27.8.2007 | 15:43
Að hjálpa tík í goti....

Fæðing hvolpa er mismunandi milli tegunda, en grundvallaratriðin eru þau sömu hjá öllum. Um það bil 6-12 klukkustundum fyrir fæðingu, gæti tíkin byrja að skjálfa, ganga um golf, og mása. Hún gæti skokkað um taugaspennt eða klórað í gólfið, hún getur einnig haft falskar hríðir, og leitað af bæli. Ef að tíkin byrjar að búa sér til bæli og koma sér fyrir annarstaðar, og vill ekki vera í hvolpakassanum, leyfðu henni það. Komdu þá fyrir handklæðum og dagblöðum þar sem hún er og jafnvel færðu hvolpakassann nær tíkinni. Þegar hvolparnir eru komnir í heiminn getur þú fært þá í hvolpakassann, sem hvetur þá mömmuna til að færa sig líka.
Neyðartilfelli
Flestar hvolpafæðingar ganga vel fyrir sig. Erfiðleikar við fæðingu eru algengastar hjá smáhundum og tegundum með stutt trýni og breiðan haus (t.d. Bulldog). Tíkur af þessum tegundum gætu þurft að gangast undir keisaraskurð ef að hvolparnir komast ekki í gegn á eðlilegan hátt.
Fylgst þú með þessum hættumerkjum og brestu við þegar í stað.
· Dökkgrænn eða dökkbrúnn litur á útferð.
· Slæm lykt af úrferðinni
· Miklar blæðingar frá fæðingarvegi.
· Hvolpur er ekki fæddur 2 1/2 klukkustundum eftir að hríðir hefjast.
· Ef tíkin hefur verið að rembast án þess að nokkuð skeður í meira en 1 klukkutíma.
· Tíkin er veikburða, óróleg, eirðarlaus og taugaveikluð, og sýnir merki þess að hún sé kvalin.
· Tíkin byrjar að skjálfa, hristast og æla dögum eða vikum eftir fæðingu.
· Engin merki um væntanlegt got þegar að meðgangan er orðin lengri en 65 dagar.
· Öll frávik frá eðlilegri fæðingu hvolpa, ætti að vera tilkynnt til dýralæknis.
Ef að tíkin sýnir einhverja þessara merja, eða þegar þér finnst eitthvað ekki vera eðlileg, hafðu þá samband við dýralækni tafarlaust.
Fæðingarhríðir
Hríðirnar skiptast í þrjú mismunandi stig.
Stig 1 byrjar með fyrstu samdráttum legsins og endar þegar legið er algjörlega opið og tilbúið fyrir hvolpana til að komast út í gegnum fæðingarveginn. Eigendurnir geta yfirleitt ekki séð samdrættina, en tíkin gæti stunið, verið óróleg, kastað upp, og misst matarlyst. Stig 1 getur staðið yfir í 6-24 tíma. Best er að halda umhverfinu rólegu fyrir tíkina svo að það sé ekkert sem æsir hana.
Stig 2 og 3 sveiflast sín á milli. Stig 2 endar með fæðingu hvolps, þar sem að stig 3 aftur á móti, endar með útkomu fylgju hvolpsins. Það gæti liðið fimmtán mínútur til fjögurra klukkutíma, á milli fæðingu eins hvolps og fylgju hans, þar til að sá næsti kemur í heiminn. Þú ættir ekki að vera áhyggjufull(ur) nema að hvolpur komi ekki í heiminn, eftir lengri tíma en 4 klukkutíma, eða ef tíkin hefur rembst mikið til að fæða hvolp í lengur en 30 mínútur, án árangurs. Hafðu tafarlaust samband við dýralækninn eða slíkt skeður.
Þeir eru að koma í heiminn!
Nýbakaða móðirin ætti að þrífa hvern einasta hvolp leið og hann fæðist. Þá fjarlægir hún fósturhimnuna, þurrkar vætuna af hverjum hvolpi, og örvar hann til þess að anda. Þetta örvar einnig eðlishvöt móðurina til að hlynna að hvolpunum. Móðirin étur yfirleitt fylgju hvolpana, það er eðlilegt. U.þ.b. 40% hvolpa sem fæðast, snúa öfugt, þá koma afturfæturnir fyrst. Það er ekki vandamál nema að móðirin rembist gegndarlaust með litlum breytingu á stöðu hvolpsins.
Ef að hvolpur situr fastur í fæðingarvegi náðu þá taki á honum með hreinu handklæði. Togaðu hvolpinn jafnt og þétt niður á við. Togaðu þangað til hvolpurinn er kominn út.
Nýfæddu hvolparnir
Gert er ráð fyrir að móðirin hafi hreinsað himnuna af hvolpunum og bitið naflastrenginn í sundur. Hvolpurinn ætti að vera hreinn og þurr innan við mínútu eftir að hann fæðist.
Sumar tíkur snúa sér ekki að nýfæddum hvolpi. Ef tíkin þrífur ekki sjálf himnuna af hvolpunum, aðstoðaðu hana þá. Byrjaðu að fjarlægja himnuna sem umliggur höfuðið. Fjarlægðu þar næst það sem eftir er að himnunni, láttu himnuna hanga á naflastrengnum (ekki tosa í hann). Þurrkaðu nú burt vökva úr munni og nefi. Nuddaðu hvolpinn rösklega til að koma öndun af stað. Athugaðu alltaf eftir því hvort hvolpurinn andar eðlilega. Ef að hvolpurinn andar ekki en, lyftu honum þá í höfuðhæð og sveiflaðu höndunum niður að gólfi, endurtaktu þetta nokkrum sinnum, og nuddaðu hann rösklega. Bittu þráð utan um naflastrenginn u.þ.b. 2 sm frá búknum, klipptu á naflastrenginn rétt utan við þráðinn.
Hitatæki eða ofn ætti að vera nálægt kassanum, þar sem að nýfæddir hvolpar geta ekki stjórna líkamshita sínum vel. Hitinn í hvolpaherberginu ætti að vera í kringum 30 til 32 gráður á celsíus á fyrstu vikunum í lífi hvolpanna og smám saman ætti að minnka hitann í 24° á næstu 3 vikum. Upplagt rakastig í hvolpakassanum ætti að vera 55-60%. Dragsúr ætti að forðast.
Mjög fljótlega eftir fæðingu ættu hvolparnir að byrja að sjúga spena móður sinnar. Nýfæddir hvolpar hafa mjög lágan orkuforða, svo þeir verða að fá ferska mjólk frá móðurinni. þar að auki, þar sem að fá mótefni berast frá móður í hvolpana með blóðinu í gegnum fylgjuna fyrir fæðingu, verða hvolparnir að fá verndun og mótefni úr móðurmjólkinni. Hins vegar ef hvolparnir láta ekki ofan í sig mjólkina innan 12-16 tíma eftir fæðingu, verða hvolparnir berskjaldaðari gegn sýkingum, þar til að þeir geta framleitt þeirra eigin mótefni eftir 4 vikna aldurinn.
Hvolpar fæðast blindir og heyrnalausir. Þeir fá sjón og heyrn eftir 12. daga. Fyrstu 3 vikurnar nærast hvolparnir eingöngu á tíkarmjólkinni.
Móðirin þarf líka ást
Móðirin þarf athygli og umhyggja líka. Talaðu við dýralækninn um matarræði tíkarinnar. Lærðu að athuga mjólkurkirtlana, athugaðu ummerki um sársauka, bólgu eða sárindi. Athugaðu hvort að losun, blóð eða vond lykt kemur frá kynfærunum. Takmarkaðu heimsóknir og meðhöndlun nýfæddra hvolpa þar til þeir eru nokkra vikna gamlir. Haltu hvolpakassanum hreinum og skiptu um handklæði og dagblöð. Ráðlegt er að mæla tíkina reglulega í 7-10 daga eftir að hún gýtur. Hitinn gæti stigið lítillega upp, ef hann er meiri en örfáar kommur, hafið þá samband við dýralækni.
Að lokum, gangi ykkur allt í haginn og endilega vertu í bandi ef það er eitthvað meira sem þig vantar að vita, ég get ekki lofað að koma norður til þín en vertu með neyðarnúmer vakthafandi dýralæknis við hendina. Ekki hika við að hringja í dýralækninn ef þér finnst ástæða til.
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ástarþakkir fyrir þetta, þú ert æðisleg. Auðvitað hefði ég átt að fatta það að spyrja þig ráða!! ég er sko búin að prenta færsluna þína.
Knús og kossar 
Huld S. Ringsted, 27.8.2007 kl. 16:46
Jahérna hér, hér er maður bara að læra !!! Þú ert greinilega vön gotum.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 17:47
LOL, nei ekki beinlínis vön. Hef verið hundaljósa 3x, en óneitanlega hef ég alist upp með hundum og upplifað got áður. Samt er þessi texti "stolinn" af annari síðu, ekki mín eigin ritsmíð, en ég vissi hvert ætti að leita
Verði þér og Perlu að góðu, vonandi nýtist þetta eitthvað, Huld mín. Þetta var minnsta málið.
Bjarndís Helena Mitchell, 27.8.2007 kl. 17:53
Alltaf gott að fræðast þó svo ég eigi ekki von á að taka á móti hvolpum, en maður veit jú aldrei.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 20:49
þetta er athygglisvert .. gott að vita ef að manni dettur í hug að láta Bombu eignast hvolpa
Margrét M, 28.8.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.