Fyrsti skóladagur og þá byrjar fjörið.......!!!

100_0470100_0471

Já, mér var óneitanlega brugðið þegar miðju strákurinn minn kom heim úr skólanum í dag! Hann var barinn í dag!! Er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur svona heim, og er þetta fyrsti dagurinn í skólanum!! Sagan er á þann veg að sonur minn og vinur hans voru að fíflast í tíma, þegar kennarinn hafði brugðið sér frá. Vinurinn sagði að hann væri sætari en minn strákur. Þetta var góðlátlegt grín þeirra á milli og svaraði minn: "já, en ég er flottari en þú!". Þá var nýr nemandi í bekknum sem skipti sér af og sagði þá báða vera ljóta. Strákurinn minn segir þá við hann: "já já, við erum ljótir, en ekki eins ljótir og þú!". Skipti þá engum togum en að strákurinn réðist á minn strák, sem varði sig, náði hálsataki á honum og hélt honum föstum. Bað hann vini sína að ná í kennarann, en sleppti honum svo rétt áður en kennarinn kom.

Svo á stoppistöðinni á leiðinni heim réðust umræddur drengur og einn annar á minn strák. Felldu hann, héldu honum föstum og lúskruðu á honum. Spörkuðu í hann, tróðu skóm sínum í andlitið á honum og lömdu. Hann er með skófar á öxlinni, bólgið nef, hruflaður út um allt og rauður. Hér sjást nokkrar myndir af þessu. Mest fann hann þó til í stóru tá, og fór ég með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lét taka mynd af henni (ekki brotin), gera áverkavottorð og svona. Ég er búin að tala við skólastjórann, sem sagði mér að það væri mitt að meta hvort að ég ætti að kæra til lögreglu. En skólinn myndi tala við foreldra og þeir yrðu teknir fyrir hjá skólastjóra á morgun.

Nú veit ég ekki mitt rjúkandi ráð. Strákurinn minn hefur aldrei verið slagsmálahundur, en ég vil fyrir alla muni koma í veg fyrir að þetta verði eitthvað vandamál framvegis. Á ég að kæra? Ekki kæra? Hann er ekki stórslasaður, en það sér á honum núna, ef ég kæri ekki, verður þetta vandamál þá til þess að vinda upp á sig og versna? Ef ég kæri, verður það þá til þess að málið vindi upp á sig og versni? Hefur einhver reynslu af svona?? Öll góð ráð vel þegin....

Ein í sjokki! 100_0472


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærðu ef hjarta þitt segir þér svo.  Þegar minn var í 9 unda bekk þá kærði ég ekki fyrr en hann var barinn í þriðja skiptið, fyrsta árásin var þó lang ljótust, eftir að ég kærði hætti þetta.  Skil sjokkið,  ég var eins og ljón í búri þegar ég fékk minn í hendurnar alblóðugan á sokkaleistunum heim, hafði gengið í kulda og snjó yfir hraunið og heim í Norðurbæ. Þetta var hræðilegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 17:37

2 identicon

Ég myndi kæra, get ekki betur séð að hann hafi talsverða áverka, mar og sár. Taktu strax hart á þessu, sumir krakkar og foreldrar þeirra skilja stundum ekki annað.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:55

3 identicon

Kæra og það af fullri hörku. Svona krakkagrísir þurfa stundum að fá skell, og því fyrr því betra. Ojjjj hvað þetta eru ljótir krakkar. Knúsaðu strákinn frá mér, þennann ljúfa bangsimon sem gerir ekki flugu mein.  Aumingja kallinn.   Það ætti að taka svona krakka og rasskella þau.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er vandmeðfarið mál en það virðist sem þeir hafi setið fyrir honum svo ég held að það borgi sig að kæra. Þetta eru greinilega vandamálahundar svo það er spurning hvort það hafi nokkuð upp á sig að skólastjóri tali við foreldra þeirra. Mín reynsla af svona hundum er að foreldrum þeirra er nákvæmlega sama (að sjálfsögðu ekki algilt) en það var mín reynsla þegar dóttir mín var lögð í einelti (ofbeldi) fyrir austan, þar reyndi skólastjóri margoft að tala við foreldra en eftir hvert skipti þá versnaði eineltið. Talaðu við lögguna, þú þarft ekki að leggja fram formlega kæru fyrr en þú ert búin að heyra hvað þeir segja um málið, þeir fá svona mál oft upp á borð til sín. Gangi þér vel og leyfðu okkur að fylgjast með.

Huld S. Ringsted, 23.8.2007 kl. 19:22

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Takk allir. Ég er búin að ræða þetta við hann og ef eitthvað skeður á morgun í skólanum, förum við beint á lögreglustöðina eftir skóla. Hann vill mæta fyrst í skólann á morgun og sjá til hvernig þetta fer. Hann vill sjálfur gefa sjéns. Ég virði það við hann. Sem betur fer er hann ekki hvekktur, allavega ekki sjáanlega. Hann segist bara ætla að vera tilbúinn ef það verður stokkið á hann aftur. Ég hef mínar áhyggjur af því líka! En ég er búin að lofa því að kæra ekki fyrr en eftir morgundaginn og leyfa honum að sjá til. Hann er ekki hefnigjarn, þannig að ég veit að hann gerir ekkert að fyrra bragði, og hann er búinn að lofa því að ögra ekki þessum dreng neitt heldur. Ég vona bara að hann standi við það. Ég læt ykkur vita hvernig fer.. takk fyrir ráðin, ég sé pínulítið eftir því að hafa ekki bara farið beint á lögreglustöðina eftir spítalann, en jæja sjáum til...

Bjarndís Helena Mitchell, 23.8.2007 kl. 19:46

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kem ansi seint inn í þessa umræðu en ég er þeirrar skoðunar að maður eigi aldrei að láta ofbeldi liggja á milli hluta í þeirri von að það lagist af sjálfu sér.  Þetta er refsivert athæfi og hefði getað endað mun verr.  Mín skoðun:  Kæra.

Baráttukveðjur til stkáksa

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 22:06

7 identicon

Ljótt að heyra og sjá, Baddý.

Hrikalegt hvað það er orðið stutt í ofbeldið í dag. Ég veit ekki hvað á að ráðleggja þér að gera. Er ekki ferlið í svona málum þannig að fyrst tekur skólinn á þessu og ræðir við foreldra drengjanna og ef aftur kemur til átaka þá er kært til lögreglu. Þú getur farið fram á að haldin verður fundur með skólastjórninni og ykkur foreldrunum útaf þessu. Strákurinn þinn þarf svo að passa sig vel á segja sem minnst við ofbeldisseggina.

Skilaðu kærri kveðju til hans frá okkur og gangi ykkur sem allra best í þessu.

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband