Vsk dagur liðinn....

Fjúkk segi ég bara. Ég er búin að gera vsk skilin mín loksins! Bókhald og bókfærsla er ekki mín sterka hlið, né í uppáhaldi hjá mér. En er fylgifiskur í rekstri.

Ég er nefnilega ein af þeim sem kann ekki að gefast upp. Verð að reyna að vinna, þó að ég sé enginn bógur í hefðbundna vinnu og myndi seint bjóða vinnuveitanda upp á það að "vinna stundum og stundum ekki". Ég asnaðist fyrir nokkrum árum að stofna fyrirtæki og byrjaði á því að flytja inn umhverfisvænar kúkaskóflur. Það eru svona kúkaskóflur fyrir hunda, enda mikilvægt mál að hreinsa upp eftir þá, annað er sóðaskapur og heilbrigðisvandamál að gera það ekki. Ekki verð ég samt rík á því....

Síðan fór ég að flytja inn matarstell sem eru með 3 ára ábyrgð á því að brotna ekki eða flísist upp úr þeim. Þetta eru mjög sniðug hversdagsstell, þunn, létt og þægileg og brotna ekki þó maður missi þau í flísagólf. En ég hef ekkert fjármagn í markaðssetningu.......ekki það að ætlunin sé að væla yfir því.....

Svo fór ég út í pottabransann. Þ.e.a.s. ég keypti mér besta pottasett í heimi og 1/2 ári seinna lét ég tilleiðast að prófa að fara að kynna þetta. Enda er þetta þannig vinna að ég get unnið þegar ég vil og get, enginn er fúll þó ég geri það ekki......Ræð mér sjálf og hef gaman af þessu.....

Ég þakka bara fyrir að ég haldi vsk-inum til haga og eigi hann til þegar kemur að skuldadögum. En samt kvíði ég alltaf fyrir því að klára þessi skil. Skil það ekki. 

Örugglega leiðinleg færsla hjá mér núna, en ég er að skrifa fyrir mig og ég er guðs lifandi fegin að vera búin að klára þetta og það í tæka tíð. Vildi bara pústa smá. Vonandi verð ég sjálfstæð og arðbær vinnuveitandi sjálfar mín þegar ég verð orðin stór.....one of these days Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Hefur þú komið á Eskifjörð að kynna pottana þína?

Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.8.2007 kl. 02:16

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Nei, ekki get ég sagt að ég sé orðin svo fræg að fara út á land ennþá. En ef þú veist um fólk með áhuga, þá er örugglega hægt að gera það.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.8.2007 kl. 11:20

3 identicon

Hmmmm.....

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 11:50

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ hæ. Ég er búin að lesa ca. síðustu 10 bloggin þín og líst vel á. Hef rosalega gaman af umfjöllun um börn og hunda, er mikil kisukona sjálf. Hlakka til að lesa bloggin þín í framtíðinni. Gangi þér allt í haginn. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 12:46

5 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju með að hafa klárað þetta

Ragnheiður , 8.8.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 34049

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband