9.9.2007 | 00:24
Góður dagur með útúrsnúningi.....
Dagurinn í dag er búinn að vera aldeilis skemmtilegur! Það var rallý í vinnunni og mjög gaman á fundinum þar. Ég náði að læra fleira nýtt, og fá nýjar hugmyndir ásamt því að fá pepp í að drífa mig af stað og halda stefnunni næstu mánuði! Ekki veitir af, afþví að ég er svo tilbúin í að halda áfram og vinna eins mikið og ég get. Enda er þetta virkilega skemmtilegt starf líka og fjölbreytt.
Svo var haldið á Lækjarbrekku og borðað saman kvöldverð, allt í boði fyrirtækissins að sjálfsögðu. Góður matur, frábær félagsskapur og bara gaman.
Á morgun tekur við fyrsti vinnudagurinn minn síðan í júní, og ég hlakka til bara. Þarf að fara að hrista upp í mér og halda áfram stefnunni, það þýðir ekkert að slá slöku við.
Það eina sem skyggir á daginn hjá mér er símtal sem ég fékk seint í kvöld. Það lítur út fyrir að hann Svali minn þurfi nýjan fóðuraðila, þar sem að nágrannaerjur eru komnar í gang hjá þeim sem er með hann. Er þetta sorglegt þar sem vel gekk með hann þar sem hann er og ég treysti manneskjunni sem er með hann 100%. Ætli þetta geri ekki það að verkum að ég auglýsi hann til sölu erlendis fyrr en áætlað er og reyni að sjá til þess að hann fari bara úr landi fyrir áramót. Hann á það svo skilið karlinn að fara annaðhvort í vinnu sem hæfir honum, eða að halda áfram sýningarferlinum sínum. Enda orðinn Íslenskur, Moldóvískur, Búlgarskur og Ukraínskur meistari nú þegar. Alþjóðameistaratitillinn er líka í vinnslu, á bara eftir að staðfesta hann þar sem hann er búinn að vinna hann sér inn fyrir löngu.
Ég treysti mér bara ekki til að vera með hann, bæði vegna þess að þegar tíkur lóða, tryllist hann og þjáist á meðan. Líka vegna þess að ef við værum með hann, gætum við ekki hugsað okkur að láta hann frá okkur aftur og ekki er á dagskrá að vera með fleiri hunda, gelda hann, eða Afríku, og setja hann í helgan stein. Værum við að gera hundinum grikk bara með því. Úff, þvílík vandræði bara því þetta er ekki bara smá pössun sem um er að ræða og mikið flakk á hundinum gerir honum heldur engan greiða, þó að hann hafi sýnt það að hann þolir það vel. Jæja, læt eina mynd inn af honum flakka með. Ætla að reyna að sofa og hvílast fyrir morgundaginn, nóg að gera og gaman að því...Góða nótt
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að heyra af góðum degi, en ekki láta símtalið skyggja á þennan fyrsta vinnudag. Verðum við ekki bara að trúa því að þetta endi vel og farsæl lausn finnist?
Sofðu vel og hafðu það yndislegt. Góða nótt
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:29
Vonandi leysist þetta... Góðan daginn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.9.2007 kl. 09:22
Alltaf gaman að eiga góðan dag! Leiðinlegt að heyra með þetta vesen, vonandi rætist úr.
Eigðu góðan dag og takk fyrir leiðbeiningarnar í kringum gotið hjá Perlu, það var ómetanlegt
Huld S. Ringsted, 9.9.2007 kl. 12:26
Já, nú eru uppi hugmyndir hjá barnsföður mínum að taka hann með sér í vinnuna. Það hjálpar til þannig séð í millitíðinni. En satt er það, þetta reddast allt á endanum. Minnsta mál með leiðbeiningarnar, hóaðu bara ef þig vantar fleiri upplýsingar. Góðan daginn allir saman, sömuleiðis og eigið þið vonandi öll gott kvöld, ég er farin að vinna...
Bjarndís Helena Mitchell, 9.9.2007 kl. 15:10
Hæ, og góðan dag. Voandi reddast allt með hundinn. Gaman hvað vinnan er skemmtilegt. Eigðu góða vinnuviku ljúfust.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 18:16
Takk fyrir daginn í gær Baddý mín, gott að hann nýttist þér vel.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.