6.9.2007 | 19:48
Gleðisending á réttum tíma.......
Jæja, þá komu nýju herbergishúsgögnin við mikinn fögnuð þess yngsta! Mikið er minn ánægður núna, og finnst mikið til koma. Enda má það alveg, þetta eru virkilega flott húsgögn, þó notuð séu.
Það leit ekki vel út með að við næðum að sækja þetta, þar sem þetta var í Grindavík og erfitt að finna sendibílaþjónustu hér á Suðurnesjum. Ég var búin að hringja út um allt, gat ekki fengið leigðan bíl í kvöld, og var farin að hringja í Greiðabíla í Rvk. En svo vel vildi til að konan sem seldi mér húsgögnin þekkti vel sendibílstjóra úr Grindavík og hann reddaði málunum bara í einum grænum hvelli. Ég þurfti ekki einu sinni að mæta á staðinn til að borga konunni, heldur sá hann um það líka. Að sjálfsögðu greiddi ég honum svo fyrir eftir á, þegar hann kom með herlegheitin til okkar. Þetta kalla ég sko þjónustu!
Þegar betur var að gáð, varð hinu rúminu ekki við bjargandi, það var svo illa brotið. Þannig að núna bíður það bara eftir ferð á haugana.
Jæja, ég er enn lasin, hnerra, hósta og snýti mér á víxl, ætli þetta sé ekki bara haustflensan, það virðist allavega vera fleiri en ég að hrynja niður úr þessu. En vonandi er það versta afstaðið og að leiðin héðan er upp bara....Ég er bara fegin að hafa ekki þurft að fara neitt til að redda herberginu hjá stráknum. Hafið það gott, gott fólk....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldeilis fínt herbergið hjá stráksa, vonandi brýtur hann ekki meia á næstunni. Batakveðjur til þín skottið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 19:54
Vá! flott húsgögn. Enn og aftur - láttu þér batna dúllan mín
Huld S. Ringsted, 6.9.2007 kl. 19:55
Takk, við erum voða ánægð með þetta. Takk aftur er að vinna í því að batna.
Bjarndís Helena Mitchell, 6.9.2007 kl. 20:03
Rosalega falleg húsgögn. Til hamingju með það og láttu þér batna stelpa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 23:14
Knúsímús... batn fyrir laugardaginn mín kæra. Engin afföll... hóst, hnerr... bara verður að bíða fram á sunnudag..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:58
Svo ég komi nú að öðru, hún Perla mín er eitthvað voða óróleg og másar mikið.
Huld S. Ringsted, 7.9.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.