Annir......

100B0522Það hefur verið nóg að gera hjá mér undanfarið og ég hef ekki mátt vera að því að blogga, þó ég hafi myndast við að fara rúntinn, og reyna að kommenta á sem flestum stöðum. Hef að vísu ekki getað gefið mér tíma til að hugsa hlutina í gegn og semja almennileg svör allsstaðar, en reynt samt. Þannig að ég biðst afsökunar ef ég hef ekki kommentað hjá ykkur öllum.

Nú er samtalsdagur í skólanum hjá yngsta kút. Ég á ekki von á öðru en að fá glimrandi umsögn um hann, eins og alltaf. Hann er búinn að vera algjört englabarn í orðsins fyllstu merkingu, síðan hann fékk nýja herbergið. Í gærkvöldi strauk hann og nuddaði mömmu sína eins og ég væri gæludýr. Hmm, hvaðan ætli það komi, svei mér þá??? LOL. Nei, í alvöru ég hugsaði með mér í gærkvöldi "hvað í ósköpunum gerði það að verkum að ég ætti svona gott barn skilið?" Skil þetta ekki. Hann er bara svona. Býr til póst handa vinum sínum og fer með hann til þeirra, er í svoleiðis leiðangri núna. Svo finnst honum gaman að dunda sér, teikna, lita, læra, púsla og þessháttar. Hann er líka mikið fyrir útivist, göngutúra, hjóla, línuskauta og allt. Hann nennir að vísu ekki að horfa mikið á sjónvarp, teiknimyndir og tölvuleiki, þó að hann prófar reglulega. Þannig að ég get svarið það að hann er bara eins og pantaður eftir óskalista. Elsti minn gæti ekki verið meiri andhverfa en hann.

Dagurinn í dag fer í þetta viðtal, svo í bæinn að ganga frá viðskiptum vegna vinnunnar og litli kútur ætlar að koma með. Hlakkar honum mikið til og finnst það merkilegt að fá að koma með mömmu í vinnuna! Svo ætla ég kannski að kaupa sængurgjöf handa litlu prinsessunni sem fæddist um daginn, og leyfa honum að koma með í gjafaferðina líka.

Næstu dagar verða mjög annasamir hjá mér, ég mun sennilega ekki getað bloggað neitt mikið, en já, sjáum til. Allt getur breyst fyrirvaralaust.

Hafið það gott elskurnar. Mér er farið að þykja vænt um ykkur, svei mér þá! Bæ í bili.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 10:56

2 identicon

 Og hverjum þykir nú ekki vænt um þig krútt? þessi einlægu og skemmtilegu skrif þín. Takk fyrir hughreystinguna og knús til þín.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Greinilega nóg að gera hjá þér. það er gott að eiga einn svona pantaðan eftir óskalista og svo annan gaur til að vega upp á móti.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2007 kl. 15:21

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kannast við þessa týpu eins og strákurinn þinn er, yngri stelpan mín er svona. Okkur þykir líka vænt um þig dúlla! Passaðu þig að vinna ekki yfir þig.

Huld S. Ringsted, 11.9.2007 kl. 16:23

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er ómögurlegt að skrifa athugasemdir hjá öllum...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.9.2007 kl. 17:26

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, mín þrjú eru sko þvílíkt ólík en samt öll svo mega yndisleg. Mikill lærdómur fólginn í því að ala upp mismunandi einstaklinga.  Væntumþykjan er gagnkvæm og hafðu það gott skottið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 18:11

7 identicon

mílofjúþrí   Smjúts

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:13

8 identicon

Hæ hæ skvís.

Það er gott að það sé gaman hjá þér og nóg að gera. Frábært að heyra hvað yngsti kúturinn er yndislegur við mömmu sína, enda á hann góða mömmu sem hugsar sem best um unganna sína.   Njóttu þess í botn.

Mig hefur þótt vænt um þig síðan ég kynntist þér þegar ég var 12 og þú 9 og hvað við gátum brallað saman í þá daga!

Myndirnar af nýju húsgögnunum og herberginu hans eru æðislegar og honum á eftir að líða mjög vel þar inni.

Hafið það öll sem allra best og gangi þér vel í vinnunni, kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:52

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Stundum er maður ekki nógu duglegur skoða hjá öllum en ég gef mér samt tíma á kvöldin til þess að lesa hjá flestum.

Kveðja úr Garðabænum

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.9.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband