4.8.2007 | 23:39
Nú er allt svo STÓRT!!
Já, hér var þrifið hátt og lágt í dag. Tölvan var tekin og ryksuguð og þrifin, en svo bara fór hún í gang þegar kveikt var á henni, en skjárinn var bara svartur!! Skjákortið var sennilegast farið. Það var brunað í bæinn að redda nýju, því ekki getur frúin verið sambandslaus við umheiminn!! Það tók nokkra klt að redda þessu og núna eru allir gluggar og allt svo stórt í tölvunni minni, að ég þoli hana ekki!! Ég er bara svo tæknilega fötluð að ég kann ekki að laga, þó að ég sé búin að leita út um allt að stillingunni á þessu!! Öll góð ráð vel þegin!!
Eplið er bara frábær, tönnum fjölgar og finnst henni gardínurnar óendanlega skemmtilegar. Hún kippti sér ekkert upp við ryksuguna í dag, þegar hún var sett í gang við hliðina á henni. Hún leikur við, urrar og geltir á Chiquitu og mömmu sína. Allt gengur bara vel.
Þessi elska dafnar bara og ég get ekki annað en dást að því hvað það er fallegt að fá að fylgjast með þessu, frá getnaði og áfram. Hver dagur er svo stór og mikilvægur að ég stend stundum á öndinni hvað þróunin er hröð. Þetta er gaman og spennandi.
Hér er mynd af henni og Chiquitu, síðan í gær eða fyrradag, úti á palli í sólinni.
Góðar stundir. Ég ætla ekki að segja ykkur frasa eins og "gangið hægt um gleðinnar dyr" eða þvíumlíkt, einfaldlega vegna þess að ef þið eruð að lesa þetta í dag, eða á morgun, þá eruð þið ekki stödd á útihátíð og tilgangslaust að núa því um nasir ykkar! Hafið það samt gott og endilega að kvitta!!
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 34022
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
takk fyrir komuna á síðuna mína. Sé ég rétt, ertu með snauzer hunda þarna á myndinni ? Þegar mínir verða farnir yfir móðuna miklu þá langar mig svo mikið í snása....
Nú skelli ég þér í favorites.....hoho
Ragnheiður , 5.8.2007 kl. 11:38
Góðann og blessaðann daginn Baddý mín, bara að kvitta fyrir innlitið, ætlaði að hringja í þig í gær en það bara gerðist ekkert hjá mér, ég datt ofaní sófa, mokaði í mig nammi og það slökknaði á heilastarfseminni.
Knús
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 11:53
nammieitrun !
Kannast við þetta, ég átti ekkert nammi og fór bara í fýlu og svo að sofa
Ragnheiður , 5.8.2007 kl. 12:18
Já nammieiturn.... gott að fá þetta, nú fer ég að grennast .. getur maður ekki líka verið með ofnæmi fyrir nammi og mat ? ég meina þá verður maður eiginlega að hætta öllu og þá verður maður mjór.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 12:23
Namm, ég stefni á "ofurát" í dag! Við ætlum nefnilega að grilla og hafa það gott á mallorka blettinum okkar, á pallinum heima! En já, ég er með Schnauzer hunda, risa og dverg. Hvernig býður maður fólki að gerast "bloggvinur" hérna? Ég kann ekkert á þetta?
Heyrumst
Bjarndís Helena Mitchell, 5.8.2007 kl. 12:41
Mútur: Þú biður mér í mat og til Mallorka, og ég skal sýna þér það
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 13:12
hehehe Guðrún tækifærissinni...en þetta greinilega fannst, allaveganna er ég orðin bloggvinur hennar
Ragnheiður , 5.8.2007 kl. 16:46
Hvað meinarðu *smjattsmjatt* ég fékk að borða, þennann líka dýrindismat, Takk Baddý mín, þú ert listakokkur og þitt húsband líka.
Hross, maður á alltaf að taka allt sem maður getur fengið frítt, sérstaklega þegar maður býr í pappakössum
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 22:09
Hehehe, takk bæði tvö, Hross fyrir að gerast bloggvinur minn nr. 2 og Guðrún fyrir hrósið. Það er alltaf gaman að borða góðan mat í góðra vina hópi. Good night, sklíp tæt.
Bjarndís Helena Mitchell, 6.8.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.