Gredduraunir............

Það er ekki að spyrja að því, þegar lóðastandið er annarsvegar. Málið er það að Svali minn, sem var í pössun annarsstaðar, er hjá okkur vegna lóðatíkur hjá fóðuraðilanum. Bara eðlilegur gangur mála þar sem ekki á að hefja framleiðslu á "Schnauffer" hvolpum. En þá þurfti Chiquita mín að byrja að lóða líka, og er hún eins gröð og hugsast getur fyrir svona lítinn kropp. Ekki nóg með það, þá byrjaði Afríka líka að lóða núna um helgina og greyið rakkinn eirir sér engan frið! Hann vælir og engist um í greddu og von, sperrir sig og er voða vinalegur við Afríku sína, gerir sig breiðan og sterklegan, dillar skottinu í gríð og erg og má alls ekki af tíkinni sjá. Afríka hins vegar urrar bara á hann, geltir og bítur hann af sér og hefur ekki undan því.

Friðurinn er úti! Ég fékk engan svefnfrið í nótt. Það þýðir lítið sem ekkert að aðskilja þau, því hann reynir bara að éta sig í gegn um hurðar og gereft. Vælir og spangólar og lætur öllum illum látum. Mestar hef ég áhyggjur af heilsu og holdafari rakkans, þar sem hann er grannur fyrir og núna sefur hann ekki, hvílist ekki og nærist ekki vegna greddu. Sýning þar að auki næstu helgi. Crying Þetta lítur ekki vel út. Það liggur við að ég hætti við að sýna þau öll! Í dag er sýningarsnyrting á stofu fyrir þau öll, og ég veit ekki hvernig ég á að geta lokað þau inni í lítinn bíl, öll saman, til að fara þangað. Úff, þetta verður skrautlegt. Hvernig ætli það verði þegar að sýningunni kemur?....

Í fyrrakvöld var ég að reyta og snyrta þau til klukkan 4 um morguninn og komin með tilheyrandi blöðrur og alles fyrir vikið. Núna þarf bara að sýningarfínisera þau og hef ég örugglega sparað mér dágóðan skildinginn með því að vinna mestu vinnuna sjálf.

Litli sjálfstæðismaðurinn minn missti sína fyrstu tönn um helgina og fékk tannálfinn í fyrsta sinn í heimsókn. Sá var ánægður með peninginn sem hann fékk fyrir tönnina og setti rakleitt í baukinn sinn. Núna sýnir hann öllum sem vilja sjá hvernig hægt er að stinga tungunni í gatið í neðri góm. 

Jæja, ég ætla að gera heiðarlegu tilraun nr. 10, til að leggja mig, því ég þarf að fara á fund á eftir.

Wish me luck! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Er ekki til hundasmokkar?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 09:41

2 identicon

Úff, öfunda þig ekki af þessu. Þetta er sko ekkert grín!

Esther (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Benna

Æjæj þetta er alveg hreint hræðilegt ástand meðan á því stendur en það er ekki laust við að maður hlær aðeins af þessum greyjum svona eftir á að líta alla vega hehe..

Benna, 1.10.2007 kl. 13:35

4 identicon

hahhahahhahaha,,,,,,,,,,,, sorry vinkona, get ekki annað en hlegið. Þú getur s.s. ekki sofið vegna greddu hundanna,,,,,, hihihihihihihi,,,,,,,,,, fyrirgefðu mér, ég bara hlæ og hlæ. En ég vona samt að þú fáir svefninn, ferlegt að vera syfjuð.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 17:44

5 identicon

Kemur kannski of seint frá mér, dúlla, en ég vona að þér hafi gengið vel í gær. Gredda hefur oft haldið fyrir manni vöku ... en ég hef ekki lent í þessu ástandi eins og þú. Ég verð því að fá að vera smá dóni og taka undir hláturinn með Möggu ... þetta er bara svo yndisleg frásögn hjá þér!

Knús og kveðjur á þig

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 07:48

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úpps!! og ég sem hélt að það væru bara kattareigendur sem gætu ekki sofið þegar greddan tekur völdin!!

Huld S. Ringsted, 2.10.2007 kl. 09:39

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ó mæ god, ertu með svona "pornodog".

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.10.2007 kl. 09:42

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Gunnar, ef svo vel vildi til að hundasmokkar myndu slá á hegðunina, þá væri ég sko til í að prófa þá!! Því miður er ekki vandinn að verjast getnaði, heldur er það hegðunin sem er vandamálið. 

Gísli, já, ég viðurkenni að mínir hundar eru með eðlið sitt í lagi, og er það vandamál heimilisins núna þessa dagana.

Núna er Svali lokaður inni í herbergi, spangólar og vælir sárt. Chiquita er á hápunktinum og er svo gröð að það hálfa væri hellingur. Stærðarmunurinn kemur samt í veg fyrir að þeim takist þetta, en samt er reynt á báða bóga. Lítill svefn hér aðra nótt í röð! Okkur eru allar bjargir bannaðar, þar sem enn er verið að lóða hjá fóðuraðilanum og lóðatík í vinnunni hjá karlinum. Sitjum uppi með ástandið og það tvöfalt þar sem tvær tíkur lóða hér.

(En verið er að para Chiquitu litlu, með lánsrakka frá útlöndum í dag og í gær. Vonandi er von á nokkrum Míní Schnauzer eftir ca, 9 vikur )

Bjarndís Helena Mitchell, 2.10.2007 kl. 09:55

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fegin er ég að þjást ekki af því sama og Chiquita svona nýskorin neðansjávar :):) gangi þér vel með greddudýrin.  Takk fyrir góðar kveðjur elskan mín Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 21:39

10 identicon

Jesús ........ hahahahahahah sorry en það er ekki annað en hægt að hlægja af þessari frásögn.

Knús á þig gæska..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband