Gredduraunir II, já og gleði.....

Því miður skánar ástandið ekkert hér á bæ, þrátt fyrir að komast að því í dag að það er bara ein tíkin að lóða núna Shocking. Um helgina var góður vinur og vanur hundamaður í heimsókn, sem þóttist taka eftir því að Afríka væri líka að lóða. Það var gripið í lausu lofti og þar var fundin skýringin á hegðun rakkans gagnvart henni. Því miður, eða sem betur fer er svo í rauninni ekki. Chiquita er ein um að lóða í augnablikinu og ætlar að gera það ört eða a.m.k. 3x á ári.

Nógu slæmt er það samt, þar sem Svali lætur eins og kynlífssveltur bavíani!! Hann er búinn að slá gleraugun af andlitinu á mér allavega 5x í kvöld, æsingurinn og væntumþykjan er svo mikil. Hann er að reyna allt sem hann getur til að fá að fara inn til litlu tíkurinnar að sinna henni, knúsar mig, vælir og reynir að leiða mig að hurðinni. Því núna er það Chiquita sem er lokuð inni í herbergi, ekki hann. En mamma er skilningsvana og fattar ekki brýnu nauðsynina í að hann sinni henni strax og það STRAX!!!!

Nei nei, mamma er svo skilningsvana að hún er búin að fara með Chiquitu á tvö stefnumót, með yndislegum, myndarlegum, reffilegum, meistaralegum, MÍNÍ Schnauzer rakka. Með áherslu á míní. Ekki Giant! Jiminn eini hvað tíkin var glöð!! Rakkinn var sjéntilmenni við hana, elti hana á röndum, og sinnti henni hratt og örugglega. Vonandi heppnaðist þetta allt saman og núna loksins get ég sagt að ég hafi verið viðstödd "alvöru" hundapörun. Tíkin var eins og kötturinn sem hreppti rjómann og er sátt við að fá að lúlla hjá litla kút í nótt.

Ég á hinsvegar ekki von á því að fá neinn svefnfrið í nótt, en karlinn er búinn að lofa að taka tíkina með í vinnuna á morgun, svo að lyktin fari og að rakkinn hvílist eitthvað. Vonandi blessast þetta fram að sýningu, en mér stendur ekki á sama hversu hratt rakkinn grennist og eru mjaðmabeinin hans alltof "beinaber" fyrir minn smekk. Annars er hætt við að Afríka vinni rakkann á þessari sýningu, enda gullfalleg stelpan og sjarmatröll.

Jæja, best að reyna að fara að sofa.

Goognight skleeptight 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

´´Eg get svarið það, þetta er eins og kínverska fyrir mér. Hahahaha

Góða nótt ´sskan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, Jenný mín, það er ekki á hverjum degi sem maður fær að ráðskast með kynlíf barnanna sinna!! Góða nótt

Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 00:58

3 identicon

Þú ert nú meiri dóninn Baddý að horfa svona á þegar ,,,,,,þú veist , uhhh,, ég fer hjá mér hehehehehhe

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Var ég virkilega á undan þér að sjá alvöru hundapörun?    En þvílíkt fjör á heimilinu hjá þér þessa dagana!!!

Ein spurning: Hvolparnir eru rétt að verða 4 vikna, er ekki í lagi að fara að gefa þeim þurrfóður með? 

Huld S. Ringsted, 3.10.2007 kl. 10:46

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Jú, elsku Huld, það er sko í lagi. Ég myndi bara mylja hvolpafóður í matvinnsluvél og blanda við annaðhvort heitt vatn eða hvolpaþurrmjólk til að gera þetta að mauki til að byrja með. Eða að kaupa þar til gerðan hvolpagraut. Hvolparnir eru sennilega ekki komnir með tennur til að bryðja hvolpafóður og ekki gott að það þenjist út strax í maganum á þeim í þurru formi. Endilega líka að fara að gefa þeim vatn með og hafa vatn hjá þeim eftir bestu getu. Þú mátt líka búast við því að þegar hvolparnir fara að fá fastan mat, þá breytist lyktin af hægðum þeirra og að tíkin hætti þá að hreinsa upp eftir þá í gotkassanum, allavega smátt og smátt.....Nú byrjar fjörið fyrir alvöru hjá þér

En já, ég á meira að segja enn eftir að sjá þegar hundar festast við pörun. Rakkinn festist aldrei, þó hann hafi haft sáðlát í tíkinni í gær og í fyrradag. Mér skilst að það þurfi ekki endilega að festast til að heppnast, en samt er það eðlilegast. Úff, kemur í ljós....

Magga mín, það verður víst að fylgjast með og sjá til þess að enginn slasi sig þegar um kynlíf hunda er að ræða, ég komst víst ekki hjá því að horfa á herlegheitin...

Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 11:29

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir þetta Bjarndís, þeir eru svo sannarlega komnir með tennur!!! já fjörið er sko að byrja, verst að hafa engan góðan lokaðan stað fyrir þá en það þýðir bara að ég verð að vera duglegri að þrífa eftir þá, eiginmaðurinn ætlar að girða af svæði í garðinum í næstu brælu svo ég geti "hent" þeim út ég hef þá girta af heima og leyfi þeim svo annarslagið að fara á þvæling og dæturnar mínar hjálpa mér að fylgjast með þeim og þrífa upp eftir þá.

P.S. Perla og töffarinn festust saman í bæði skiptin og þar sem hún er svo mikil bredda þá dró hún hann út um allt vælandi þangað til þau losnuðu

Huld S. Ringsted, 3.10.2007 kl. 11:39

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

VOFF

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.10.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe ...nú lendi ég náttlega í sömu krísunni. Langar svo í smásnása..en ég er með 2 hvutta og það er nóg! Lemdu mig reglulega í hausinn ef ég fer að væla með að kaupa hvolp !

Ragnheiður , 3.10.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband