13.9.2007 | 07:08
Næturævintýri hundamömmu....
Ég vaknaði upp við vondan draum nú í nótt, nánar tiltekið um kl. 05:30 leytið. Allt var galopið út, forstofudyrnar voru opnar (eru yfirleitt kyrfilega lokaðar) og útidyrahurðin var opin líka.
Ég þurfti að fara á snyrtinguna, og fannst eitthvað svo kalt í húsinu á leiðinni þangað, augun stóðu svo á stilkum þegar ég sá að allt var galopið út!
Ég gáði að hundunum, Afríka var á sínum stað, en Chiquita fannst hvergi. Hún var ekki uppi á bekk inni í eldhúsi, ekki í sófanum, ekki á neinu hundabælanna, hafði ekki verið á sænginni hjá mér og var ekki í rúminu hjá strákunum mínum.
Nú voru góð ráð dýr, ég fór út á náttfötunum, kallaði og blístraði en engin Chiquita kom hlaupandi á móti mér. Hvað ætli hurðin hafi verið opin lengi, hugsaði ég? Hvernig opnuðust dyrnar? Hversu langt hefur hún komist? Hversu langt myndi hún fara? ?????Ég hafði ekki hugmynd og áttaði mig strax á því að Chiquitu finnst alveg ofsalega gaman að elta nefið á sér, rekja spor, og gæti þessvegna farið langar leiðir og ég vissi heldur ekki í hvaða átt.
Ég vakti óvart miðjustrákinn minn í leit minni að stelpunni, og hann spratt á fætur. Hva? Ha? Er Chiquita týnd? Hann var fljótur að fara í fötin sín og fara út að leita. Eftir fyrsta hringinn kom hann aftur með hangandi haus. Umlaði lágvært að hún hlyti að skila sér fyrir rest heim. Ég var náttúrulega viti mínu fjær, "en hvað ef hún ratar ekki? Hún gæti verið búin að vera úti í marga klukkutíma!!" Hann fór aftur út að leita. Ég var ekki fyrr búin að heyra blístrið frá gutta, en að ég heyrði líka annað aukahljóð, tipl lítilla loppa hlaupandi eftir ganginum!!
Ég hentist út að kalla unglinginn til baka, fór inn aftur og tók litla kvikindið í fangið og knúsaði hana innilega! Þá hafði litla dýrið gist hjá pabba í nótt, smeygt sér inn með honum þegar hann brá sér á salernið, komið sér rækilega og þægilega fyrir í pabba rúmi og verið fjarri öllu útstáelsi í alla nótt.
Nú langar syni mínum að fá frí í skólanum sökum svefnleysis!! Dream on honey.......
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 34022
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úbbs, hver lokaði ekki á eftir sér ??
Ekki gaman að lenda í þessu .. úfff. En góðann daginn annars Baddý mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 08:57
hehehehhehehee,, bara ævintýri næturinnar hjá þér , ég sá bananaskottið fyrir mer hehehehe
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:26
Skemmtun um miðja nótt, ég er ekki hissa að pjakkur hafi viljað fá frí til að sofa lengur. Gott að skotta týndist ekki. Knús til ykkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 11:13
Úff, getur ekki hafa verið gaman!! en gott að skottið var ekki týnt.
Huld S. Ringsted, 13.9.2007 kl. 11:29
Já þessar opnu dyr eru grunsamlegar ... ættir að tékka betur á Chiquita, hvort einhver partílæti hafi verið í gangi ...
En allt er gott sem endar vel, það verður hægt að brosa að þessu lengi
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 13:26
Æi, en endaði samt vel. Það er skelfilegt að tapa dýrinu sýnu svona út af því að þau vilja stundum ferðast svo langt en nær ómögulegt er að vita hvert.
Allt er gott sem endar vel
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.9.2007 kl. 13:47
Flott mynd af hundinum
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.9.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.