Eplið er búin að fá 4 tennur!!

100_0412 Já, bara á einum sólarhring eru 4 tennur búnar að ryðja sér til rúms hjá Eplinu okkar. Þetta skeður allt svo hratt, að það liggur við að maður sjái þetta gerast, bara með því að horfa á hana. Hún er hætt að vilja vera í gotkassanum sínum, vill bara vera í kring um okkur og velur helst að sofa upp við gardínurnar í stofunni. Það fer að líða að því að ég fari að kynna hana fyrir clickernum. Hún er farin að naga, aðallega putta, höku og nef, og um leið og framtennurnar ryðja sér til rúms, fer í gang þjálfunin í bithömlun. Þá er markmiðið að koma henni í skilning um að það má ekki bíta fast, það má ekki meiða, og svo fyrir rest að það megi ekki bíta, punktur. Það er samt mikilvægt að kenna henni það að bit meiðir, ekki bara fara beint í að banna fingranagelsi. 

Eplið er hætt að væla núna, síðan við leyfðum henni bara að vera með okkur. Gotkassinn er orðinn leiðinlegur í hennar huga, enda yfirleitt þar ein og yfirgefin. Það er ekki svo langt síðan að hún vildi bara vera þar og vældi ef við tókum hana þaðan og kyntum henni fyrir öðru umhverfi. Mikið svakalega breytist þetta allt hratt. Hún er tæplega búin að 6 falda fæðingarþyngd sína og orðin 3,2 kg. Það verður ekki fyrr en á sunnudaginn að hún nær 4 vikna aldrinum. En hún er farin að sýna persónuleika sinn og kippir í kynið við pabba sinn, og emjar nautnalega þegar henni er klórað innan í eyrunum sínum!!! Litla sjarmatröllið!! Pabba hennar þykir fátt betra en einmitt að láta klóra sér innan í eyrunum og jafnvel reyta hárin úr þeim. Hann gefur frá sér hin skrýtnustu nautnahljóð þegar það er gert "eeeehhhhmmmmmmhh".

Afríku finnst gaman að malla. Það er hennar sérkenni. Hún eys vatni yfir þurrfóðrið og þjappar því niður með skegginu sínu. Hefur mikið fyrir þessu og gerir þetta samt, þó að vatnið sé fjarri góðu gamni.

Já, ég er haldin hundadellu af hæstu gráðu, því er ekki að neita. Mér finnst endalaust gaman af hundum, mínum og annarra, í öllum stærðum og tegundum. Mér finnst að flest börn eigi að fá tækifæri til þeirra forréttinda að fá að alast upp með og ala önn fyrir hundum. Þetta eru bestu, traustustu vinirnir. Fagna alltaf sínum heittelskuðu, alltaf til í að hanga og leika og gera hvað sem er, hlusta á allar raunir og öll leyndarmál og kjafta aldrei frá, fara ekki í fýlu og eru tryggari vinir en mannfólk getur verið. Svo eru þeir líka segull á vini, margir vilja fá að klappa og skoða hundinn hjá manni og þannig er hægt að eignast miklu fleiri vini en manni óraði fyrir.

Svo er þetta hollur lífsstíll, ef því er að skipta, kallar á daglega hreyfingu. Kennir krökkum líka aga að því leyti að það þarf að hreyfa þá, þrífa upp eftir þá, gefa þeim vatn og mat, sinna feldhirðu reglulega, o.sv. frv...... 

Já, ég held að kostirnir við hundaeign séu margfalt fleiri en gallarnir.

andthatsthetruth! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ALLT Í LAGI ALLT Í LAGI .. ég skal þá fá mér hund.  Má hann vera uppblásinn ??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:33

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já já, auðvitað má hann vera uppblásinn, það þarf víst ekki að sinna slíkum gripum, hvað þá að taka upp skítinn eftir þá! En ég held að "lifandi" týpan sé skemmtilegri....

Bjarndís Helena Mitchell, 4.8.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband