24.8.2007 | 18:13
Allt að ske......
Dagurinn í dag er svolítið einkennilegur. Þegar strákarnir voru farnir í skólann í morgun lék allt í lyndi, í svona 20 mínútur. Þá hringdi skólastjórinn til að láta mig vita stöðu mála með slagsmálahundana síðan í gær. Allt komið í farveg. Á meðan kemur barnsfaðir minn inn, með hangandi haus. Móðir hans andaðist í morgun. Var hún búin að berjast við veruleg veikindi allt þetta ár, búin að vera algjör hetja. En þessi kvenskörungur kvaddi þennan heim um 7 leytið í morgun. Vonandi líður henni betur núna, verkjalaus og búin að endurheimta sjónina aftur. Jarðarförin verður næstu helgi.
Húsið er búið að vera fullt af ættingjum og ungmennum í allan dag. Eru hér enn. Lífið heldur áfram og ekki gefst tími til að staldra við og hugsa um gömlu konuna. Miðju strákurinn minn kom heim úr skólanum, alveg eins og hann á að sér að vera. Engir eftirmálar, engin slagsmál, en óneitanlega miður sín yfir þeirri "ömmu" sinni sem hann þekkti best. Ég sótti elsta gaurinn í bæinn í dag líka. Yngsti sjálfstæðismaðurinn minn er í afmæli núna og veit ekkert um þetta ennþá. Ég hafði það ekki í mér að segja honum frá þessu fyrir afmælið. Vildi frekar leyfa honum að njóta þess, nægur tími gefst á eftir til að tala við hann um þetta.
Nú þarf ég að fara að elda mat handa fullu húsi, og hef mig varla í það. Ég á ekki nóg til, og bara hef ekki stoppað í allan dag, hvað þá að tími hafi gefist til að versla inn. Uss, ég bý bara til það sem er til og það verður bara að duga. Mér líður hálf einkennilega, vantar smá næði til að gráta, en get það ekki. Því er ég að stelast hér til að fá smá næði. Pústa smá.
Svo er smá vesen með hvolpinn. Eða réttara sagt, vesen og ekki vesen. Málið er að búið var að ákveða að framkvæma PAT test, hvolpaskapgerðarmat sem á að ske þessa helgi. Ég var líka búin að lofa nýju eigendum hennar að fá hana í heimsókn yfir eina nótt, til að leyfa henni að kynnast nýja heimilinu, áður en hræðslutímabilið hefst á 8 viku. Ég var að fá mail frá konunni sem framkvæmir þetta mat, og hún upplýsti mig um það að þegar þetta próf er tekið, þá á það að gerast á nýjum stað, í fyrsta sinn sem hún fer á nýjan stað, þannig að upplifunin hennar sé alveg ný og hvolpurinn er ekki búin að upplifa akkúrat þetta áður. Þá vandast málin, því prófið á að fara fram á nákvæmlega 49 degi, en á morgun er 48 dagur og átti hún að fara þá í heimsóknina. Flókið ég veit. Nú bíð ég eftir svari frá þessari góðu konu, um það hvort að ekki sé í lagi að flýta fyrir þessu prófi um einn dag og gera það þá heima hjá nýju eigendunum hennar í fyrsta skiptið sem hún kemur þangað. Ég vona bara að þetta sé hægt, að ekki þurfi að fresta áætluninni þeirra vegna, og að prófinu verði rétt að staðið líka. Ég vil engan svíkja, engin vonbrigði valda. Úfff. Það er erfitt að bíða og vera með hugann við þetta akkúrat í dag. En Sauda er algjör dúlla, blíðan er að koma svo mikið fram í dag og hún sest svo oft niður og horfir skáhallt á mig, eins og hún skynji svo margt. Ég er með smá sting í hjartanu þegar ég hugsa til þess að bráðum fari hún frá okkur. Hún er svo mikið krútt.
Jæja, best að reyna að sulla einhverju matarkyns saman, áður en ég þarf að ná í yngsta gaur og segja honum fréttirnar. Meira seinna... Herði upp hugann og blikka tárin í burt.....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samhryggist ykkur vegna andláts tengdamömmu þinnar. Vona að hunda málin gangi upp og þú gangir ekki fram af þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:32
Takk fyrir það. Hundamálin ganga upp og allt er komið í réttar skorður. Ég veit þá allavega hvað ég verð að gera á morgun. Erfiðara var að útskýra fyrir 6 ára dreng að amma hans væri farin. Hann spyr svo margar erfiðar spurningar, tárast og vill skilja þetta allt. En hann er sterkur og hlýr og virkilega góður drengur. Situr núna í fanginu á pabba sínum og kúrar. Ég sé það núna hversu gott það var að hafa alla krakkana hér í dag. Hélt uppi samhug og jákvæðni þrátt fyrir allt. Við erum heppin. Ég bakaði 3 skúffur af kanilsnúðum í dag og eldaði eitthvað hakksull í matinn og hafði bara pakkamús með. Það var gott að borða mat, þó að lystin hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég hugsa að ég taki þetta bara einn dag í einu í bili. Ekki annað hægt. Enda þótti mér ótrúlega vænt um konuna og mun aldrei gleyma henni og hennar karakter. Hún var stórkostleg.
Bjarndís Helena Mitchell, 24.8.2007 kl. 22:06
Kæra fjölskylda.
Sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls móður Halla, tengdamóður og ömmu.
Baddý, farðu nú vel með þig og bakið þitt svo þú ofreynir þig ekki.
Kærar kveðjur frá fjölskyldunni úr Grafarvoginum.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:20
Lífið getur stundum verið svo óréttlátt. Bestu kveðjur til ykkar allra og megi allt það góða í heimi hér vaka yfir ykkur og vernda tengdamóðkir þína.
Langar að senda þér og fjölskyldunni kveðju með mínu bænum. Það sem ég sendi þér er úr bókinni Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran, í þýðingu Gunnars Dal.
"Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið.
Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.
Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn."
SPÁMAÐURINN Kahlil Gibran
Berglind (ókunnug) (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:42
Ég samhryggist þér mín kæra, þetta er svo erfitt
Ragnheiður , 24.8.2007 kl. 23:32
Ég samhryggist þér kæra bloggvinkona, vertu dugleg að leita eftir hjálp þegar svona margt fólk er að sækja ykkur heim. Fólkið vill fá að hjálpa en við þurfum að læra að láta vita að við ráðum kannski ekki við þetta allt og getum þegið smáhjálp
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 00:07
Ég samhryggist þér
Huld S. Ringsted, 25.8.2007 kl. 10:50
Knús til þín.
Anna Einarsdóttir, 25.8.2007 kl. 11:22
Knús og farðu vel með þig. Það er alltof mikið að gera hjá þér vúman
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 11:46
Baddý, hugsaðu nú einu sinni um sjálfan þig. Af hverju pantaðir þú ekki bara pizzu á allt liðið í stað þessa að standa í eldamennsku sem getur verið ömurleg þegar manni líður illa. En ég samhryggist þér v/tengdó. Farðu vel með þig. Knús og faðmlag.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.