Tyggjóævintýri......

Þar sem margir hafa verið að fjalla um bernskubrek, langaði mig að leggja smá af mörkum. Vandamálið var bara að ákveða hvaða atriði ég ætti svosem að fjalla um. Þó að ég hafi kannski ekki verið mikill villingur (nema kannski stundum) þá á ég líka svosem misskemmtilegar minningar eins og allir aðrir. En, "here goes": Þegar ég var ca 13 ára var ég með spangir. Ekkert svosem óvenjulegt við það, en ég var með teina í neðri góm og svo svaf ég með góm og beisli í efri. Úff, ég man ennþá kvalirnar við þetta á morgnana! Enginn vissi í rauninni að ég væri með spangir, afþví að það glitti lítið sem ekkert í neðri góminn þegar ég talaði og brosti. En, Baddýju litlu þótti nammi afar gott. Karamellur og tyggjó í fyrsta sæti, eða strax á eftir súkkulaði. Að sjálfsögðu mátti ekki vera með nammi, hvað þá tyggjó í skólanum og alls ekki nokkurn tímann á meðan að munnurinn var prýddur rándýrum spöngum! 

Einn daginn var ég í stærðfræðitíma hjá mjög skemmtilegum kennara. Ég var með tyggjó, og var að reyna að tyggja á óáberandi hátt og finna felustaði fyrir tyggjóið, því ekki tímdi ég að henda því. Svo var ég önnum kafin við að reyna að veiða tyggjóræmur úr spöngunum og úps, tungan var allt í einu föst. Mín rauk á salernið og komst að því að tungan var kyrfilega og rækilega krækt í spöngunum og ég gat enganveginn losað hana sjálf. Þetta var hin mesta pína! Að sjálfsögðu henti ég tyggjóinu með því sama og hélt aftur í skólastofuna eins og ekkert væri að. Þá þurftu vinkonur mínar að fara að hvísla að mér einhverri spurningu, og ég gat ekki svarað þeim. Þær litu á mig forviða og ég sá það að eina ráðið til að þagga niður í þeim, væri að sýna þeim bara tunguna í spöngunum. Þær gátu ekki annað en skellt upp úr, og þar með draga að athyglina frá kennaranum! Kennarinn spurði hvað væri eiginlega svona fyndið og vinkonur mínar gátu ekki talað fyrir hlátri, þær flissuðu bara og bentu á mig. Ég náttúrulega blóðroðnaði og reyndi að svara fyrir mig, é feþþi túguna í þböguuum. Ha? hvað segiru, sagði kennarinn. " é feþþi túguna í þböguuum" reyndi ég að segja, og enn var hann með spurningarmerki á andlitinu. Einu sinni enn reyndi ég að segja þetta en kom varla upp hljóði sem greinanlegt væri sem orð, þannig að á endanum stóð ég upp og gekk alveg upp að kennaranum sem var svo steinhissa að svipurinn á honum var óborganlegur. Svo sýndi ég honum tunguna og sagði: "é feþþi túguna í þböguuum"! Það skipti engum togum en að kennarinn sprakk líka úr hlátri og það kveikti ennþá meira upp í vinkonum mínum sem bókstaflega grenjuðu og pissuðu á sig í horninu á skólastofunni. Ég stóð þarna, blóðrauð í framan og leit yfir bekkinn sem var líka farinn að hlæja án þess að vita afhverju. En hlátur er óneitanlega smitandi. 

Ég var send með því sama yfir til tannlæknisins, sem var með stofu í skólanum þarna, en hann var nýfarinn heim. Þá var ég send á skrifstofuna til að láta senda mig með leigubíl til skólatannlæknanna sem voru í þá daga í heilsuverndarstöðinni við Barónstíg. En þegar ég kom á skrifstofuna, gat ritarinn ekki skilið mig og hringdi í kennarann í tíma. Úr varð að vinkona mín ein, var send með mér, til að tala fyrir mig, í leigubíl á stöðina. Það er skemmst frá því að segja að ég fékk mér aldrei tyggjó eða karamellur eftir þetta og forðast ennþá að leggja mér til munns slíkan ófögnuð.

Næstu vikur á eftir þurfti ég að sýna hálfum skólanum að ég væri með spangir! Mér fannst þessi tegund af athygli ekki það skemmtilegasta í heimi....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

LOL! hehehehe æj en neyðarlegt

Ragnheiður , 13.8.2007 kl. 00:12

2 identicon

LOL   Bara þú Baddý mín, Bara þú !!  hahahahahahah

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 09:48

3 identicon

 LOL  hahaha  Ég man eftir þessu Baddý. Ég man líka eftir "kökunni frægu" sem við sulluðum saman heima hjá afa mínum við miklar skammir! Svo þegar við ætluðum að smakka hana hver var þá búinn að klára hana, auðvitað hann afi minn!   (Ég er enn að velta því fyrir mér hvernig hún smakkaðist.)

Frá henni "I´m so sad that I could spring".

Nína Margrét (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 10:20

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahaha ææ neyðarlegt!!!

Huld S. Ringsted, 13.8.2007 kl. 11:40

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég er að reyna að laga þetta hjá mér, en þar sem mig skortir þolinmæði þá gerist það kannski ekki í dag. Þú ert inni á aukasíðunni minni en þar átti einmitt enginn að vera. Það er listi yfir blogg á síðunni minni........ooo ég þoli ekki svona klaufagang

Ragnheiður , 13.8.2007 kl. 14:19

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 16:39

7 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

hahahahahaha

Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.8.2007 kl. 16:49

8 identicon

Þú ert svo mikið sem...Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég

Latte!

og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:00

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið magnað, hefði viljað sjá þetta.  Knús til þín og hundanna 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 21:40

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Settirðu ekki bara óvart inn hundamynd hehehe

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 13:49

11 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, ég reyndi það fyrst, en þá var ekki hægt að finna neinn líkan mér!!! Svo ég varð að smella af sjálfsmynd, í lélegum gæðum og módelið nývaknað og ókembt!! Uss, andlitsföllin á þessu fólki er svo gjörólíkt mínu að ég skil ekki hvernig hægt var að finna þetta út. Ég veit að ég er ekki fríðasta fljóðið í heimi, en kommon, tveir karlar!!! Hneyksl!!

Bjarndís Helena Mitchell, 14.8.2007 kl. 16:44

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha   Frábær saga og það skemmdi ekki fyrir að kennarinn var með svona góðan húmor.

Anna Einarsdóttir, 17.8.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband