25.8.2007 | 20:52
Gleðin tekur völdin á ný....
Ég vaknaði í morgun og var léttari en í gær. Þetta er allt að koma. Það var virkilega gaman að fylgjast með Saudu í PAT prófinu sínu í dag. Hún hafði aldrei farið út um aðaldyrnar, aldrei farið í bíl og var komin á algerlega ókunnan stað, þar sem alveg ókunnug manneskja tók sig til við að leika við hana. Markvisst og skrá niður viðbrögðin hennar.
Litla dúllan stóð sig eins og hetja. Tikkað var í alla viðeigandi reiti og niðurstaðan er að hún er fullkominn heimilis og fjölskylduhundur. Ekki dominerandi, ekki hrædd, ekki með veiðieðli og mun láta köttinn á heimilinu í friði, mun ekki bíta frá sér og ekki eigna sér dót krakkanna með valdi. Ég er svo ánægð með niðurstöðuna að ég gæti grátið. Svei mér þá. Ég set inn nokkrar myndir frá í dag hér fyrir neðan.
Þetta er allavega til þess að ég þori að para Svala og Afríku aftur og fá þá eitt almennilegt got, áður en Afríka sest í helgan stein frá ræktun. Ég ætla nefnilega ekki að hella mér út í hundarækt á fullu. En þau eru það verðug og flott og góð og fín að það á alveg rétt á sér að fjölga um nokkra svona hunda í viðbót hér á þessu skeri. Svo fer daman að sjálfsögðu í alvöru skapgerðarmat þegar hún hefur aldur til. En þá verður Afríka sest í helgan stein, þannig að gott er að sjá núna þessar niðurstöður.
Sorgin í dag er í bland við gleði líka hér á bæ, því að stóra systir yngsta sjálfstæðismannsins míns, á afmæli í dag. Fékk hún gjöfina frá okkur í gær. En í dag fékk hún aðra gjöf líka, litla frænku. Fæddist lítil frænka í morgun í fjölskyldunni, lítill gleðigjafi akkúrat á réttum tíma. Þannig að sorgin frá í gær er alls ekki svo sár lengur.
Í tilefni dagsins var eldað íslenskt fjallalambalæri að hætti hússins. Nammi namm, ég er að springa. Brúnaðar kartöflur, sósa og grænmeti með. Lambið bráðnaði upp í okkur. Tengdó var svo mikil matmanneskja, eins og ég, að þegar sonur hennar og ég vorum nýbyrjuð saman átti hún það til að hringja í mig til að kanna hvað ég væri með í matinn. Vildi hún fullvissa sig um að hann fengi nógu gott að borða hjá mér. Það leið ekki langur tími áður en hún hætti því, en fann önnur tilefni til að hafa samband. Hún þurfti engar áhyggjur að hafa, ég kunni að elda. Kannski skrifa ég m
eira um hana seinna.
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 34099
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krúttleg tengdamamma. Mikið gott að heyra hvað gekk vel með voff voff
til hamingju með viðbótina í fjölskylduna og svo er BANNAÐ að tala um svona góðan mat, ég fæ vatn í munninn 
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2007 kl. 22:08
Gott að þú sért að taka gleði þína á ný, mín "gamla, kæra" vinkona.
Ég man frá hér áður fyrr hvað þér líkaði ávallt vel við tengdó þína. Frábært hvað gekk vel með hana Saudu og hvað hundarnir þínir eru góðir. Kubbur er líka yndislegur og gengur mjög vel með hann. Ertu búin að skoða "extreem makeover" myndirnar af honum hjá mér? Hann fór í hundagæslu á meðan við vorum úti og kom lífsreyndur og þroskaður hundur til baka. Ég mæli með Voffaborg í Víðidalnum, mjög góð umönnum þar.
Skilaðu kærri kveðju til Halla og strákanna.
Kær kveðja úr Grafarvoginum.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:49
Knús til þín
Huld S. Ringsted, 26.8.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.