Allt á floti allsstaðar......

100_0464 (Small)100_0462 (Small) Já, því er ekki að neita að dagurinn hjá mér hefur verið svolítið vatnskenndur, svei mér þá. Ég var búin að ákveða að nýta mér ferð til RVK til fullnustu, þar sem ég átti tíma hjá tannlækni í tékk. (Tennur heilar og fínar ekkert vandamál þar) Fara í Rúmfó og kaupa nógu stórt fat til að marinera eins og einn lambaskrokk eða tvo. Þá var að sjálfsögðu útsala og þar sem að ég var búin að ákveða fyrir löngu að kynna Saudu fyrir vatni, og vatnsleikjum skellti ég mér á flotta vaðlaug með fullt af dóti líka. Auðvitað skemmti hún sér vel, eftir að hún komst yfir fyrsta sjokkið. Ég smellti af fullt af flottum myndum af henni, úti í sólinni í volgu vatninu að skemmta sér. Svo þegar ég ætlaði að hlaða myndunum í tölvuna, vantaði minniskubbinn í vélina!!Aaaarrrggghhh! Þó að daman væri dauðþreytt og loksins þurr aftur, þó að vatnið væri löngu orðið kalt, þó að sólin væri að setjast, þá skellti ég kubbinum í vélina og tók nokkrar myndir, bara til að marka daginn. Ég sleppti því samt að láta hana út í vatnið í það sinnið. En ég bara varð að eiga myndir af þessu síðan í dag, til að marka daginn. Verst að næst verður ekki "fyrsta skiptið" afturFrown

Þá er ég búin með gleðifréttirnar. Vinkona mín, sem er nýflutt í næsta hús, er búin að gera það fokhelt, setja allt nýtt, parket, innréttingar, hurðir, flísar og bara bókstaflega allt. Hún hringdi í mig í ofboði í dag. Allt á floti!!Crying Hún hafði brugðið sér frá í 20 mínútur, og þegar hún kom heim var allt húsið á floti!! Sem betur fer með köldu vatni, en samt, það hefði verið hægt að fara í sundföt og synda bara, þetta var svo mikið. Ég var í gsm símanum þegar hún hringdi, að tala við konu sem vildi fá sjötta hundinn, hana Diljá. Ég skellti á konuna, nánast dónalega, hreytti út úr mér eitthvað um neyðarástand í næsta húsi og flýtti mér með vatnssuguna mína yfir til vinkonu minnar. Þar reyndi ég að berjast gegn náttúruöflunum með henni í dágóða stund, slökkviliðið kom með alvöru græjur, vatnssugan mín var bara písl á móti þessu. En núna er allt ónýtt sem búið er að gera, allavega næstum því. Úff, að hugsa sér, að vera búin að gera þetta allt, smotterí eftir, og svo þarf núna að byrja nánast upp á nýtt! Reyndist þetta vera af völdum vatnsæðar sem sprakk og þrýstingurinn frá henni gerði það að verkum að 5 hús á Suðurnesjum fóru á flot!!

Jæja, nú er ég búin í bakinu mínu og tolli ekki lengi fyrir framan skjáinn. Hægri fótur vill ekki hlýða mér og leyfir mér ekki að stíga í sig. Ég verð að fara og fá mér verkjó, á morgun er síðasti undirbúningsdagurinn fyrir veisluna, og vá, ég á nánast allt eftir!! Uss, bara. Hafið það sem best, ég kíki kannski á eftir, þegar lyfin eru farin að virka, ef ekki, þá er ég sofnuð bara. See ya! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj aumingja vinkona þín,rosalegt að lenda í þessu

Ragnheiður , 16.8.2007 kl. 22:23

2 identicon

Já ég var að koma frá henni og maðurinn minn var nú þarna að hjálpa þeim við að gera upp húsið. Hann fékk næstum tár í augun þegar hann sá hvernig ástandið var þannig að ég get ýmindað mér hvernig henni vinkonu minni líður.  Ferlegt. En sem betur fer þá er hún tryggð þannig að þetta verður allt í lagi. En fúllt samt.


Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hrikalega ergilegt og svekkjandi, fá þau ekki hjálp við að endurgera húsið?? er ekki bærinn bótaskildur.?? vona það þeirra vegna en þetta er samt skelfilega leiðinlegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:58

4 identicon

Hæ hæ

Ohh, það er svo svekkjandi þegar myndatakan tekst ekki og dýrmætar myndir glatast.  Momentið farið.

Leitt að heyra með vinkonu þína, vonandi gengur vel hjá henni að laga allt aftur. Verst að þurfa að gera þetta allt uppá nýtt, það fer svo mikill tími í svona verk.

Bestu kveðjur úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:22

5 identicon

Hei Badds ég er líka búin að kaupa mér svona eldhús á pallinn... Ógesslega tofff... og ekkert smá stórt. Kallinn linnti ekki látum eftir að hann sá flotta grillið ykkar, þannig að það var keypt eitt í dag.  Þér að kenna, sendi þér reikninginn... súmí 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 22:28

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hahahaha, gott hjá ykkur bara, ég bíð bara eftir heimboðinu í grill heima hjá ykkur í nýja húsinu!! Sjáumst á morgun skvís, klæddu þig vel, því það verður skýjað. Ekki verra ef þú getur tekið með þinn eigin stól til að sitja á. LOL djók, bítmí

Bjarndís Helena Mitchell, 18.8.2007 kl. 00:24

7 Smámynd: Ragnheiður

hehe á bara að mæta með mublurnar í garðinn ? Kva ? *djók*

Góða nótt og gott gengi í veisluhöldum

Ragnheiður , 18.8.2007 kl. 00:32

8 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

dí mar, það hefur verið stuð í "sundi" hjá voffa í dag

Bjarney Hallgrímsdóttir, 18.8.2007 kl. 01:07

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er enn allt á floti?????

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband