Bara hálf sagan sögð...

Þó að ég sé á móti lausagöngu hunda, og tel að ábyrgir hundaeigendur eigi aldrei að gera slíkt viljandi, þá er þessi nálgun á þessari frétt röng.  Stóri hundurinn sem um ræðir í þessu tilviki var í göngu með eiganda sínum, þó taumlaus væri, og er allt annar hlutur en "lausaganga" hunda í mínum huga. Eigandinn var með í för og kom konunni til aðstoðar, bauðst til að greiða með dýralæknakostnaðinn fyrir hundinn, og hefur sennilega ekki áttað sig á því að konan væri mikið slösuð þar sem hún bar sig vel og afþakkaði sjúkrabíl. Þó ég þekki ekki til, þá er ég viss um að hundeigandinn í þessu tilfelli sé miður sín og muni sennilega ekki endurtaka þann leik að fara með hundinn í göngutúr taumlausan í þéttbýli.

En að gefa það í skyn að um væri að ræða hund í "lausagöngu" finnst mér rangt, því að fréttin fjallar um lausagöngu hunda, sem vaða um allt eftirlits og ábyrgðarlaust og geta valdið mönnum, dýrum og eignum tjóni. Þá er eigandinn hvergi sjáanlegur til að bera ábyrgð og koma stjórn á eigið dýr!

Æ, ég veit að hvorutveggja heitir lausaganga, en samt það er munur í innhaldi þessarar fréttar og finnst mér vegið að hundeigandanum í þessu tilfelli, rangt að hengja bakara fyrir smið....

Þetta er siðlaust-súmím0069783

 


mbl.is Mest kvartað undan hundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lausir hundar, hvort sem þeir eru með eiganda eða ekki eru algjörlega óþolandi... Svo einfalt er það bara, að það er fulllt af fólki út um allan bæ sem einfaldlega hræðist hunda og það eitt að sjá hund lausann við hlið einganda síns er nóg til þess að virkileg hræða þá. Lausaganga og lausaganga, það er enignn munur, þetta er bara ótillitsemi og ekkert annað

Sigurjón Arnarson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 08:49

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það eru bara reglur sem segja að hundar megi ekki ganga lausir. Hvort sem það er undir eftirliti eiganda eða ekki. Og þó hundar séu orðnir mjög þjálfaðir og fari aldrei frá eiganda þá er í eðli þeirra að vilja hafa samskipti við aðra hunda bæði góð og slæm og því geta þeir allir einhverntíma rokið frá eiganda.

Það er eins gott fyrir fólk að fara eftir þeim reglum sem settar eru því annars endar þetta með því að við hin sem förum að reglum missum leyfi fyrir okkar hundum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.8.2007 kl. 09:02

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég skal alveg samþykkja það að ekki er líðandi að leyfa sér að vera með hund lausan í þéttbýli þó að maður sé með í ferð. En samt finnst mér vera stór munur á því broti og að hreinlega hleypa hundi sínum út, ábyrgðarlaust og hleypa honum svo inn aftur ef og þegar hann birtist heim. Skeyta engu um það hvað hann gerir í ferðinni og sleppa við að þrífa upp eftir hann. Hvorutveggja er brot það er alveg ljóst, en samt finnst mér hitt vera langtum verra. Að það sé hin raunverulega "lausaganga".

Bjarndís Helena Mitchell, 30.8.2007 kl. 09:08

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú það má taka undir þetta hjá þér að það er stigsmunur á lausagöngu og ganga laus með eigandum. Það fyrra er náttúrulega algjörlega út í hött. EN hitt getur skapað þessa hættu sem gerðist í Mosfellsbæ. Enda ef fólk vill láta hundinn ganga lausan með sér eru fullt af stöðum einmitt utan þéttbýlis þar sem hægt er að leyfa þeim að labba með lausum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.8.2007 kl. 09:35

5 identicon

Ég skil þitt sjónarmið að lausaganga sé þegar hundum er hleypt út einum til að gera sínar þarfir og svo geta þeir farið á flakk öðrum til ama og óánægju. En hitt er líka rétt að hundar eiga aldrei að vera lausir við hlið eiganda sinna. Kubbur okkar er aldrei laus þegar við förum með hann út, hann tæki bara á rás og mér er ekki sama þegar ég er með hann úti og sé í fjarlægð lausann hund þó hann sé með eiganda sínum á gangi. Hundafjölskylda í hverfinu mínu er oft með hundanna sína lausa úti með sér og stærsti og elsti hundurinn þeirra þolir ekki Kubb. Ósjálfrátt hef ég þess vegna dregið úr því að fara með hann út að labba af ótta við að hinn sé laus úti. Bíð ekki í það hvað gæti skeð ef þeir mætast. Tek ekki þann séns. 

Kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:49

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, Nína mín, ég er líka alfarið á móti því að fólk sé að stunda þetta í þéttbýli. Ég er líka hlynnt því að þetta sé leyfilegt á grænum svæðum, eða í móanum, fjarri byggð. Ég fer aldrei með mína hunda út taumlausa, sleppi þeim frekar þegar í móann er komið eða á afgirtum svæðum þar sem það má. Það sem ég var að reyna að gera er að sýna smá skilning gagnvart hundaeigandanum sem um ræðir í fréttinni. Áður hefur komið í ljós að hann hafi gert allt í sínu valdi til að aðstoða, honum hefur eflaust sjálfum verið brugðið og er eflaust búinn að læra af reynslunni. Finnst mér óþarfi að tengja hann og þetta atvik, við alvarlegri brot eins og hin tegundin af þeim sem vísað er í, í fréttinni. Það hefði mátt hafa meiri aðgát. Vildi bara benda á muninn, hversu klaufalega sem ég kom því frá mér....

Bjarndís Helena Mitchell, 30.8.2007 kl. 10:09

7 Smámynd: Gunnar Kr.


Þú getur ekki skilgreint orðið „lausaganga“ eins og þér þóknast, þótt þú sért hundakona, kæra Bjarndís. Annaðhvort gengur hundurinn „laus“ eða hann er í „taumi“. Sá er munurinn. Hvort eigandinn er nálægt, eða ekki, skiptir engu máli ef hundurinn er laus. Það er ólöglegt. Eigendur hafa ekki allir stjórn á lausum hundum sínum, ef eitthvað fangar athygli greyjanna, svo sem annar hundur, hlaupandi köttur eða annað.

Ef hundurinn er „laus“ og með hugann við eitthvað sem fangaði athygli hans, getur eigandinn ekkert gert fyrr en hann nær athygli hundsins síns. Ef hann er aftur á móti með hann í „taumi“, (eins og á að vera), þá getur hann a.m.k. komið í veg fyrir bit, meiðingar og jafnvel aftöku, eins og hefur gerst þegar „laus“ Doberman hundur (með eigandann hlaupandi á eftir sér) beit smáhund nánast í tvennt, fyrir nokkrum árum.

Gunnar Kr., 31.8.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 34053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband