Nóg að gera í rólegheitunum....

Ég má þakka fyrir það að skólarnir skikki ekki foreldra til að kaupa handa börnum sínum fiðlur fyrir skyldutónlistarnámið. Ég er hlynnt tónlist, ekki misskilja mig, en þegar mígrenihöfuðverkur er að angra mann, og 6 ára gormur er að blása í blokkflautu, í einum tón eins og mest hann getur, þá langar manni óneitanlega til að henda þessu dóti í ruslið!! Nei, ég er stillt, lofa. Búin að taka verkjatöflur og aldrei þessu vant virkuðu þær fyrir rest. En ég myndi leggja mikið á mig til að mótmæla skyldu fiðlunámi, ef því væri að skipta. Eins og hvað fallega spiluð fiðlu tónlist, synfóníur og klassísk tónlist getur verið falleg, ef hljómlistarmennirnir eru vel æfðir og lærðir. Þá getur surgið og veinið í 6 ára höndum verið óþolandi, smýgur inn í merg og bein. Uss, ég má þakka fyrir margt. Blokkflautan er bara smámál og sætti ég mig við hana bara. Fiðlan verður einfaldlega ekki í boði á mínu heimili. (ég held ég þurfi heldur ekki að hafa áhyggjur af því)

En dagurinn í dag er búinn að vera ágætur svosem. Vaknaði eldsnemma og fór bara að taka til, þvo þvott, vaska upp, ryksuga og miðju strákurinn minn skúraði fyrir mig. Litli hljóp ófáar ferðir út í tunnu með rusl og sá elsti fékk að sjá um klósettþrifin. Nóg að gera. Alveg þangað til að ég neyddist til að taka verkjó og leggja mig.

Ég er búin að vera að dúlla mér í tölvunni, eldaði einhvern pasta rétt í matinn, tók á móti Saudu úr heimsókninni sinni og var mjög ánægð með að heyra hversu vel gekk með hana þar. Chiquita fór í sýningarþjálfun með sýnandanum sínum, gestir komu og fóru í dag. Lánaði bolla af sykri. Litli fékk að fara í bíó með vini sínum og nágranna.  Síminn hringdi ófáum sinnum og allt gengur sinn vanagang.

Nú fer ég á eftir að skutla elsta til Reykjavíkur, það er skóli hjá honum á morgun.

Ég er að átta mig á því hvað það er sem mér finnst vanta, þetta er búið að vera svo rólegt, auðvelt og stressfrítt heimilishald núna undanfarið. Ég er ekki lengur með 5 hunda! Afríka og Chiquita eru bara fínar, hvolpurinn hinn rólegasti og þó að þær séu þrjár, þá er álagið ekki í neinu lagi líkt og þegar fleiri eru á heimilinu. Útlitið er fyrir að veturinn verði viðráðanlegur, rólegur og vonandi í jafnvægi. Allavega er sú tilfinning í dag, ætli ég verði ekki að sjá til þegar ég áætla að vera með tvö got í einu í vetur, hvort að líf og fjör verði ekki komið í kotið þá! Sjáum til.

En ég fagna því að ráða við daginn í dag. Allir aðrir eru frískir, friður ríkir og allt gengur sinn vanagang. Svo kemur meira í ljós á morgun með jarðarförina hennar tengdó, ferðalag norður vegna þess og hvað við þurfum að gera. En það er á morgun. Í dag leikur allt í lyndi, og það er gott. Er á meðan það er...... 

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rétt hjá þér mín kæra, er á meðan er, njóta stundarinnar.  Eigðu góða viku og ég vona að allt gangi vel. 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 34099

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband