Smá mont..............

giantschNú er mín þreytt og sæl! Dagurinn í dag er búinn að vera annasamur, eða bara síðustu dagarnir. Í morgun var farið á fætur um 7 leytið, ýmislegt græjað fyrir daginn og svo lagt af stað rúmlega níu í bæinn. Ferðinni var heitið í Reiðhöllina í Víðidal á hundasýninguna, með alla hundana. Svali var reyndar í bænum, og fóðuraðilinn hans sá um að koma honum í höllina, þar sem hann var fyrst sýndur í ungum sýnendum.

Chiquita var næst í hringinn, og fékk 1 einkunn og lenti í 4 sæti. Fékk ágætan dóm og erum við sátt. Við munum sennilega ekki sýna hana aftur samt. Þetta er orðið fínt.

Svo var Svali næstur af mínum hundum. Hann var sýndur í meistaraflokki og fékk fyrstu einkunn, íslenskt og alþjóðlegt meistarastig, verðugur meistari og vann rakkana alla.

Svo var komið að Afríkunni minni. Hún fékk fyrstu einkunn, íslenskt og alþjóðlegt meistarastig og varð besti hundur tegundar! Já, hún vann hann Svala, meistarann sjálfan!! Grunaði ekki Gvend, enda gullfalleg og flott stelpa. Það sést ekki að hún hafi eignast hvolp fyrr á árinu, enda var bara um einn að ræða. En ég gæti ekki verið stoltari.

Þau hjónin fóru svo í parakeppni, en unnu ekki.

Síðan brunaði ég beint í vinnu, var að skríða heim, dauðþreytt en sæl yfir deginum. Varð bara að setja inn smá montinnlegg fyrir svefninn. Góða nótt frá mér...Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju ! Ég varð þeirrar gleði aðnjótandi að hitta 2 af þessarri tegund í gær, einn mini og einn giant. Yndislegir hundar alveg ...draumahundarnir mínir !

Ragnheiður , 7.10.2007 kl. 04:19

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju skvís og þú hefur sko alveg ástæðu til að vera montin,það er greinilegt að öll vinnan í sambandi við hundana skilar sér og stórt knús til þín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.10.2007 kl. 13:17

3 identicon

Til hamingju Baddý!  Gaman að það hafi gengið svona vel. Virkilega fallegir hundarnir þínir.

Kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með hundana, þú ert nú örugglega búin að leggja miklu vinnu i þá og það er að sila sér greinilega.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 15:26

5 identicon

Til lukku vinkona, ánægjulegt þegar strit manns er metið einhvers og samgleðst ég þér dúlla 

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 15:33

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.10.2007 kl. 18:07

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með þetta skvís, vildi óska að ég hefði verið í Reykjavík þá hefði ég sko mætt á sýninguna

Huld S. Ringsted, 7.10.2007 kl. 18:14

8 Smámynd: Ásta María H Jensen

Til hamingju

Ásta María H Jensen, 7.10.2007 kl. 18:34

9 identicon

Innilega til hamingju með þetta, Bjarndís!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:30

10 identicon

LUKKS SKVÍS.. !!

Knús á þig dúllz  sjáumst á morgun.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:04

11 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Innilega tl hamingju með árangurinn.  Vona að hundum og eigendum heilsist vel

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 8.10.2007 kl. 09:33

12 Smámynd: Íris Fríða

Til hamingju með daginn, hlýtur að vera gott að vinna sumar tíkur sem hafa verið að efast um tíkina þína

Samt fannst mér Svali flottari, en það kemur út þar sem að ég er hrifnari af stórum og masculin hundum og er bara ánægð að tíkin er ekki þannig ;) 

Íris Fríða , 8.10.2007 kl. 22:03

13 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, en vissar "sumar tíkur" voru ekki með tík í hringnum á móti minni í þetta sinnið En takk fyrir hrósið með Svala, hann vann tíkina í mars og vann allt í sumar, þó að Afríka hafi ekki verið sýnd þá. Þetta er jafnt á milli þeirra og Svali rosa flottur gaur líka. Takk aftur.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.10.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband