Sorg

Mikið svakalega eru þetta sorglegar fréttir sem bárust í dag. Harmleikurinn sem átti sér stað í Rvk í dag, vatt aldeilis upp á sig. Morðið er upplýst og sjálfsvíg að auki. Ömurlegt. Vil ég votta aðstandendum öllum mínar dýpstu samúð. Varð þetta dökkt ský sem hékk yfir deginum, á annars ágætum sunnudegi.

Ný vika er framundan og er stefnan tekin á áframhaldandi rólegheit og notalegheit. Kannski fer ég að huga að því að fara að bóka mig í vinnu, en sé til, hvort ekki sé skynsamlegra að bíða fram yfir verslunarmannahelgina. Eða "Vitlausramannahelgina" því ekki skil ég hvernig fólk nennir að sofa í köldu tjaldi, á harðri kaldri jörðinni, með fullt af drukknu fólki í kring um sig, að eltast við útihátiðir úti um allt. Verslunarfólk fær aldeilis ekki frí í mörgum tilvikum þó að þetta eigi að vera þeirra helgi, þannig að ég hugsa um hana með áðurnefndu nafni. Ég fer ekki fet, frekar en fyrri árin. Börnin mín hafa ekki fengið að venjast svona samkundum og ekki ætla ég að byrja núna. Núna hljóma ég eins og gamaldags sleggjudóma kerling, en mér er slétt sama. Ég nenni ekki að taka þátt í þessu og hef komið mér upp hefð fyrir því að leigja fullt af videóspólum/dvd myndum og horfa á allar myndirnar þessa helgi, sem ég fór ekki á í bíó síðastliðið árið! Ruslmatur, nammi, gos og fullt af myndum í 3 daga er sukkið sem í boði er á mínu heimili. Það versta sem skeður er að höfuðverkurinn verður ekki af völdum áfengisneyslu.

Krakkarnir hafa ekki kvartað hingað til, sakna einskis og finnst þetta vídeósukk vera bara fínt. Allir ánægðir, takmarkinu náð. Það flóknasta sem við gerum, er að grilla, ef veðrið leyfir, en það virðist samt ansi oft sem örlögin komi því þannig fyrir að rigning sé akkúrat þessa helgi, allavega sumsstaðar á landinu, ef ekki því öllu. Ég hef einusinni verið á þjóðhátíð í gúmmístígvélum og í svörtum plast ruslapoka, þegar ég var ung. Nenni því ekki aftur segi það alveg satt. Þrátt fyrir "hlífðarfötin" þá var ég vot inn að naríum og fékk svo slæmt kvef og hita í kjölfarið. Kannski hefur þessi reynsla litað viðhorf mitt til útihátíða um verslunarmannahelgina. 

Ég vona bara að allir sem ætla að leggja land undir fót og skella sér á útihátíð, skemmti sér konunglega stórslysalaust næstu helgi!! Ég verð bara heima.

Góða nótt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 34049

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband