7.9.2007 | 21:45
Batnaðartímar og batnaðarráð.....
Já, gleðin er búin að vera við völd hér síðan fyrir kl. 7 í morgun. Litli sjálfstæðismaðurinn minn kom til mín í morgun og knúsaði mig fast og innilega og sagði mér í óspurðum fréttum að hann hafi sofið mjög vel í nótt!
Bjó hann um rúmið sitt af alúð og er búinn að ákveða allskonar reglur um nýja herbergið sitt og umgengni þess. Litli kútur er líka búinn að vera í englagír, vill endilega þjóna mömmu sinni við hvert tækifæri og gerir sitt besta til að vera vandvirkur í öllu sem hann gerir. Hann er svo mikið krútt að mér vöknar um augun bara. Hann er núna að læra skrift, við nýja skrifborðið sitt.
Elsti strákurinn minn er búinn að fá vinnu í bænum, með skóla og vona ég að hann standi sig vel þar, ásamt því að standa sig í náminu líka. Kemur í ljós...
Miðju strákurinn minn er búinn að vera lasinn, mömmu sinni til samlætis, en er á batavegi loksins, eins og ég. Þannig að núna fara hlutirnir að komast á rétt ról aftur upp úr þessu.
Ég fór með hundana í bólusetningu gegn Lifrarbólgu og Kennelhósta í dag. Var ég búin að bíða eftir færi á að gera það, þar sem slíka bólusetningu hefur vantað í ein 4 ár hérlendis, og lifrarbólgu faraldur í gangi á milli hunda. Mikið er ég fegin að vera búin að því loksins.
Síðan skellti ég mér á læknavaktina sjálf, hér á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vantaði mig lyfseðil fyrir nýja "hættu að reykja" meðalinu, ásamt því að panta blóðprufubeiðni til að kanna langtímasykurinn, kólesterólið og þvíumlíkt. Nú á sko að taka sykursýkina fyrir og alvarlega, ásamt því að takast það loksins að hætta að reykja! Ég er ekki búin að vera nærri því nógu dugleg að sinna minni eigin heilsu og heilsubrest undanfarið, og nú skal bæta úr því. Nóg er að hjá mér að ég skuli ekki reyna að bjarga því sem bjargað verður almennilega. Spark í rassinn á sjálfa mig með það.
Það er Rallý í vinnunni á morgun, svo út að borða um kvöldið. Nóg að gera og gaman að því.
Hafið það gott elskurnar, og vil ég óska Huld góðs gengis með Perlu sína, sem er komin að goti og sennilega verður fæðingin í nótt hjá henni. Mundu, ég er með símann hjá mér.....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að eiga ljúfan dag. Kúturinn alveg að standa sig. Vertu nú góð við sjálfa þig og hættu að reykja, hugsaðu bara um að eignast góða heilsu. Hafðu það gott um helgin dúllan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 23:49
kvitt takk fyrir kveðjuna í dag Baddý min.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.