Sjarmur!

100_0418Já, það var virkilega gaman í kvöld að fá góða gesti í grillveislu  úti á palli! Við vorum með lambafillet, svínarif, blandað kjöt og grænmeti á teinum,(ég mæli að vísu ekki með gúllasi á teinana, það er seigt)  nýjar íslenskar kartöflur, forsoðnar á teinum, pasta og salat. Salatið var ekki samsett, heldur valdi fólk sér sitt uppáhalds salat, en í boði var: iceberg, gúrka, tómatar, paprika, gulrætur, jarðarber, kirsuber, ananas, epli og appelsínur.

Ég át á mig gat, í það minnsta og ég tók eftir því að allir fundu eitthvað við sitt hæfi og nutu þess. Þessi litli á myndinni hér við hliðina, át miklu meira en ég átti von á, og til mikillar furðu gat hann séð af Eplinu okkar (hvolpinn) nógu lengi til að borða allan matinn sinn.

Það voru reyndar fleiri sem horfðu löngunaraugum á matinn okkar, en fengu ekki að smakka, því að nú er ég með 5 hunda á heimilinu, og ekki allir eins litlir og daman hér á myndinni! Nei, við máttum hafa okkur öll við að reka burtu tvo Risa Schnauzer og eina Stóra Dan tík. Þau hlýddu, en komu strax aftur í von um smakk.Angry Hinar litlu gátu ekki truflað og Chiquita er löngu búin að læra það að það þýðir ekki neitt.

En mikið þakka ég ykkur fyrir að koma og vera með okkur, kæru vinir og gaman að því að ykkur finnst Eplið okkar vera jafn mikill sjarmur og okkur. Smile

Jæja, ég lofaði litla kút að setja inn myndina af honum hér inn í kvöld, svo ég geti sýnt honum hana á morgun. Hér er önnur, af honum sofandi ofan á Stóra Dan tíkinni okkar:

100_0336 Þetta er Diljá, hún er yndisleg, ofurróleg (hreyfir sig í "slow motion") innandyra, hlýðin og heldur að hún sé manneskja. Eins og sést er hún gædd mikilli þolinmæði og umburðarlyndi og elskar börn. Henni þykir gott að hafa kúrufélaga, þó hann noti hana sem dýnu!

Ég er farin að sofa, góða nótt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á þig sæta mín, og enn og aftur takk fyrir matinn. Þetta var listagott, enda ekki við öðru að búast.  Eplið er megakrútt, enda móðir hennar og faðir flottustu hundar á landinu.. ekkert smá flott.  He he já þau eru fyndin þessi dýr þín, laumuþjófar, á mat og drykk hehehe, en það er allt í lagi, maður er vanur. 

Endurtökum leikinn fljótlega, allavega þegar ég er flutt í mitt eigið húsnæði. Þar sem meiriparturinn af gæðapottarnir mínir eru í kassa, þá er ég bara ekki í standi til að malla meira en bara rétt ofaní blá-famelýuna.

Bið að heilsa liðinu þínu.

Knús.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 34049

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband