Þá er homminn búinn að fríkka frúnna.........

Nei, segi bara svona, en vinur minn kom í heimsókn í dag og litaði á mér hárið og klippti. Þannig að núna er ég orðin fín frú. Þessi öðlingsdrengur er að vísu hommi, búinn að koma út úr skápnum og ég vona að hann erfi það ekki við mig að nefna það hér á blogginu. Blush Hann er bara svo innilega skemmtilegur með því. Veitir líka þessa frábæru þjónustu, því ekki þurfti ég að fara að heiman á stofu, heldur kom stofan bara til mín! Lúxus bara. Unglingurinn fékk líka klippingu og ég hefði alveg getað látið laga hárið á nokkrum í viðbót hér, ef hann hefði haft tíma þ.e.a.s. Verst að hann kann ekki hundasnyrtingu líka bara!

En jæja, þá er ég orðin húsum hæf aftur, var orðin svoddan lubbulína að það hálfa væri hellingur. Gráu hárin orðin vel falin og ég get farið að líta framan í heiminn aftur.

Ég er líka búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór. En það er leyndó eins og er, og það er ekki hárgreiðslutengt, þó ég gæti svosem alveg lagt fyrir mig hárlengingar.....Pinch

Ég saknaði ykkar dúllurnar, þó að ég sé nýbyrjuð að bloggast, þá var bara erfitt að fá ekki að vera í tölvunni mestmegnis af deginum, uss ætli þetta sé ávanabindandi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú alltaf jafn sæt Baddý mín, hvort sem þú ert nýklippt and shining eða lubbalína.

Nú er maður orðin pínku forvitin, "hvað ætlar þú að verða væna þegar þú ert orðin stór?"  eins og sungið var í einhverju lagi hérna áður fyrr. Gott hjá þér að vera búin að ákveða það, ég er enn að bögglast við þá ákvörðun.

Takk fyrir innlitið inná bloggið mitt og takk fyrir góðar kveðjur, ég er sammála þér að hittast í góðu tómi yfir "góðum tebolla" eins og í gömlu góðu daganna.

Hafið það öll sem allra best í Njarðvíkinni, kær kveðja úr Grafarvoginum

Nína Margrét (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

já þetta er ávanabindandi, ættum kannski að stofna bloggmeðferðarheimili!

Huld S. Ringsted, 9.8.2007 kl. 23:26

3 identicon

Farðu strax út og andaðu að þér fersku lofti. Teldu dagana aftur á bak þangað til að þú átt afmæli. Stígu svo tvö skref aftur á bak og reyndu að muna hvað þú gerðir, ef þú getur það, þá þarftu bara að takmarka tímann í 2 tíma á dag, en ef ekki þá skráir þig þú þig inn á bloggferðarheimili Huldar, hún býr held ég á Akureyri, en það er í lagi, þú ert meira en 25 svo þú mátt tjalda í garðinum hjá henni. 

Mundu bara að anda.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 00:20

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL Guðrún, ég held ég bregði mér bara norður í meðferð, svei mér þá. Get ekki einu sinni farið að sofa fyrr en ég sé búin að tékka á blogginu og hvort að eitthvað nýtt hafi bæst við hjá "mínum" bloggvinum Svo ílengist ég hér langt fram á nótt og er hætt að glápa á imbann!! Jæja, nú ætla ég að reyna að fara að sofa......vonandi tekst mér að rífa mig frá núna bráðum. Tomorrow sweethearts

Bjarndís Helena Mitchell, 10.8.2007 kl. 01:07

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

sko þó hún væri á þessum stórhættulega aldri milli 18-23 þá mætti hún samt tjalda hjá mér

Huld S. Ringsted, 10.8.2007 kl. 08:29

6 Smámynd: Ragnheiður

Hey ! hafa pláss fyrir mig líka í garðinum og á kærleiksheimilinu.

Til hamingju með nýja litinn og klippinguna

Ragnheiður , 10.8.2007 kl. 10:18

7 identicon

Ég man ekkert hvenær ég á afmæli *klóríhaus*  held að ég mæti í meðíferð, hjá fru Huld.

Ég man ekkert hvað ég er gömul ..*klórameiraíhaus* En það er víst í lagi  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 10:26

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekkert vont að vera haldinn bloggsíki, það er að seigja ef þú bara passar þig að halda ekki fram hjá mér :):) ég tek alltaf sama rúntinn en af og til detta inn dúllur eins og þú og þér verður ekkert sleppt.  Hafðu það mega gott um helgina. Bæ þe vei fáum við ekki mynd af hárgreiðslunni??

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 13:35

9 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hehe, nei, ég kann ekki að festast á filmu/stafrænan myndkubb, afraksturinn verður alltaf jafn óaðlaðandi! Set kannski inn myndir af hundunum, bara til gamans. En það verður bar seinna í dag. Ég þarf að sinna sitt lítið af hverju fyrst

Bjarndís Helena Mitchell, 10.8.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband