Frumburðurinn 17 í dag!

Stefán Mikael ÞórÞessi ungi herramaður er 17 ára í dag! Til hamingju með daginn elsku Stebbi minn WizardHeartSmile Nú er bara að hysja upp um sig sokkana og drífa sig í bílprófið!!

Hann er í skóla í bænum og vinnur með skólanum líka. Ég bíð enn eftir óskalistanum um það sem hann langar að fá í afmælisgjöf og ætla að reyna að hringja í hann á eftir og bjóða honum heim í mat í tilefni dagsins.

Úff, mér finnst alls ekki langt síðan að þessi var fæddur, öfugsnúinn með hendina á undan eins og Superman, og höfuðið í laginu eins og "Conehead" vegna sogklukkunnar. Sá var með skap! og er enn! Finnst einhvernvegin að þetta hafi verið fyrirboði um komandi tíð....

Þó á hann til skynsemistaugar inn á milli sem er gott mál. Svo ég monti mig aðeins, þá er þetta mjög greindur og hæfileikaríkur einstaklingur. Hann teiknar rosalega vel, klár á tölvur, með mjög gott tóneyra og getur verið svakalega fyndinn. Hann hrekkir stundum litla bróður sinn með því að reyta af sér brandara í gríð og erg, þangað til að bróðirinn er kominn með illt í magann, búinn að frussa drykk út í allar áttir, eða að það liggi við að hann kafni! Mér finnst það betri hrekkur en barsmíðar, verð að viðurkenna það. Þessi drengur getur hvað sem er, ef hann bara vill og hefur úthald. Vandamálið er að hann skiptir oftar um skoðun en nærbuxur, og byrjar voða vel á hlutunum, en gleymir að fylgja því eftir og klára. Hann skortir aga og úthald og þar sem hann er ofvirkur, þá finnst honum það lögleg afsökun til að hætta bara þegar honum hentar.

Góð ráð vel þegin til að hvetja kauða til að halda áfram og klára, þó það væri ekki nema önnina sem hann er í núna Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn Stebbi og til hamingju með frumburðinn Baddý mín. 

Ég man eftir litlum ljóshærðum hnokka með Mikkamús snuddu sem mátti sko alls ekki týnast annars varð allt vitlaust, . Hann er skýr og klár strákur og á eftir að standa sig með ágætum í lífinu, er bara núna að hlaupa af sér hornin eins og unglingar gera.

Hafið það sem best í dag og við biðjum að heilsa afmælisbarninu.

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Til hamingju með daginn

 Er sjálfur að eiga við "barn" á þessum aldri og erum við mamman ráðþrota.  Höfum reyndar fengið frábært backup hjá skólanum (FG) og verður að vona að eitthvað nái á sýjast inn.

Ég að búa til pottaköku fyrir afmælisbarnið?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.9.2007 kl. 13:57

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, pottakakan góða, með niðurrifnu konsúm súkkulaði sem er látið bráðna yfir hana um leið og henni er skellt á matardiskinn er bara nammi. Auðvitað er hún í boði í eftirrétt.  Stebbi ætlar að koma heim í mat og er búinn að panta.  

Bjarndís Helena Mitchell, 19.9.2007 kl. 14:12

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með frumburðinn!!  Úff ekki hef ég ráð fyrir þig með þetta að rjúka úr einu í annað, á í mesta basli með að halda minni dömu við efnið en gangi þér vel. Pottkaka, hljómar vel, deilirðu uppskrift??

Huld S. Ringsted, 19.9.2007 kl. 16:43

5 identicon

Til lukku með drenginn Baddý mín. Ég að gefa ráð? úfffff,,,,, veistu ég er að fara núna á foreldranámskeið í byrjun október sem tekur 8 vikur, við förum bæði, þetta er gert til að við getum samhæft okkur í uppeldinu, veitir ekki af. Foreldrar ættu allir að fara SOS eða Pmd eða hvað það heitir (er að fara á það), mér skilst að það skili svakalega góðum árangri. Gangi þér samt vel með hann.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 17:01

6 identicon

Til hamingju með púkann.  

Esther (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:47

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til  hamingju með soninn.  Hleypur hann ekki bara af sér hornin í rólegheitunum?  Anda inn, anda út.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 21:04

8 identicon

Til lukku með daginn Stebbi minn.. og Baddy til hamingju með orminn þinn.  Þú veist mína skoðun. Lemja þetta lið með naglaspítu einu sinni á dag, það sem eftir er ævinnar. 

Ps. Ég bætti nýrri konu í hópinn í kvöld.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 23:33

9 identicon

Innilega til hamingju með Stebba þinn!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 01:51

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 34022

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband