Te tripp til fortíðar....

Eins og margir hafa tekið eftir á eftirnafni mínu, er ég víst blendingur. Pabbi minn er skoti og er ég alin upp á mjög svo breskan hátt, þó ég vilji seint viðurkenna að ég sé ekki íslensk eða haldi ekki í heiðri íslenskri menningu og siði. Aftur á móti hef ég lært að meta hluti líka, sem eru meira breskir, og þar ber að nefna te. Svart, óhollustu, koffeinríkt te, með mjólk og sykri....

En í uppvextinum heima hjá pabba og mömmu, þurfti að halda í suma siði og hefðir sem einkenna t.d. breta. Te, það var í morgunmat, hádegismat, síðdegiskaffi og bara allan daginn. Te býr yfir lækningarmátt alls, er notað við öll tækifæri, yfir skemmtilegu spjalli, við áföll og uppnám, og þegar það þarf að tala alvarlega saman! Það mátti helst ekki vera í pokum, heldur lausate, það þurfti að hita teketilinn fyrst með nýsoðnu vatni og hella því af, rétt áður en teið og vatnið voru sett í hann. Síðan þurfti að bíða í nokkrar mínútur til að teið næði réttum styrkleika. Það mátti ekki nota síu til að taka laufin frá, heldur sukku þau á botninn þegar búið var að hræra sykrinum og mjólkinni saman við. Laufin sátu svo í botninum og vörnuðu því að maður myndi klára hvern dropa, því ekki var gott að fá þau í munninn. Þetta voru vísindi, og ekki mátti flýta fyrir ferlinu á þessu. Te var heilagt! Te var ekki gott, nema bara svona.

Núna er ég þó búin að læra að stytta mér leiðina í þessari tedrykkju, og notast við pokana góðu. Ég á engan teketil sjálf og nenni ekki að reyna að finna lausate í verslunum lengur. Melroses er bara fínt te. Ég verð að viðurkenna að nú til dags drekk ég mun meira kaffi, þó ekki mikið sé en fer í svona nostalgíu ástand þegar ég átta mig á því að mig langar í eins og einn tebolla. Núna sit ég við tölvuna, með tebolla nr. 2 og blogga um það. Uppvaskið liggur óhreyft í vaskinum, allt í drasli á heimilinu, og hér sit ég að blogga með tebollann minn, um tebollann minn og hef mig ekki frá tölvunni....

Skál fyrir því, í tei.Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Skál fyrir því en held mig nú samt aðallega við kaffið, finnst te almennt ekki gott en fæ mér nú stundum te og þá yfirleitt til að laga eitthvern kvilla, hálsbólgukvilla til dæmis best að fá sér einn bolla núna með slatta af hunandi, sítrónusafa, hálsmola og panodil hot, ekki góð blanda samt en þrælvirkar við hálsinum...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.8.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, te getur læknað ýmislegt, en fyndnast finnst mér þó að í hvert skipti sem eitthvað áfall dynur á, það fyrsta sem bretinn gerir er að laga te. Það er ekki hægt að finna lausn á neinu, nema að búið sé að fá sér te yfir því. En það er þó gott til síns brúks, sérstaklega við flensu, kvefi og hálsbólgu að ég tali ekki um svona þungbúinn rigningardag eins og er í dag hjá mér. Þá er gott að verma sér með tebollann sinn....nammi namm.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.8.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

skál fyrir því, ég bjó í Bretlandi í nokkur ár og varð alveg húkkt á te en núna fæ ég mér bara stundum te, finnst kaffið betra

Huld S. Ringsted, 8.8.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Ragnheiður

ég dett stundum í það og fæ mér þá te. Það vekur ekki lukku á heimilinu, það þýðir þá að konan lagar ekki kaffi meðan teæðið gengur yfir. Á svona spes te sem maður á að ná að sofna af, það virkar á mig

Ragnheiður , 8.8.2007 kl. 16:02

5 identicon

Sæl. Yndislegar hundamyndirnar hjá þér. Hvaða tegund eru snatarnir þínir? Kveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 19:30

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég á eina Dverg Schnauzer tík, Chiquitu, tvo Risa Schnauzer eða Svala og Afríku og svo eina Stóra Dan tík, Diljá. Svo er Eplið bara hvolpaskott undan Svala og Afríku, hreinræktuð Risa Schnauzer tík undan flottum foreldrum. Takk fyrir hrósið, enda sé ég varla sólina fyrir þeim öllum.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.8.2007 kl. 19:40

7 Smámynd: Ragnheiður

Hvað kostar svona dverg schnauzer í dag ?

Ragnheiður , 8.8.2007 kl. 23:40

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég held að gangverðið sé um 200 þúsund.

Bjarndís Helena Mitchell, 9.8.2007 kl. 02:05

9 identicon

Baddý.. ég hlóp í skelfingu eftir þessa færslu hjá þér og helti upp á kaffi. Bara til öryggis ef ég skildi ekki kunna það ... hahahahah

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:07

10 identicon

Óvænt ánægja að finna þig á blogginu

Komdu sæl og blessuð Baddý

Var að flakka um á netinu og sló inn I love my dog á google til að finna síðuna þína með matardiskunum og þá fann ég bloggsíðuna þína. Rosalega var gaman að finna þig með bloggsíðu :) Æðislegir hundarnir þínir og mikið er Fannar Dór nú myndarlegur og flottur og orðinn svona stór! Ég er með blogg á www.123.is/ninam endilega kíktu á það. Vorum fyrir stuttu að koma frá Þýskalandi eftir yndislegt frí, vorum í 16 daga þar í Lindau við Bodenvatn.
Frábært að finna þig og fylgjumst nú með hvor annarri. Bið innilega að heilsa Halla og strákunum.
Kær kveðja, Nína.

P.S  Var búin að skrifa í gestabókina en það birtist ekki þannig að ég setti það hér inn. Er líka enn í teinu, það virðist seint ætla úr manni þessi enski siður að drekka te.

Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 11:10

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Te er gott í hófi. Reyndar drekk ég alls kyns te, jurta, ávaxta og svart.  Góður fílingur í því, á ketil og allt 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 34022

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband