Fljótt skiptast á, skin og skúrir.....

Jæja, nú lifi ég í voninni um að fá svefnfrið í nótt. Ég gafst upp og talaði við fóðuraðilann hans Svala í kvöld, og við ákváðum að prufa og gá hvort að tíkin hennar sé ekki örugglega komin yfir hápunktinn sinn og að óhætt yrði að skila honum aftur til hennar. Það gekk eftir og er hann nú mun rólegri kappinn, en heima hjá mér. Andar eðlilega og fór beint í hvíld. Mikið er ég fegin, þar sem ég var verulega áhyggjufull yfir hans heilsu og holdarfari í þessu ástandi. Ég er þó búin að læra þá lexíu að ekki er vænlegt að hafa ræktunardýr, bæði rakka og tíkur, saman á heimili þegar svona stendur á. Þvílík kvöl og pína fyrir alla, og þá sérstaklega rakkann! Chiquita er búin að endurheimta frelsið sitt líka og nú fellur allt í ljúfa löð.....

Nema hvað? Elsti gormurinn minn er kominn heim. Hann er búinn að ákveða að hætta í skólanum, fá sér vinnu og safna peningum til að flytja til Danmerkur. Þar ætlar hann að vinna í byggingarvinnu og leigja sér fullútbúna íbúð. Hann segist ekki "meika" skólann. Þá er þetta í annað sinn sem hann byrjar og klárar ekki önnina í framhaldsskóla. Svo trúði hann mér fyrir því að hann hafi aldrei keypt skólabækurnar til að byrja með heldur, hann lánaði vinum sínum peningana að hans sögn. Úff. Ég nenni ekki að æsa mig og held að það breyti engu og lagi ekki neitt. Ég kláraði þann pakka síðast þegar hann hætti að mæta í skólann. Drengurinn mun gera nákvæmlega það sem honum hentar, sama þó ég rauli og tauti mig bláa í framan. Ég er búin að eyða síðasta sólarhring í að tala við hann í rólegheitunum. Passa mig á því að dæma ekki neitt, en reyna að beina honum á skynsemisbrautir. En hann er búinn að ákveða sig. Núna þorir hann ekki að tala við pabba sinn, eða sækja dótið sitt til hans þegar hann er heima. Mér finnst að hann ætti nú að ræða við hann líka, en get ekki pínt hann til þess. Ég vildi að ég hefði tíma núna strax til að fara bara með hann og hitta pabba sinn, en mun ekki hafa hann fyrr en í næstu viku. Kannski breytir hann um skoðun í millitíðinni, þó að sú von sé veikburða og sennilega til lítils. Ég get einungis vonað að hann standi sig til vinnu, og læri á endanum, þó að hann velji alltaf erfiðu leiðina í lífinu. Stefán Mikael Þór

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fór ég í dag í kennaraviðtal með miðjustrákinn minn. Hann er að standa sig vel og er kennarinn hans ánægður með hann í skólanum. Engin frekari slagsmál eða eftirmálar síðan fyrsta daginn heldur. Ég gæti ekki verið meira stolt og hjartað tók gleðikipp þegar minn strákur sagði að hann stefni á framhaldsskóla og að mamma borgi bílprófið. Þannig er að ég hef gert samninga við báða eldri strákana að ef þeir sleppa því að reykja, drekka, fikta við eiturlyf og allt það, þangað til að þeir nái 17 ára afmælinu, myndi ég borga fyrir bílprófið. Sá eldri eyðilagði sinn samning strax, eða innan við mánuði frá því að samningurinn var gerður, en sá yngri er búinn að standa sig í meira en ár "so far" og ætlar að gera það áfram svo að ég fái að standa við minn hlut líka. Ég gæti ekki verið ánægðari, og enn ánægðari að hann ætlar sér alls ekki að láta undan hópþrýstingi með neitt, heldur að fara sínar eigin leiðir og standa sig. Þessi drengur minn hefur lært mikið af því að vera litli bróðir, bróður síns og hefur ávallt getað forðast að feta í fótspor þess eldri. Þessvegna trúi ég honum að honum sé alvara með þessu. Ég vona bara að gelgjan nái ekki heljar tökum á honum eins og hinum, og að hann nái að standa sig alla leið.

100_0318 Smá fermingarmynd af honum síðan í vor.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litli kútur er svo búinn að vera duglegur líka. Hann er orðinn svo stór síðan hann missti fyrstu tönnina um helgina. Í dag kom hann heim með bananabrauð sem hann bakaði í skólanum. Hann ákvað að það væri bara eftirmatur og yrði ekki smakkað fyrr en búið væri að borða matinn. Það var mjög gott og við geymdum fyrir hann stóran bita svo hann geti haft það líka með sér í nesti á morgun. Hann fór að sofa alsæll og stoltur í kvöld. Mikið er gott að eiga líka englabörn, þó að ég geri mér alveg grein fyrir því að þeir séu ekki alveg fullkomnir samt sem áður. Best að setja inn eina mynd af englakút líka.

100_0418 (Small)

 

 

 

 

 

 

 

Já, þannig að núna virðist allt vera komið í gott horf, þó að allt sé ekki fullkomið og eins og ég hefði kosið, þá samt er flest eins og best verður að komist. Fljótt skiptast á skin og skúrir á þessu heimili, og ég segi það satt að hver sá dagur sem líður, án þess að eitthvað drama sé í gangi, friður og ró á heimilinu, er gleðidagur að mínu viti. Ég þarf ekki að skapa drama (þó ég óvart geri það oft sjálf Blush) til að fá fjör í lífið mitt. Ég þarf bara að bíða smá stund, eða í mesta lagi nokkra daga, þá kemur þetta af sjálfu sér. Nú ætla ég að fara að sofa og njóta þess að fá að sofa truflunarlaust í alla nótt.

Góða nótt  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ elskan ! Æ ég vona að hann litli Stefán Mikael og já ég veit að hann er sko orðinn stór en var bara pínulítill þegar að ég sá hann síðast en ég ætla rétt svo að vona að hann leggji til hliðar þessar Danmerkuráætlanir og geri eitthvað gott og ábyrgt í staðinn,en það er greinilega allt í góðu formi hjá yngri strákunum þínum  en hvað áttu marga stráka 3 eða 4? Mér líst vel á þetta bananabrauð hjá drengnum en góða nótt og sofðu rótt  en það er annars dálítið gaman að vera svona óþekkur og vera vakandi svona seint hí,hí

Katrín Ósk Adamsdóttir, 4.10.2007 kl. 01:23

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Sorry en við nánari athugun að þá held ég að ég sé búin að fatta að þú átt 3 stráka en það opnaðist skyndilega fyrir heilasellurnar mínar  er ekki viss hvort að það á að vera 1L eða 2L í þessu heilaorði en örugglega 2

Katrín Ósk Adamsdóttir, 4.10.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Jú, mikið rétt ég á þrjá stráka. Heilasellurnar þínar virka fínt, með sínum tveimur LL-um. Smjúts til þín skvís.

Bjarndís Helena Mitchell, 4.10.2007 kl. 01:32

4 Smámynd: Ragnheiður

Hvaða Danmerkurfár er á ungum mönnum í dag ? Björn minn ætlaði að æða þangað en mamman baðst vægðar og í ljósi atburða í fjölskyldunni þá hætti hann við sem betur fer. Vinur hans fór samt þangað.

Gangi þér vel með strákana þína....

Ragnheiður , 4.10.2007 kl. 01:40

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Veistu, ég held að þetta sé "grasið er grænna hinum megin" syndrómið. Reyndar er frændi og besti vinur stráksins í DK og virðist ganga allt í haginn þar. Hann er eldri en minn, og hefur verið honum stoð og stytta síðan hann var 4 ára, þannig að ég skil vel að hann vilji prufa líka. Hann er bara fullungur til að flytja að heiman til útlanda.

Bjarndís Helena Mitchell, 4.10.2007 kl. 02:05

6 Smámynd: Ásta María H Jensen

Góða nótt Bjarndís mín

Ásta María H Jensen, 4.10.2007 kl. 02:46

7 identicon

Þinn elsti er bara fiðrildi, veistu ég hætti í framhaldsskóla 17 ára gömul, 21 árs fór ég hins vegar í Hótel og Veitingaskólann, þannig að ekki er öll von úti hjá þér varðandi þann elsta. Hann þarf greinilega að rasa aðeins út, vantar greinilega áhugann hjá honum að stunda skóla og framhaldsskóli eins og menntaskóli hentar honum kanski ekki, iðnnám getur hentað honum seinna meir. Ég held að ef hann flytur til Danmerkur, þá þarf hann að taka á honum stóra sínum og standa sig. Leyfðu honum það, hann lærir bara á því.

En gangi þér allt í hagin samt dúlla. Gott að þú getir loks sofið. smjúts á þig

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband