Gefin loforð...

Kistan hennar TengdóFannar Dór Þar sem ég lofaði Ragnheiði að setja inn mynd af kistunni hennar tengdó, stend ég hér með við það. Hin myndin er af syni mínum sem tókst að brjóta rúmið sitt fyrir viku!

Já, það er með sanni aldrei lognmolla á þessu heimili. Hann er ekki fyrsti sonurinn sem brýtur húsgögn, grallaragormurinn. En rúmið sem um ræðir er drasl, þó það hafi verið keypt nýtt í rúmfatalagernum á sínum tíma. Það er hægt að laga það, en mér brást þolinmæðin og gerði mér lítið fyrir og pantaði húsgagnasett í herbergið hans í dag.

Já, nú á sko að flikka upp á herbergið hans og hann fær allt í stíl. Rúm með höfuð og fótagafli, á höfuðgaflinum er hilla fyrir dót (vonandi hættir hann að sofa með dótið í rúminu hjá sér) og skúffur undir fyrir hvaðeina, náttborð, hillueining, skrifborð og stóll. Allt notað að vísu, og keypt á sínum tíma í Ameríkunni. Mér sýnist á myndum að þetta sé massívt og eigi ekki að skemmast svo glatt. Vonandi stenst það. En þetta er fallegt og hæfir vel strák á hans aldri.

Þegar samningum var náð í dag í gegn um tölvuna, sýndi ég honum myndirnar af þessu öllu og sendi hann í herbergið sitt að laga til, fara í gegn um allt og henda draslinu. Mikið svakalega var strákurinn duglegur, gerði þetta á mettíma, og það vel aldrei þessu vant Whistling LOL, núna hlakkar mínum ekkert smá til að fá þetta, vonandi annað kvöld.

Ekki það að húsgagnakaup hafi verið á dagskrá, ég hef í raun alls ekki efni á því. En þetta er fjárfesting, og loksins fær hann herbergi sem hæfir honum, er í stíl og vonandi fær hann til að bera virðingu fyrir dótinu sínu. 

Svo bjó ég til umbunarkerfi fyrir hann með heimanámið sitt í dag. Límmiði fyrir hvern dag sem hann klárar að læra. Gerði ég þetta meira til að tryggja að hann læri viljugur, þá sérstaklega ef ég er ekki heima til að minna á, því stundum gleymist þetta. Vonandi virkar það lengur en í einn mánuð...

Líðanin mín er ekki nógu góð. Ég er nánast búin með tvær eldhúsrúllur í dag, hósta, hnerra og snýti mér á 5 mínútna fresti og er örugglega með rautt nef og hitavellu líka. Ég vonast eftir kraftaverki í nótt, svo að ég geti hjálpað til með kynningarbás á morgun fyrir vinnuna. Það er alltaf ömurlegt að geta ekki staðið við gefin loforð....ég er ekki vön því. Að vísu er ég heldur ekki vön því að fá pest ofan í pest undanfarin ár, en ég fæ greinilega ekki að ráða í þetta skiptið..

Nú hlýtur mér að fara að batna, nota bara secretið á þetta og kem fyrir í hugarkolli mínum myndum af mér fullfrískri í góðu skapi og glöð með allt.......þetta hlýtur að koma núna...Góða nótt, eða dag eða góðar stundir....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég finn til með þér í þessari pesti þinni, aldrei gaman af svona pestarskít, vonandi fer þér að batna.

Huld S. Ringsted, 6.9.2007 kl. 09:54

2 identicon

BAddý, farðu út í apótek, keyptu þér C1000 og lýsistöflur. Ég var svona eins og þú í fyrra, alltaf hor og leiðindi. Tók mig reyndar rúmann mánuð að ná þessu úr mér og hef verið fín síðan, enda tek þetta enn þann dag í dag. Og LÁTTU ÞÉR BATNA.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 10:08

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Takk fyrir að minna mig á þetta. Búin að taka bæði Omega 3 perlur og tvöfaldan skammt af Cvítamíni. Á meðan ég á þetta til þá tek ég þetta.

Bjarndís Helena Mitchell, 6.9.2007 kl. 10:43

4 identicon

Hæ hæ.

Ohh, það er svo leiðinlegt að vera lengi lasin, kannast við það. Það verður allt tvöfalt erfiðara að gera og manni finnst ekkert ganga. Við erum líka að breyta herberginu hennar Sunnu. Hana langaði í tvöfalt hátt rúm eins og Ikea selur og vorum við svo heppin að geta keypt svoleiðis af vinkonu okkar á góðu verði. Herbergið Sunnu er svo lítið að með háa rúminu getur hún haft lítinn sófa undir og þannig fengið meira útur herberginu. En hún þarf núna að flokka dótið sitt og láta frá sér heilan helling, það gengur frekar hægt því daman er búin að leggja ástfóstur við allt sem hún á. En herbergið verður flott þegar það er tilbúið, nýmálað, nýtt rúm og parket á gólfinu og fleira nýtt. En svona er það að búa í litlu húsi, maður verður að nýta hvern sentímetra af kostgæfni.

Farðu vel með þig Baddý mín. Prufaðu að fá þér Lemon Zinger te frá Celestial, það virkar mjög vel. Ég byrjaði að drekka þetta te fyrir ári síðan og hefur það hjálpað mér mjög vel heilsulega. Það bæði gefur manni orku og heldur kvefi frá.

Minningargreinin um tengdamömmu þína er bæði vel skrifuð og skemmtileg, þú ert góður penni. Hún hefur verið kjarnakona.

Líði ykkur öllum sem allra best, kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:18

5 identicon

Sólhattur og nægur svefn.. olivulauf gera líka kraftaverk.

batnaðarstraumar.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:21

6 identicon

Bestu heilsukveðjur og knús til þín!

Brytja engiferrót og sjóða í vatni dável, hella í glas og blanda með hunangi, smá slettu af sítrónu og til að styrkja enn betur: smá Cayennepipar út í.

Ég lýg því ekki: þetta er frábær drykkur fyrir pestir!


Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:31

7 identicon

Smá innlegg í heilsubankann á eftir hinum öllum.hehehe. Búst á morgnana allann ársins hring hálf dolla skyr drykkur, hálft glas af vatni, einn banani, eitt vænt glas af blönduðum frystum berjum, allt maukað í blender og drukkið í einum teyg þetta er besta vítamín bomba sem finnst og hvað ég hef bara ekki fengið kvef síðan í jan 2006...baddý mín prófaðu bara llt þetta sem komið er hér á síðuna og ég er viss um að þú verður í mesta fjörinu á laugardagskveldið nk...Kv. från Stockholm

Hulda (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband