OJJ! Silíkondrasl!!!

Já, ef ég kynni að teikna, myndi ég teikna mynd af ungabarni að fúlsa við brjósti og segja þetta: "Ojj, sílíkondrasl!! Þessi ímynd spratt upp í kollinum á mér þegar vinkona mín kíkti í heimsókn og var að lýsa því hvernig nýfædda barnið hennar lætur gagnvart snuði, sem það vill enganveginn og vill bara fá að hanga á brjóstinu 24/7! Hún fann loksins snuð í dag sem barnið sætti sig við, en var sennilega búin að kaupa allflestar tegundir sem til eru á markaðnum, í von um að sefa barnið og geta klárað eitthvað af því sem þarf að gera, án þess að vera með barnið endalaust á brjóstinu, sofandi. 

Ég sprakk úr hlátri þegar mér datt þetta í hug, og sagði henni svo frá. Hún hló líka og sagðist óska þess stundum að hennar væru með sílíkoni í og að barnið vildi láta þau í friði, þó það væri ekki nema í smástund! Sem betur fer held ég að sílíkon hafi ekki áhrif á móðurmjólk, og getu móður til að framleiða mjólk, þó að þessir aðskotahlutir séu fyrir hendi í brjóstunum. En samt. Alltaf gaman að spauga.  

Ætli ég reyni ekki að fá hæfileikaríka unglinginn minn til að teikna þessa skopmynd fyrir mig á endanum. Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband