Takk fyrir ráðin...

Takk fyrir öll ráðin elskurnar, ég er búin að reyna að fara eftir þessu öllu eins best ég get, en ætla ekki að fara í bæinn að versla allt þetta inn að svo stöddu.

Já, frúin er búin að standa í ströngu við að leita að öllu eða hverju sem er, í skápunum sínum til að prófa öll þessi góðu ráð frá ykkur, því nú dugar ekkert annað en bati og það strax! Ég er búin að taka lýsisperlur og C vítamín, á ekki sólhatt og hvar á Íslandi finn ég ólívulauf Guðrún? Búin að leita dyrum og dyngjum að Lemon Zinger tei, en fann bara Wild Berry Zinger, á ekki hunang þannig að nú sit ég með venjulegt svart te, með hrásykri og mjólk, og svo Wildberry Zinger með agave sírópi út í. Engiferrótin mín er orðin uppþornuð og skorpin, þannig að hún lenti í ruslinu, en er búin að fá mér hrökkbrauð með mexícó osti, fyrir piparinn. Á ekki sítrónu að svo stöddu en grunar að C vítamínið hafi tekið þann þátt að sér.....

Þetta kemur bráðum....en takk takk fyrir mig. Ég er að springa núna..... Sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hurðu Baddý, er ekki c vítamínið þitt örugglega 1000 mgr? Það er ekkert að virka nema það sé 1000. ath. það.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Jú, ég reyndar byrjaði á að taka Latabæjar C-vítamín, sem er bara 50 mg, en fann svo freyðitöflur með 1000mg C og 10 mg Zinc. Fékk mér líka svoleiðis með klaka. Vonandi kemur þetta núna, ég er ekki beint frýnileg eins og er. Miðjugrísinn minn líka lasinn, þannig að við höldum hvoru öðru félagsskap á meðan....

Bjarndís Helena Mitchell, 6.9.2007 kl. 14:20

3 identicon

Baddý, Ólivulaufin færðu í hylkjum í apoteki eða heilsubúðinni í bænum. Fínt að athuga það, þau svínvirka get ég sagt þér

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:20

4 identicon

Vá, þú endar uppi svo hraust að þú slærð íþróttaálfinum við.

Lemon Zinger fæst í Krónunni og líka í Hagkaup. Frábært te.

Gangi þér svo best í baráttunni við kvef og flensu púkann.

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband