Ef það væri bara hægt að panta sér klón.......

Jæja, þá er frúin búin að fara í slippinn og hafa það gott. Verst að ekki er hægt að panta klón af sér í svona slipp, því mig vantar eins og annað eintak af sjálfri mér LoL

Ég mætti ásamt fríðu föruneyti (við vorum 3 saman og svo karlarnir með) á Hotel Nordica Spa í gær, fékk slopp og þegar búið var að hátta sig og sveipa um sig sloppnum var mér vísað inn í snyrtiherbergi. Þar var mér pakkað inn í teppi og handklæði, á upphituðum snyrtibekk og hófst þá "slippurinn". Handsnyrtingin var fyrst, en farið var yfir naglaböndin, glært lakk varð fyrir valinu, þar sem ég er með gel á mínum eigin nöglum með "french", fyrir. Ég held að ekki þyki boðlegt að vera með litað naglalakk í matargeiranum, allavega ekki girnilegt að fá naglalakkflísar í matnum sínum, eða eiga það á hættu. Hvað um það, ég fékk krem og handanudd og var það gott. Svo fékk ég andlitsbað og andlitsnudd og þá fór líðanin mikið yfir í slökun og notalegheit. Farið var um mig með mjúkum handtökum og greinilega mikið lagt upp úr því að láta líða vel. Í lokin fékk ég litun og plokkun og svo beint í sturtu. Þaðan fórum við stöllurnar í heita pottinn og þar fengum við svo axlarnudd. Vorum svo endurnærðar og sætar þegar við mættum svo í matinn á veitingastaðnum Vox, á hótelinu.

Maturinn var alveg hreint æðislegur!! Fengum við smakk, aukreitis, fyrst af laxatartar og svo af maíssúpufroðu með smá hjónabandssælu. Svo heimabakað hnetubrauð og súrdeigsbrauð með sérblönduðu smjöri með súrmjólk og salti. Nammi namm á alltsaman. Ég fékk mér elg í forrétt sem var lostæti og svo hreindýr í aðalrétt. Hreindýrið bráðnaði í munninum og upplitið sem varð á andlitum þeirra við borðið sem fengu sér það í aðalrétt var svona "kódakmóment". Augun glenntust upp á okkur öllum samtímis og það heyrðust bara unaðsstunur frá okkur öllum. Þetta var án efa besta hreindýrssteikin sem ég hef nokkurntímann smakkað! Svo á meðan beðið var eftir eftirréttunum fengum við smá smakk af ostaköku með fantahlaupi og engiferskexmylsnu í botninn. Hún var fín, en hefði mátt vera rjómakenndri og minna notað af gelatíni fyrir minn smekk. Í eftirrétt fékk ég mér svo mjólkurís og birkiís og smá súkkulaðisósu með. Ísinn var góður, en það hefði mátt hafa kúlurnar stærri en ein matskeið, þetta virtist vera bara sýnishorn en ekki eftirréttur. Það var það eina sem ég gat sett út á þetta, enda mikill sælgætisgrís. Þjónustan var til fyrirmyndar, seremóníur yfir öllu og allt listavel gert. Ég get mælt með Vox við hvern sem er sem kann að meta listina við matargerð og mælir ekki í skammtastærðum. Enda er ég búin að ákveða að næst þegar pabbi minn kemur til landsins, þá ætla ég að bjóða honum þangað, ef ég hef ráð á því. 

Eftir matinn færðum við okkur yfir á barinn og sátum þar yfir einum drykk fyrir svefninn og kjöftuðum og hlógum mikið. Þetta var gaman og ekki verra að geta svo farið upp á herbergi, afvelta, og haft það gott, í einrúmi Wink og hvílt sig svo. Ég svaf reyndar ekki vel, en það er bara ég og sú staðreynd að ég get ekki sofið í rúmi, bakið mitt gerir það að verkum að ég get ekki legið út af og sef því alltaf í Laz-y-boy stól hér heima. En með púðum og aukakoddum tókst mér að kría samt í nokkra klt, áður en ég fór á fætur, dúllaði mér í heitu baði, og snyrti og fór svo í morgunmatinn. 

Þar belgdi ég mér út, í orðsins fyllstu og svo var tékkað sig út og komið heim. Þetta var virkilega gott og gaman og ekki verra að hafa með skemmtilegan félagsskap til að njóta með sér. Enda erum við með endemum skemmtilegar í hópnum okkar í vinnunni!! Wink

Nú, er í vændum nóg að gera. Hundasýning næstu helgi og ég þarf að snyrta mína hunda ásamt fleirum, núna þessa helgi, samt er ég að fara að kynna á morgun og þarf því að vera verulega vel skipulögð. Eins líka vantar mig klón til að vinna fyrir mig næstu helgi, eða vera á sýningunni fyrir mig, því ekki er gott að vera á mörgum stöðum samtímis. En ég hlýt að hafa þetta af á endanum, einhvernveginn.

Þegar heim var komið, var húsið á sínum stað, börnin og hundarnir á lífi og þó að miðjustrákurinn minn hafi haft nokkra vini sína hjá sér í nótt, þá held ég að þau hafi ekki gert neitt af sér þannig séð. En hann var fljótur að stinga upp á því að við gerum meira af þessu, að fara burt yfir nótt, eða helgi og leyfa honum að sjá um allt á meðan, hmmmm veit ekki. Kannski eitthvað til í því hjá honum, en samt, er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?.....

Uss, nú þarf ég að klóna mig aftur og má ekkert vera að þessu bloggaríi...nóg að gera og tíminn hleypur frá manni......

Góðar stundir.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta hefur greinilega verið súper afslöppun fyrir þig

Eigðu góðan dag Bjarndís mín

Huld S. Ringsted, 29.9.2007 kl. 14:20

2 identicon

jaja., ekkert smá afslöppun hjá ykkur, þið hafið örugglega unnið til þess ef ég þekki ykkur rétt. Ég var farin að fá smá vatn í munninn af lýsingunum af matnum, Hreindýr er m.a. mitt uppáhald líka. Gangi þér vel að klóna þig Baddý mín.  smjúts á þig

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 14:31

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þetta hefur aldeilis verið notarlegt og þú nú vel snyrt og eflaust fær í flestan sjó og ég er sko ánægð með að börnin  þín og húsið var á sýnum stað en efast  um að ég væri svo heppin ef ég skryppi í burtu en annars hafðu það gott  skvís og í sambandi við klónun að þá hafði ég samband við Kára Stefánsson í DNA ranns.og hann er að vinna í þessu og sendir Baddý 2 heim til þín á næstu dögum en ef það dugar ekki að þá er kannski hægt að redda nr.3 líka

Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.9.2007 kl. 16:57

4 identicon

Ætli það sé til svona fyrir hunda?

Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Fiðrildi

Vááá . . ekki akkúrat neitt hundalíf !   Svona á að lifa ;)

Fiðrildi, 30.9.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband