28.8.2007 | 16:05
Hálsbólga og hósti...
Æ, ég á pínu bágt í dag bara. Er með hálsbólgu sem enn á eftir að ná hápunktinum, höfuðverk líka og hósta. Grátkirtlarnir mínir virðast stíflaðir eftir minningarorð um tengdó heitna, sem ég var að pikka inn í nótt. Ég gat ekki varist því að tárast þegar ég var að skrifa um hana.
Haldinn var fjölskyldufundur í gærkvöldi, um gömlu konuna og hennar óskir og ráðstafanir fyrir útförina. Verður þetta allt gert í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ferðalag norður á dagskrá í þessari viku og hundapössun aðalvandamálið með það. En því er reddað og Saudu litlu líka.
Ég vona bara að ég sé ekki að fá flensuna, eins og mér líður núna. Æ, ég má eiginlega ekki við því í dag.
Jæja, ég ætla að hvíla mig núna, og reyna að ná þessu úr mér. Annars verð ég bara að hafa samband við Böddu til að fá uppskriftina að ógeðisdrykknum hennar.
Ég verð hress og komin á ról seinna. Sjáumst
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Farðu bara vel með þig elskan. Ég varð aldrei mjög veik af þessu, en þetta er búið að loða við mig í rúma viku. Gott að gráta yfir fallegum minningum. Gangi ykkur vel í því sem framundan er.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 16:08
Samúðarknús frá mér. Drekktu ógeðisdrykkinn til vonar og vara.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 16:12
Láttu þér batna og samúðarknús líka frá mér.
Huld S. Ringsted, 28.8.2007 kl. 16:15
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.