15.8.2007 | 23:43
Enn og aftur hundadella......
Jæja, þá er mín búin að standa í ströngu síðan í gærkvöldi bara. Ég tók mig til og reytti og snyrti Svala minn niður. Fékk tilheyrandi blöðrur og alles við það. Þreif hér heima í morgun, fór síðan með Svala í fíniseríngu á snyrtistofu og dúllaði mér í mínu framhaldsnámi við að snyrta og reyta Schnauzer hunda. Fór síðan með kappann til fóðuraðilans síns, með tilheyrandi fóðri, taumum, greiðum og bílbelti. Kjaftaði þar í smástund, og lagði af stað heim á leið.
Á leiðinni þurfti ég að koma við í Bónus, og versla í matinn. N.B. í bílnum á leiðinni í bæinn og svo á stofunni og líka á leiðinni heim, stoppaði ekki síminn! Ég dreif mig inn með matinn, skellti skyr, brauð álegg o.fl. á borðið og sagði veskú, og rauk út aftur. Ég var nefnilega búin að gleyma að kaupa eitthvað handa barnsföður mínum í afmælisgjöf. Kauði er nefnilega 45 í dag. Ég út á bensínstöð að kaupa blóm, til að halda andlitinu. Beint heim og þá kom fyrsta heimsókn kvöldsins.
Voru það nýju eigendur Eplisins, nema núna er hún ekki Eplið mitt lengur! Daman er búin að fá svaka flott nafn og er það African Sauda, hvorki meira né minna. Sauda er Swahili fyrir "Dark Beauty" og er vel við hæfi fyrir svarta skeggjaða dömu sem á móður sem heitir Afríka! Ég hefði ekki getað fundið flottara nafn á hana sjálf, þó að ég hafi leitað lengi. Gengið var frá kaupsamningi og allt komið í orden, og verður ekki aftur snúið með það héðan af.
Svo kom önnur heimsókn líka. En í þetta sinnið voru það mæðgur að skoða hana Diljá mína. Verður það mál jafnvel kannað betur á morgun, með hundahittingi og gaman. En eins og áður hefur komið fram, þá er ég að reyna að minnka við mig hundaeign. Þetta er erfitt, en ég hef það af á endanum og ætla að lifa í þeirri trú að ég sé ekki einfær um að eiga, sjá um og ala önn fyrir hundum. Þeir geta alveg haft það gott hjá öðrum líka, þó að ég hafi einu sinni átt þá. En þetta er erfiðasta lexían sem lærist seint. Að treysta öðrum fyrir sínum heittelskuðum.
Kemur í ljós. En ég er hæst ánægð með daginn bara, og vonandi léttir á álaginu á heimilinu í tæka tíð fyrir grillveisluna, og skólann hjá krökkunum í næstu viku. Kominn tími til því undanfarin ár hafa yfirleitt verið 4-5 hundar á heimilinu, og einungis ein tík sem er ekki af risa stórri tegund. Reyndar fer mest fyrir þeirri minnstu, en samt, þetta er vinna og álag sem erfitt er að njóta til fulls, þegar hundarnir yfirgnæfa allt á heimilinu og í lífi manns. Allt er best í hófi, 5 hundar er óhóf, og skal ég alveg viðurkenna það.
En núna er ég þreytt eftir daginn og ætla að fara smá bloggrúnt og svo að sofa. Góða nótt
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega flott nafn á Eplinu, þú átt eftir að sakna þeirra sem fara að heiman, en það er sama. Betra að hafa færri og ná að sinna þeim þannig að maður sé sáttur við allt....ég finn samt til með þér. Skil þig svo vel
Ragnheiður , 16.8.2007 kl. 00:04
Æ mér finnst Eplið svo flott, en hitt er líka flott.
Já ég skil þig vel að vilja fækka hundum. Þetta er auðvitað geðbiluð vinna að vera með 5 stykki.
Til hamingju með kallkvölina, og við sjáumst á Laugardaginn. Hlakka til.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 10:55
Til lukku með kallinn. Sauda er flott fyrir Eplið. Ég held þú verðir að treysta öðrum fyrir dýrunum þínum, þetta er of mikið,þó svo þú værir ekki með nein börn eða kall. Gangi þér vel að finna góða eigendur fyrir þá sem verða að fara. Hver af þeim fer alls ekki?? bara forvitin. Ætla aðeins að leirétta þig með kommentið hjá mér, við erum sko ekkert leiðinda kellingar,heldur flottar kjellur.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 12:07
LOL, já, við erum bara fínar. Afríka mín fer alls ekki og Chiquita ekki heldur. Svali verður vonandi seldur áfram til útlanda, fyrir rest, í von um að halda sýningarferli sínum áfram. Hann er nú þegar búinn að vinna allt sem hann getur hér og synd að láta það vera endalokin á ferlinum hans. Þannig að við stefnum á 2 hunda heimili. Og Svali á heimsyfirráðum, enda undan margverðlaunuðum heimsmeistara!
Bjarndís Helena Mitchell, 16.8.2007 kl. 12:14
AMEN
Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 13:01
Það er með vóffana eins og fótboltann, ég hef lámarksskilning á hundarækt, hundauppeldi og slíku. En mér finnast þeir afskaplega fallegir. Þessi á myndinni líka.
Amen, amen.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 20:14
Allt er best í ´hófi og þá kannski eitthverju góðu hófi
Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.8.2007 kl. 20:25
Úlallala æ lof jú beibí
Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.