30.7.2007 | 15:10
Naglasúpan góða...
.... Þar sem mánaðarmótin nálgast, er farið að tæmast allt matarkyns úr ísskápnum mínum. Áðan tók ég mig til og bjó barasta til hina bestu naglasúpu og sit hér að gæða mér á herlegheitunum. Í súpuna fór: einn blómkálshaus, eitt brokkolíbúnt, tvær stórar kartöflur, tvær nýjar íslenskar gulrætur, fjórir súputeningar og slurkur af áfengislausu hvítvíni. Ég bjó til kraftinn í einum potti, og smjórbollu í annan stærri, bakaði síðan upp kraftinn í bollunni. Bætti öllu grænmetinu gróft skornu út í og kryddaði með hvítvíninu, chilipipar og sítrónupipar. Sleppti við naglann sjálfan í þetta skiptið og lét krauma í smástund og núna er ég að njóta þessa, nammi namm. Þetta verður maturinn í kvöld, með ristuðu brauði eða öðru brauðmeti. Ekki slæmt.
Í gær var ég svo útsjónarsöm að búa til amerískar pönnukökur, spælegg, lítil hamborgarabuff sem passa í pönnukökurnar og svo steikti ég lauk og sveppi saman. Þetta var bara hin besta óhollustumáltíð sem um getur. Svo var slurkað sírópi yfir og allir voru kátir með sitt.
Það er bara þannig að stundum er hundleiðinlegt að elda, ég hreinlega nenni því ekki alltaf. En svo kem ég sjálfri mér á óvart, þegar síst skyldi, og bara læt mér detta eitthvað nýtt í hug og læt verða af því. Þá er virkilega gaman að elda og þar sem ég er matmanneskja mikil, þá finnst mér líka gaman að borða. Núna er ég blönk, þannig séð, og verð að reyna að finna til það sem til er á heimilinu og gera mat úr því, því að börnin mín eiga ekki að vera svöng.
Ég veit af fólki sem á ekki fyrir mat, seinni helming mánaðarins, í hverjum mánuði. Það er virkilega sorglegt að verða vitni að því að börnin á því heimili geta ekki borðað hjá t.d. mér, afþví að magamálið þeirra er orðið svo lítið að þau rúma nánast engan mat lengur! Þó mig langi til að hjálpa, þá get ég það ekki og þó ég geti það stundum, t.d. með peningagjöf eða matargjöf, þá er það bara eins og plástur á meinið og læknar akkúrat ekki neitt. Vandinn er óleystur samt sem áður. Það er óbærilegt að verða vitni af því að fólk bara gefst upp. Sættir sig við bláfátækt og hefur sig ekki í það að berjast. Ég get ekki gert það fyrir þetta fólk, því miður, ég á nóg með mig sjálfa. Maður verður bara að nota secretið á þetta. Allavega að benda fólkinu sem um ræðir að horfa á secretið, það er lágmark!
En í dag er naglasúpa á boðstólum, og bara rosalega góð súpa, þó ég segi sjálf frá.
Bon Appetit!
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 34049
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hljómar ekkert ílla, hvernær er matur ? Var að spá í að koma með 5 manna famelý
Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 21:16
LOL, sorry, súpan kláraðist. Meira að segja sumir 6 ára fengu sér 3 diska! Ég taldi ekki diskana hjá hinum á heimilinu Svo er aldrei að vita hvað finnst í matinn á morgun.
Bjarndís Helena Mitchell, 30.7.2007 kl. 23:13
Borðar maður diska ? Mér finnst þeir fara svo assgoti ílla í maga
Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 23:24
Hahahaha, þú segir nokkuð! Því er nú ver og miður að diskarnir sjálfir eru ekki æti, það væri ekki verra þar sem ég á heilan lager af þessu drasli!! Hef bara diskana í matinn á morgun LOL. Þá kannski losna ég við eitthvað af þessu....
Bjarndís Helena Mitchell, 31.7.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.