Stundum er sjálfstæðinu ofaukið......

Ætli ég hafi ekki verið rifin upp áðan, úr sólbaðinu mínu, við símhringingu! Var þá 6 ára guttinn kominn inn til Keflavíkur í eitthvað skateboardpark þar!! Búinn að fara í strætó og alles í leyfisleysi. Að sjálfsögðu þurfti ég að rjúka á staðinn að sækja kauða, og vin hans á sama aldri. Mamma hans kom með. Við vorum grafalvarlegar við strákana og töluðum yfir hausamótunum á þeim. Þetta mátti sko ekki gera!!!

Svo þegar þeir voru kyrfilega spenntir inni í bíl, stóðum við fyrir utan, snerum í þá baki og reyndum að láta þá ekki sjá að við vorum skellihlæjandi!! Ég nefnilega missti út úr mér að ég hefði gert það sama á þessum aldri, ef því væri að skipta, og hin mamman leit á mig með óborganlegum svip og sagði ámátlega ég líka! Stundum er ekki gott að það sé frítt í strætó, ekki þegar um ævintýragjarna 6 ára gutta er að ræða þ.e.a.s.

Núna eru þeir komnir með það á hreint að það má alls ekki fara í leyfisleysi í strætó. Það bókstaflega verður að spyrja fyrst....

Dagurinn í dag er svona síðasti "afslöppunardagurinn" sem ég mun fá á næstunni. Ég er að skipuleggja 60+ manna grillveislu á laugardaginn og ætlaði að reyna að gera ýmislegt fyrir hana. Guðrún, ég er víst búin að bjóða þér og þínum, og þér er hér með boðið enn og aftur á opinberum vef!!!(Kata hélt að þú vissir þetta ekki) En engin formleg boðskort verða gefin út!

Svo fer ég að huga að vinnunni eftir helgi, verð að fara af stað, þetta gengur ekki til lengdar. 

Meira seinna, ef ég nenni, þarf nefnilega núna að fara að reyta hund/a, nóg að stússa.

Hafið það sem allra best! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Úpps óþægilega sjálfstæðir ungir menn....kannast við svona kauða.

Ragnheiður , 14.8.2007 kl. 17:00

2 identicon

HAHAHHAHAHAHAH!!!  Já ég mæti, jú jú ég vissi af partý en ég var sko ekkert búin að fá formlegt boð. Reyndar hittir þetta akkurat á helgi þar sem við erum að taka við húsinu okkar, þannig að einhver hlaup verða á manni. 

En ég þigg grillmat með þökkum. 

Einhvernvegin grunar mig að barn sem ég þekki ágætlega hafi verið með honum syni þínum í för. Og mig grunar að þeir hafi ætlað að koma við hjá mér

En ég er audda flutt  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvar býrðu aftur?? duglegir drengir með athafnaþrá.  Gangi þér vel með grillveisluna, mér finnst þú mega dugleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 18:33

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég bý í Innri Njarðvík, frábær staður fyrir fjölskyldu og hundafólk. Frítt í strætó fyrir alla og yfirleitt gott bæjarfélag. Svo ég auglýsi aðeins fyrir Reykjanesbæ/Keflavík/Njarðvík.....

Bjarndís Helena Mitchell, 14.8.2007 kl. 18:53

5 identicon

Er komin mynd af kauða á stoppustöðina.??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 21:38

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

kannast við svona sjálfstæða miniútgáfu

Huld S. Ringsted, 14.8.2007 kl. 22:07

7 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Nei, en er alvarlega að íhuga að dreifa myndum til vagnstjóra með yfirskriftinni "Þessi má ekki ferðast með strætó án fylgdar fullorðinna!!" Ætli það sé hægt? LOL

Bjarndís Helena Mitchell, 15.8.2007 kl. 00:44

8 identicon

Hvar ertu kona ?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband