Selfosslögreglan með eigin verklagsreglur.....!?!

Tekið af www.hundaspjall.is :

Lögreglan á Selfossi lét aflífa hundinn Neo laugardaginn 18. ágúst síðastliðinn en Neo slapp frá eigendum sínum föstudaginn 17. ágúst. Í DV í dag er viðtal við Steinberg Arnarson, eiganda hundsins sem segir Neo aldrei hafa gert neinum neitt og að hann hafi verið góður hundur.

Mikil sorg er á heimilinu og þá sérstaklega hjá börnum hans enda missirinn mikill. Hann er forviða á ákvörðun lögreglunnar að láta lóga hundinum en hundurinn klóraði konu sem hafði reynt að ná honum skv. lögreglunni á Selfossi.

Steinberg Arnarson hafði samband við lögregluna á Selfossi um leið og ljóst var að hundurinn væri týndur. Þeir sögðust ekki hafa fengið neinar ábendingar um lausan hund og skildi þá Steinberg eftir nafn og númer sitt svo lögreglan gæti haft samband ef þeir myndu finna hundinn.

Steinberg hélt leitinni áfram um nóttina en hún bar engan árangur. Daginn eftir hefur hann aftur samband við lögregluna á Selfossi og spyr um hundinn....lögreglan spurði hvernig hundurinn liti út og eigandinn lýsti honum ítarlega. Þá var honum sagt að lögreglan hafi farið með hundinn um morguninn og látið lóga honum.

Ástæðan? Hundurinn hafði elt einhverja tík inn í garð...eigandi tíkarinn reyndi að koma ól á hundinn en hundurinn þráast við sem endaði með smá klóri á hendi konunnar...

Niðurstaðan? Hundinum var lógað án þess að reynt væri að hafa upp á eigandanum...sem í þessu tilviki er ekki erfitt þar sem hann kom á lögreglustöðina daginn áður og lýsti eftir honum.

Ég legg til að allir hundaeigendur og allir dýravinir sendi lögreglunni á Selfossi póst þar sem þessi ákvörðun þeirra er fordæmd. Veffangið hjá yfirlögregluþjóninum á Selfossi, sem ber ábyrgð á þessu, er thorgoli@tmd.is en sá heitir Þorgrímur Óli Sigurðsson.

 

Öss og svei, ég held að Selfosslögreglan ætti að fá alvarlega yfirhalningu á verklagsreglum sínum hið snarasta! Varla telst í lagi að vinna eftir sínum eigin geðþótta samanborið þvagleggsmálið nýlega! Í Reykjavík er a.m.k. vika gefin áður en hundum í vörslu hundafangara og vistaðir á Leirum, aflífaðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli maður verði ekki að fara að læðast með veggjum hér í bæ.?  Ég þori orðið varla að opna munninn á almannafæri. Ljótt að lóga blessaðri skepnunni, hundar meiga nú klóra ef að þeim er vegið af ókunnugum.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér vantar mjög á nærgætni við eigenda hundsins.

Hundar sem tilkynnt hefur verið um, að hafi sloppið ú rgæslu, fara nánast ekki í geymslu að Leirum.  AÐ vísu hefur komið fyrir, ða ákveðin taugaveiklun vegna hunda sem hafðir haf verið í bandi og vegfarendur kvartað, hafi verið teknir jafnvel þó svo að um hafi verið að ræða utanbæjarhunda.

Við hundaeigendur erum flestir að passa okkur á, að dýrin okkar valdi ekki ónæði eða óþarfa hræðslu.  Þó svo, að oftar en ekki sé um algerlega óþarfa móðursýki að ræða að okkar áliti.

Svo er margt sinni ð sem skinnið.

Miðbæjaríhaldið

stoltur ,,eigandi" Schefertíkur

Bjarni Kjartansson, 30.8.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var að lesa um þetta í DV og mér finnst þetta óhugnanlegt, kannski hefði maður skilið þetta ef hundurinn hefði bitið. Og af hverju var ekki haft samband við eigandann, hann var nýbúinn að vera hjá löggunni þegar hundurinn fannst, ég hafði nú á orði þegar ég las þetta að Selfoss löggan væri bara alveg að meika það þessa dagana!!

Huld S. Ringsted, 30.8.2007 kl. 12:17

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég gleymdi að segja þér frá því að við fórum með Perlu til dýralæknis í morgun, bara svona til að láta kíkja á hana, og lækni var svona rosa ánægður með hana, hún væri bara flott og allt greinilega bara í góðum gír og hughreysti okkur með því að hún væri örugglega ekki með fleiri en 3-4 hvolpa. Ráðlagði okkur svo með mataræði og við keyptum einhverja þurrmjólk til að eiga. Svo endaði hún á því að láta okkur fá númer sem við gætum hringt í ef að eitthvað væri ekki í lagi. Vildi bara leyfa þér að fylgjast með

Huld S. Ringsted, 30.8.2007 kl. 12:37

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Takk Huld mín, það er gott að sjá. Allt komið í orden...hlakka til að fá frekari fréttir af dömunni þegar ég kem aftur að norðan.....hafðu það gott á meðan.

Bjarndís Helena Mitchell, 30.8.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 34053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband