28.7.2007 | 19:58
Ekki var það erfitt...
....að borða fyrstu máltíðina sína! Já, Eplið fékk sína fyrstu máltíð áðan og kláraði barasta allt saman! Svo kom Afríka og þreif hana vel og vandlega, skálina og bossann og allt! Ég náði samt að smella einni mynd af henni allri útataðri í hvolpamjólk blandaðri niðurmaukuðu hvolpafóðri. Ég bjóst að vísu ekki við að hún myndi klára, enda var um 60-70 ml af þessu sulli í skálinni, en hún tók sig til og kláraði allt og var ekki lengi að því. Vonandi fær hún ekki í magann, sú stutta.
Ekki var heldur erfitt að ákveða kvöldmatinn hér á bæ, heldur voru afgangarnir bara fyrir valinu. Við entumst í rúman klt. úti á palli áður en það var of heitt til að vera þar lengur. Ég fékk bara hausverk svei mér þá. Lagði mig bara! Þvílíkur lúxus að geta bara lagt sig og haft það gott um hábjartan dag. Kannski grillum við bara á morgun í staðinn, eða gerum eitthvað annað við hakkið góða. Það er líka ágætt að treina matinn, svona nálægt mánaðarmótin og svona. Líta bara jákvætt á hlutina, það er hollast.
Ég bara varð að setja inn myndir af Eplinu í dag, til að marka daginn, hún er svo mikil dúlla að það er engu líkt. Farin að leika, urra og smakka á öllu, braggast alltaf meir og meir. Ég er búin að setja hrísgrón í flösku, þannig að þegar hún rúllar, heyrist vel í henni. Smá partur af umhverfisþjálfuninni hennar.
Jæja, nú ætla ég að fá mér eftirmat og koma mér fyrir, í leti fyrir framan sjónvarpið.
See ya!
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heheheh datt hún ofaní rjómaskál, það vantar bara á hana skömmustusvipinn.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 23:36
Jeminn góður eplið er orðið jafn stórt og Tristan
Helga Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.