Allt á fullu og í hers höndum.....

Hér eru annarsamir dagar framundan, og búnir að vera undanfarið. Ég hef hreinlega ekki haft tíma til að blogga, eða fara rúntinn minn eins og áður. En þetta er samt allt jákvætt. Er núna að stelast að blogga smá, þar sem ég þarf að fara á fullt núna á eftir.

Ég er að fara í slipp á morgun!! Ég hlakka til bara. En hópurinn minn í vinnunni vann sér inn dekurdag, hótelgistingu, út að borða og alles fyrr á árinu, og nú á að taka þetta út. Okkur var tilkynnt að mæta "í slipp" á Hótel Nordica Spa og þar gistum við og borðum. Hinum helmingunum er líka boðið með, þó þeir fari ekki í slippinn líka.

Hvað ætli þetta "slipp" þýði eiginlega? Kemur í ljós hversu myndarlegur þessi slippur er og hversu góða yfirhalningu við fáum, hahahahaha. Ég hef allavega aldrei áður farið í dekurdag svona og vona bara að þetta verði gott, gaman og beri árangur.

Annars er allt í hers höndum á heimilinu, Svali er hjá okkur í pössun þar sem tíkin hjá fóðuraðilanum er að lóða. Nema það að núna er Chiquita mín byrjuð líka að lóða, og núna þarf ég að loka hana alveg af frá Afríku og Svala, annars eru bara læti. Úff, þetta verða skrautlegir dagar framundan vegna þessa....

Wish me luck! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hefur þú lesið þetta?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.9.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sorry  
Ég er svo utanvið mig oft að það er fyndið... ég átti við ÞETTA!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.9.2007 kl. 15:58

3 identicon

Gangi þér vel dúlla. Og njóttu slippsins ... tell us all about it!


Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 17:34

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel dúllan mín. þú átt eftir að njóta þín í slippnum. Heyrumst vonandi fljótlega

Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband