Haustrútínan er að komast í gang......

Ég er enn að ná mér eftir helgar ævintýrið. Ég þakka bara fyrir að drekka ekki, því þá hefði ég verið í virkilega vondum málum, held ég. En þetta kemur, smám saman. Þolið mitt til að sitja fyrir framan tölvuna er að aukast aðeins.

Nú er skólaárið að byrja og er ég búin að standa í ströngu við að versla bækur og dót fyrir strákana, ásamt nýja búningnum hjá þeim yngsta. Hans skóli er að taka upp skólabúninga, við mikinn fögnuð drengsins. Ég verð að viðurkenna að þetta verður þægilegt held ég. Ég vona það allavega. En sá yngsti er virkilega glaður með að skólinn sé að byrja og hlakkar ekkert smá til. Þurfti ekki að vekja hann í morgun, ákafinn var svo mikill.

Elsti minn fer í skóla í bænum og á að koma heim um helgar. Hann er ekki sáttur við það, en verður bara að gjöra svo vel ef þetta á að ganga upp. Kauði er búinn að kynnast einhverjum strákum nýlega, sem hann er farinn að umgangast mikið. Ég ætla ekki að dæma þá fyrirfram, en hef samt ónotalega tilfinningu gagnvart þessu öllu saman, sérstaklega þegar minn drengur skilar sér ekki heim nokkra daga í röð, hannar og fær sér tatoo, sem "crew-ið" fær sér líka, og er allt í einu orðinn svo stór karl að öll sumarlaunin hans voru búin áður en hann náði að kaupa skólabækurnar fyrir önnina í skólanum! Eitthvað er brenglað og bogið við þetta allt saman, en kauði er óneitanlega á gelgjunni, og þvílíkri gelgju að það hálfa væri hellingur! Já, ég hef áhyggjur! En vona að hann standi sig núna í skólanum og helst fái sér helgarvinnu og verði upptekinn af henni í vetur, frekar en eitthvað partýstand og vesen.

Það er alltaf gott að láta sig dreyma og vona, en þetta er hans líf, hann verður að bera ábyrgð á því sjálfur og læra að velja rétt. Ég stjórna ekki, þó ég fegin vildi, hans gjörðum. 

Miðjustrákurinn minn lætur ekkert uppi með hvort hann sé ánægður eða ekki um skólann. Þetta er bara svona. Ég þarf að spjalla betur við hann á eftir með það, hvernig þetta leggst í hann í vetur. 

African Sauda er að stækka og eflast endalaust, hún er búin að ná Chiquitu í stærð, á ógnarhraða. Pissar og kúkar stundum úti, stundum inni. Finnst gaman að sitja úti á palli í rigningu og er með SKAP! Hún gefur ekkert eftir í leik, en það fýkur óneitanlega í hana þegar Chiquita og mamma hennar eru saman í því að atast í henni! Þetta er að sjálfsögðu partur af uppeldinu, en manni stendur ekkert alveg á sama, þegar fokið er í litluna. Hún jafnar sig samt alltaf og tekur gleði sína á ný og finnst samt alltaf jafn gaman af því að leika við þær.

Núna, þegar allt kemst í rétt horf, rútínan komin á og heilsan mín í jafnvægi, ætla ég að fara að huga að minni vinnu. Ég þarf að fara að sparka í rassinn á sjálfri mér með það. Kannski fer ég í skóla líka, kemur í ljós.

Mér finnst ég vera hálf dauf, sennilega vegna bakslagsins í bakinu á mér. Þetta minnir mig óneitanlega illþyrmilega á að ég er ekki alveg heil heilsu, hef mín takmörk. Það dregur mann niður, verð að játa það. Enda væri ég svo til í að þurfa ekki að eiga við þetta ástand. En nú er bara málið að bretta upp ermarnar, og halda áfram að berjast. Það þýðir ekkert að væla og ekki ætlunin að gera það. Áfram með smjörið.... Hafið það gott elskurnar, takk fyrir innlitið Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baddý, hvað er sá elsti gamall? Ef þú hefur áhyggjur, þá er eitthvað að,ónotatilfinningin segir oft satt og eins gott að vera á vaktinni. Þessir krakkar geta verið svo áhrifagjörn. Vertu á vaktinni gagnvart honum og vinum hans. Ef hann er orðinn 16-17 ára, þá áttu að láta hann vinna sér sjálfan inn vasapening, en ekki mata hann endalaust. En gangi þér samt vel með þá. Knús til þín

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:31

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, hann er 16 að verða 17 og fær enga vasapeninga frá mér, þarf að borga sjálfur fyrir skólann og eyðilagði fyrir sjálfum sér á sínum tíma með allt sem heitir aðstoð með bílprófið og svona. Hann fær ekki að komast upp með neitt múður, en því er samt ekki þar með sagt að maður hafi yfirumsjón með eða stjórn á þeim sem hann umgengst. Hann er áhrifagjarn með meiru eins og stendur, og er kannski líka sjálfur að sækjast í einhvern sérstakan félagsskap. Þar liggja áhyggjur mínar, þ.e.a.s. í hverskonar félagsskap er minn drengur að sækjast? Kemur bara í ljós.....vandinn er þá hjá honum, ekki vinum hans. Ég vil allavega ekki kenna öðrum um, ef minn drengur gerir eitthvað sem hann ekki ætti að gera, hann ber alla ábyrgð á sjálfum sér og ekki ætla ég að hlífa honum á neinn hátt með það. Vonandi velur hann bara rétt.

Bjarndís Helena Mitchell, 23.8.2007 kl. 16:52

3 identicon

Baddý, þú veist alveg nákvæmlega hvað er í gangi.  Sýnist það vera nokkuð augljóst. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:26

4 identicon

Hæ Baddý.

Slæmt að heyra með þinn elsta. Í hvaða skóla er hann í bænum? Ég er sammála þér með að eldri börnin eiga að bera ábyrgð á sínum gjörðum, við getum hvorki stjórnað þeim né ákveðið hvernig þau eiga að haga sér, það eina sem við getum gert er að leiðbeina þeim eftir bestu getu og vera til staðar þegar þau þufa á okkur að halda. Vonandi  er þetta bara tímabil sem hann er að ganga í gegnum. Þú ert búin að vinna svo vel með hann í gegnum tíðina að ég er sannfærð um að það skilar sér að lokum.

Skilaðu kærri kveðju til hans frá mér og hafið það öll sem best.

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband