20.8.2007 | 21:54
Flikk flakk og heljarstökk.....
Já, það er aldeilis búið að vera fjör hér á þessu heimili. Grillveislan á laugardaginn gekk bara mjög vel, fyrir utan matarfjallið sem eftir var í gær! 40 og eitthvað manns mættu til okkar og úr varð hin mesta skemmtun, krakkarnir úti í garði í leikjum og fullorðna fólkið ýmist inni í eldhúsi, eða úti á palli að fylgjast með grillkjötinu. Ég þarf að læra að áætla rétt fyrir svona boð, ég enda alltaf á alltof miklum mat. Á boðstólum var: lambafillet, lambakótilettur, nautakjöt, babyback svínarif, tiger rækjuspjót, hamborgarar og pylsur með tilheyrandi brauðum og meðlæti, iceberg salat, pasta, grillspjót með forsoðnum nýjum íslenskum kartöflum sveppum og lauk, tómatar, gúrkur, paprika, blómkál, jarðarber, ananas ferskur, vínber, epli, appelsínur, ýmsar tegundir af dressing, nýbökuð snittubrauð og smjör og svo íspinnar í eftirmat fyrir þá sem vildu! Auðvitað voru það bara börnin sem höfðu lyst á því. Allskonar gos var á boðstólum og svo hafði ég varla undan að hella upp á kaffi.
Afhverju er það að flestir hópast alltaf saman inni í eldhúsi, þó að betra pláss er allsstaðar annarsstaðar en akkúrat þar? Allt á hvolfi þar inni, því ekki er hægt að geyma umbúðir og aukaskammta annarsstaðar en þar, en samt fæst fólk varla til að kíkja út, eða inn í stofu! En þetta var gaman. Næst ætla ég að gera matseðil, en skera svo niður um helming áður en ég fer að versla!! Við náum engan veginn að klára allan þennan mat áður en hann skemmist.
Vinnufélagar mínir gáfu okkur kamínu út á pallinn!! Nú get ég framlengt sumrinu mínu svo um munar, og hlýjað mér við opinn eld þegar sólin sest. Þetta er æðislegt bara og þó að mig hafi langað í svona í nokkur ár, hef ég aldrei getað látið það eftir mér. Takk kærlega fyrir okkur, þetta kom virkilega skemmtilega á óvart.
African Sauda naut sín í botn, og ég held að þetta hafi verið hin besta umhverfisþjálfun fyrir hana. Fullt af fólki að klappa henni og knúsa, í allskonar stærðum á allskonar aldri. En hún var verulega þreytt samt eftir daginn. Svaf mikið í gær, en var komin til sjálfrar sín í morgun. Hún er farin að klöngrast sjálf út um hundalúguna til að gera stykkin sín úti, og þó að það séu ennþá pollar hér inni þá er hún samt að læra af hinum hundunum og er farin að fatta það að þetta á að ske úti. Flestir pollarnir sem koma fyrir núna inni, virðast vera "á leiðinni" út.
Diljá mín er komin á nýtt heimili, með því skilyrði að ef þetta gengur ekki upp einhverra hluta vegna, þá fáum við hana til baka. Ég vona bara að framtíðarheimilið sé fundið og að hún fái að njóta sín hjá þeim þar til yfir lýkur. Það góða við þetta er að við fáum að fylgjast vel með, og er ég þakklát fyrir það.
Bakið á mér er búið að vera svo slæmt núna, að ég hef ekki getað setið fyrir framan tölvuna, var í náttfötunum bara í gær, fór aldrei á fætur. Mér leið eins og að ég hafi verið á þvílíku fylleríi, búin að dansa þvílíkt og fara flikk flakk og heljarstökk. Ég haltraði hér um allt og gat eiginlega ekki verið til bara! Það var líka erfitt að hafa sig á fund í morgun og ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að fara bloggrúntinn, en aldrei náð að klára hann. Sum ykkar hafa fengið komment, en ekki allir. Sorry guys, bara komst ekki lengra.
Núna neyðist ég til að pósta þessu inn, en ég get ekki lofað að ég klári rúntinn heldur núna. En þetta kemur. Einhverntímann í vikunni vona ég. Vil ég enda á því að votta Hrossu vinkonu dýpstu samúð mína, ófá tárin hafa runnið niður kinnar mínar síðan í gær. Ég hef ekki getað fundið neitt hughreystandi til að segja heldur, bara getað beðið og vonað að guð gefi henni styrkinn sem óneitanlega þarf á svona stundu. Þið hin hafið líka verið hetjur og fundið öll orðin sem ég gat ekki og hughreyst hana vel og fallega. Ljóðið hennar Ásdísar er líka snilldarsmíð og gæti ekki verið fallegra en það er. En hugurinn er óneitanlega búinn að vera hjá henni og er enn.....
Meira seinna
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Matarfjall eftir og boðið búið, þú hefur ekkert sparað til í matinn.Frábært að vera með kamínu held ég, langar í soleiðiis seinna. Eldhús hafa ótrúlegan sjarma. Vona að bakið skáni, þú ert bara þreytt eftir allt veislustandið. Ég er stundum svona þunn af þreytu þó ekkert sé drukkið. Kveðja á ykkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 11:07
Hurru, áttiru afmæli mín kæra? Hey, þú átt að fara í nálastungu, á ég að gefa þér númer hjá einum góðum? Þú færð þig næstum því góða hjá honum, tveir tímar og þú getur farið þessi flikk flakk og heljarstökkin.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:39
Áttir þú afmæli?? ef svo Til hamingju með daginn! Já það er alveg merkilegt þetta með eldhúspartíin, maður snurfusar allstaðar nema í eldhúsinu og svo hanga alltaf allir þar!
Huld S. Ringsted, 22.8.2007 kl. 00:01
Baddý mín, takk fyrir okkur, við átum á okkur gat og allir vinnumennirnir sömuleiðis, alltaf gott að koma í grill til þín.
Vinnufélagar ?!? HUH ég hélt að við værum vinkonur *blikk* Já það er sko ekkert slor að eiga svona kamínu, ég veit það, mig hefur langað í þetta í mörg ár en ekki tímt að kaupa mér. En ég kem bara á pallinn til þín þegar mér kólnar... ha ha
Knús á þig, ég er loksins flutt og nettengd... og mér sýnist að ekki veit mér af svo ég missi ekki af neinu.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 01:28
LOL, jú víst erum við vinkonur fyrst og fremst! Tók bara svona til orða. En já, kerlingin varð víst 40 fyrr á árinu. Takk takk allir, og Magga, ég þori ekki í nálarstungur, takk samt fyrir gott boð.
Bjarndís Helena Mitchell, 22.8.2007 kl. 11:22
ég má til með að kvitta á síðuna þína ,, það eru svo fallegir snauser hundarnir hjá þér .. ég er með eina 7 mánaða gamla dvergsnauser týk sem heitir Bomba , hún er algört yndi
Margrét M, 22.8.2007 kl. 14:26
Ég er nú búin að vera ótal nálastungum í sumar hjá snillingi norður á Akureyri. Það er ekki sama sem gildir fyrir alla, alls ekki sama hvað er að, ég fékk ekkert út úr þessu. Það verður hver og einn að finna sitt tempó með heilsuna. Skilja eigin líkama og finna út hvað er best.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 23:12
AMEN ÁSDÍS AMEN
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:31
Já, segi það líka amen!. Mitt bakmein verður ekki lagað af nálarstungum. Ég þykist vita það. Enda þegar 4 hryggjarliðir brotna, er lítið sem hægt er að gera til að laga uppistöðuna í líkamanum, og litlar saklausar nálar hafa lítið að segja í þeirri baráttu held ég. En alveg sammála að hver og einn getur fundið sitt eigið tempó og það sem virkar fyrir hann. Hjá mér, er það að reyna að hreyfa mig rólega, ég kalla það að færa mig úr verknum. Hiti, heit böð, ljós, og að forðast að reyna á mig af viti, sitja lengi og vera of mikið fyrir framan tölvuskjáinn. Þannig held ég mér bestri, en virkar ekki alltaf.
Bjarndís Helena Mitchell, 23.8.2007 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.