3.8.2007 | 07:52
Tættur svefn...
Þar sem ég var vakin kl. 04:30 í morgun, og get ekki sofnað aftur, ákvað ég að skella inn nokkrum nýjum myndum af Eplinu okkar við leik og störf. Fyrri myndin var tekin um 5 leytið í morgun, þar sem hún var að leika við Chiquitu í eldhúsinu. Seinni myndin var tekin í gær, úti á palli, þar sem Eplið var að klöngrast og, jú leika við Chiquitu. Mikið svakalega er ég fegin að Chiquita er eins og hún er! Þessi elska, dýrkar Eplið okkar og vill endilega leika við hana við öll tækifæri. Afríka er aldrei langt í burtu heldur, og hefur yfirsýn með þessum "dætrum" sínum. En Chiquita er eins og dóttir hennar fyrir henni líka.
Undanfarnir dagar hafa farið mikið í uppeldi, ekki bara á hvolpinum, heldur líka sonum mínum. Yngsti strákurinn minn er allur að verða engill aftur, eftir þjófaævintýrið sitt. Straffinu hans lauk, tæplega tveimur dögum eftir að hann gerðist "sekur" um bófaháttinn sinn. Hann er núna búinn að fá að hugsa vel og vandlega um: vináttu, traust, heiðarleika, hefndargirni (og hversu óæskileg hún er), lög og reglur, ásamt því að vera undir eins ströngu eftirliti og mér er unnt! Samt tókst honum að "týnast" í gærmorgun (var inni hjá vini sínum) og fannst ekki til að borða hádegismat og fara síðan á róló. Hann birtist aftur seinna um daginn í góðu formi. En því var samt ekki að skipta að vinur hans, sem fór á róló, tilkynnti gæslukonunni það að hann væri týndur og búinn að vera týndur "í alla nótt"! Vinkona mín vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þegar hún sótti strákinn sinn, þegar gæslukonan rauk á hana og spurði hvort að minn strákur væri kominn í leitirnar! Hvort að búið væri að hafa samband við lögregluna? Vinkona mín náði sem betur fer að leiðrétta misskilninginn, og vonandi koma í veg fyrir að kjaftasaga fari af stað í kjölfarið. Svona byrja þá sumar kjaftasögur, með 6 ára krílum með frjótt ímyndunarafl!!
Ég er mikið að spá í að fresta vídeósukkinu okkar um eina helgi. Það er ekki horfandi á 29 tommu sjónvarp, þegar maður er orðinn vanur fordekraður 50" og 200" áhorfandi. Þetta er eins og krækiber í helvíti....! Kannski spilum við bara og dúllum okkur, svei mér þá. Legg þetta undir atkvæðagreiðslu, þegar liðið er komið á fætur.
Farið varlega um gleðinnar dyr gott fólk og skemmtið ykkur duglega um helgina!!
Góðar stundir
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja hvað verður á grillinu um helgina ? Kannski kem ég bara í mat
Helga Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:41
Við erum ekki enn búin að ákveða matseðilinn, en þú ert velkomin, eftir sem áður
Bjarndís Helena Mitchell, 3.8.2007 kl. 13:55
HAHAHAHAHAHAHAHAHA !! Þið eruð snillingar hehe Já kjaftasögurnar koma stundum út frá fólki sem gleypir allt í sig, og meðal annars tekur upplýsingar frá 6 ára gömlum börnum og tekur þær alvarlega. En ég er komin aftur á netið ljúfust, sé þig .
Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.