One of those days....

Hvar finnið þið myndir stelpur, til að setja inn á bloggið? Mér finnst alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað sjónrænt með í færslunum, en nenni tæplega að pósta mynd af mér, innpakkaða í teppi og lít út eins og ég hafi verið á kojufylleríi í tvo mánuði! Hefði langað til að finna viðeigandi skopmynd svona til að lýsa hvernig mér líður. En hvað um það, þessi eftir hæfileikaríka gelgjugrísinn minn verður að duga: m0069783 

Var þetta mynd sem hann hannaði á kort fyrir Trygg, hagsmunasamtök hundaeigenda á sínum tíma. Var hugsað að þetta væri góð áminning fyrir fólk, og gott að eiga til nokkur svona kort, til að skella inn um póstlúguna hjá fólki sem þekkt væri fyrir að senda hunda sína út í lausagöngu og opna svo fyrir þeim þegar þeir birtust aftur, án þess að hirða upp skítinn eða um það sem þeir væru að bardúsa einir og sér. Líka til að geta rétt slugsum ásamt kúkapoka, þegar sæist til þeirra labba burt frá sönnunargögnunum.  Ég þoli ekki óábyrga hundaeigendur, og kúkurinn frá hundum er bæði sóðaskapur og heilsuspillandi fyrir einmitt ástsælu gæludýrin okkar. En þetta er annar kapítuli en það sem ég ætlaði að blogga um.....(upplýsingar um smitsjúkdóma og smithættu voru svo á hinni hliðinni, til að fræða þessa slugsa aðeins um skaðann sem kúkurinn veldur)

Þetta er bara einn af þessum dögum, ég lasin, og þá þarf allt að ske til að gera mér lífið auðveldara, eða þannig hehehe.......

Vaknaði í morgun og leið eins og járnbrautalest hafi rutt sér göng niður hálsinn á mér (að innanverðu), bara til að vera með smá drama í lýsingunni... heimilishjálpin á leiðinni og allt á hvolfi og vaskurinn að yfirfyllast síðan í gærkvöldi, eftir gourmet kokk kvöldsins. Ég staulast á lappir, og átta mig á því að ég hafi svitnað fyrir heila fótboltadeild í nótt og að sængin mín yrði að vera þvegin í hvelli. Fer að taka til og byrja á því að þrífa skítinn eftir hundana úti, og á leiðinni að tunnunni, beint fyrir framan útidyrnar mínar, er rusl! Heimilissorp út um allt, á víð og dreif, og ekki um að villast að þetta var sorpið frá mínu eigin heimili!! Oj! Þá hafði strákurinn minn sett ruslið út fyrir í gær, án þess að nenna alla leið að tunnunni, og bara gleymt því svo.Devil Síðan hefur einhver lausagöngu hundur hverfissins (og hér er allt of algengt að fólk sendi hundana út einum og sjálfum)  og fundið einhverja spennandi lykt, og voila, ég fékk glaðninginn.

Ekki nóg með það, heldur að um leið og ég kem inn aftur eftir þrifin á þessu, fer Sauda að upphækkuðu matardöllunum og fær sér vatn að drekka, nema það að um leið og ég sá það og ætlaði að hlaupa til í bjargvættis tilraun, þá hvolfdi hún úr báðum döllunum, vatn og matur út um allt, flóð bara. Devil Þá hafði strákurinn samviskusamlega gefið hundunum nýtt vatn, en gleymt því að við setjum vatnið á gólfið, en ekki í statífið, þar sem Sauda hvolfir því, og Afríka sullar í því. Arrgh!

Ég fór á fullt að þrífa þetta upp, vaska upp svo að heimilishjálpin geti komist að vatni til að skúra með og púla, allan tímann eins og slytti og pælandi í því að það væri bara of mikið púl að vera með svona hjálp ef því væri að skipta.

En svo eftir góðan tebolla, hjálpin komin og farin og allt orðið hreint og fínt, hundarnir búnir að koma og kúra og ég búin að hvílast smá undir teppi, þar sem sængin er núna í þurrkaranum, þá er allt orðið gott og þess virði til að hafa þetta svona bara.

Úff, meira bullið í manni, tuð og púst og ekki heil brú í þessu bara....sængin er tilbúin, ég er farin að svitna undir henni aftur í stólnum mínum....Bið að heilsa ykkur í bili, ég finn ég er að batna....smá.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hérna er t.d ein  þú gúgglar bara og lætur leita í myndum og kóperar svo.

Huld S. Ringsted, 29.8.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu þér batna.  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 15:24

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 15:34

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sé að þú ert búin að fá góðar ráðleggingar til að finna myndir. Bara skrifa nóg af leitarorðum t.d. "sick woman funny picture" þá kemur nú ýmislegt í ljós.  Sé þig í anda í dag með vatn út um allt, þú lasin og allt í messi, bara skondið ! svona kemur stundum allt í einu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 16:04

5 identicon

Eyjalýsi er besti kosturinn!

Gordon (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 18:45

6 identicon

Það liggur við að maður hnerri þegar maður les þetta.   Láttu þér batna Baddý mín,  Knús á þig í flensunni

Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:05

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Dæs...... sumir dagar.  Nú vænti ég þess að þú fáir þér vænan slurk af lýsi og vaknir eldhress á morgun. 

Anna Einarsdóttir, 29.8.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 34053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband