 8.10.2007 kl. 04:02

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju og það er engin skilda að lesa það sem aðrir skrifa

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.10.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: Fiðrildi

Til hamingju með flottan hund . . . vertu stolt móðir.  Auðvitað átt þú heilmikið í þessum heiðri ;)

Fiðrildi, 8.10.2007 kl. 12:49

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju, en smá forvitni, hvað er fóðuraðili? er það sá sem er alltaf með hundinn nema á svona hátíðisdögum þegar sýningar fara fram? Þinn er heiðurinn því er ég sammála.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 15:21

6 Smámynd: Ragnheiður

til lukku með fallega hvutta...

Ragnheiður , 8.10.2007 kl. 15:40

7 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Einmitt, Ásdís, fóðuraðilinn er sú/sá sem er með hundinn og hugsar um hann eins og sinn eigin fyrir eigandann. Yfirleitt er um undaneldisdýr að ræða og ekki gerlegt að vera með hann hjá "makanum", en fóðursamningar eru líka til fyrir tíkur. Ræktendur grípa stundum til þessa ráðs, þegar um góð undaneldisdýr er að ræða, en þeir treysta sér ekki til að sinna þörfum og vera með fleiri hunda. Stundum er fóðuraðili með hund, þangað til að hann er búinn að uppfylla visst mikið af gotum og þá eru ýmsar útgáfur til af launum í samningunum. Oftast á þá fóðuraðillinn rétt á einum hvolpi undan hundinum, eða andvirði hans, eða eignast hundinn sjálfan alfarið, enda oft erfitt að taka hund frá manneskju sem búið er að bindast tilfinningaböndum við.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.10.2007 kl. 20:01

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég var einmitt líka búin að pæla í hvað fóðuraðili er en nú bættist enn einn gáfna vitneskjan í heilann,ég held að ég hefði nú ekki fattað þetta af sjálfsdáðun  en knús til þín elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.10.2007 kl. 22:27

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Innilega til hamingju !      Þú átt líka alveg glæsilega hunda. 

Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 13:41

10 identicon

Innilegar Hamingju Óskir úr Flóahreppi !!

Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 21:47

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Innilega til hamingju með þennan árangur. Ég hef aldrei heyrt minnst á fóðuraðila áður. Takk fyrir upplýsingarnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 20:33

12 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Til lukku með doggy   Þú átt nú örugglega eitthvað í því að hann sigraði...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.10.2007 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband