17.9.2007 | 20:00
Botnlaus!!!!
Litli kútur var heima í dag og byrjaði á því að biðja um morgunmat um kl 7:30 í morgun, sem hann fékk. Svo bað hann um drykk og hann fékk engiferöl, fyrir magann. Nokkrum mínútum síðar bað hann um Engjaþykkni, en þá sagði ég nei, mjólkurvörur væru slæmar fyrir magakveisu. Þá bað hann um kex, sem hann fékk. Svo bað hann um popp og þá var að nálgast hádegi, þannig að ég sagði nei. Hann fékk súpu og brauð í hádeginu og bað um egg, sem ég átti ekki til.
Í sannleika sagt, þá er þessi drengur búinn að vera botnlaus í allan dag, búinn að fá allskyns mat í allan dag, ávexti, súpu, brauð, kex, gos, nammi, Engjaþykknið líka, og hugsar ekki um annað en mat. Núna, þegar hann er nýbúinn að borða kvöldmatinn, þá er hann búinn að biðja um ís, ostaköku, meira nammi og er að gera sér núðlusúpu núna. Ég skil þetta ekki.
Vantar honum eitthvað? Er þetta sjúkdómseinkenni? Partur af magakveisunni kannski? Eða sver hann sig bara í ættina báðum megin? Úff, bara, ef hann sleppur við að kasta upp í kvöld (eins og í allan dag) þá fer hann í skólann á morgun, svo mikið er víst...
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vúúúú..... ég er orðin pakksödd eftir lesturinn.... alveg sprungin.
Anna Einarsdóttir, 17.9.2007 kl. 20:20
Snúðurinn er greinilega í vaxtakipp , mín þessi 3ja ára er svona stundum, þá horfi ég á hana vaxa.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:26
Barnið er greinilega að farast úr heilbrigði. Gott mál.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 23:39
Held að þetta hljóti að vera góðs viti
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 00:01
Gott meðan börnin borða skal ég segja þér. Litla barnið mitt (17 ára) borðar helst ekki neitt, nema á Subway, pizzur, hamborgara og gos. Búinn að vera svona alla sína hunds og kattartíð. Samt ekki lystarstol. Hann er mjög meðvitaður um hvað hann sé alltof grannur. Enda ekki nema eitthvað 40+.Kílo En er svosem ekkert hár í loftinu heldur. En eftir 17 ára pælingar um hvað hann borðar og borðar ekki, er þetta orðið hans mál alfarið í dag. Hér er eldaður matur á hverju kvöldi sem honum er boðin þáttaka í, ef hann er heima er fussað og sveijað, þó svo þessi matur var í uppáhaldi fyrir mánuði eða svo. Eins er alltaf reynt að passa uppá að hann borði morgunmat. En strákurinn er bright, virðist hafa nóga orku, verður sjaldan veikur og mætir alltaf í skólann og gengur vel
Kveðja, Fishandchips
Fishandchips, 18.9.2007 kl. 01:45
Er hann ekki bara að jafna sig eftir veikindin?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.9.2007 kl. 07:09
Eldri stelpan mín er svona, borðar aldrei eins mikið og þegar hún með magapest.
Huld S. Ringsted, 18.9.2007 kl. 09:40
Mín voru alltaf að deyja úr hungri eftir ælupestar hér í den. Vert bara slök.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 22:06
Hahaha hann er bara að stækka Baddý mín, ég sá það alveg síðast þegar ég sá hann, hann er allur upp á við strákormurinn.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.