Skemmtileg heimsókn, ofát og afleiðingar....

IMG_4117100_0418 (Small) Við fórum og hittum hana Saudu í dag, eftir rúmlega 2 vikna aðskilnað. Vá, hvað daman hefur stækkað mikið á svona stuttum tíma. Hún óx hratt hjá okkur, en ekkert virðist hafa hægt á vextinum ennþá.

Afsakið, ég kann ekki að snúa fyrri myndinni rétt, en kannski sést munurinn á þessum tveimur myndum í fanginu á litla sjálfstæðismanninum mínum. Sauda tók vel á móti okkur, sem og fjölskyldan hennar. Hún var voða kát að hitta okkur og við sömuleiðis hana. Henni líður greinilega mjög vel og allt er á svo miklum hraða hjá henni líka.

Síðan náðum við í Svala, sem var líka mjög kátur með að koma heim. Algjör kelibangsi bara og liggur núna við lappirnar á mér, má ekki af manni sjá.

Litli sjálfstæðismaðurinn er lasinn núna, kominn með gubbupest eða í magann. Hann var að vísu mjög duglegur að borða í dag, allavega 4 skálar af grænmetissúpu, með tilheyrandi brauði (hádegis og kvöldmat). Fullt af nammi í heimsókninni og í eftirmat í kvöld þá fékk hann sér væna sneið af heitri eplaköku sem ég bakaði, og með miklum rjóma.....Litli gormur skilaði þessu stuttu eftir kökuátið og séð verður til í nótt með skólann á morgun. Það er ekki gott þegar mamma dælir of miklum og fjölbreyttum mat í litla kroppa, vonandi er þetta ekki mér að kenna...Blush Annars er hann aldrei píndur til að borða, en kann sér kannski ekki hóf....

Góðar stundirSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Iloveyourdog...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.9.2007 kl. 05:25

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æi stubburinn að borða svona yfir sig!!

Sauda alltaf jafn mikið krútt!!

Huld S. Ringsted, 17.9.2007 kl. 08:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur greinilega verið yndislegur dagur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband