28.7.2007 | 11:53
Náðug helgi framundan....
.....vona ég. Eplið okkar virðist vera að vakna til lífsins, vælir og vantar félagsskap. Ég ætla að eyða helginni í góða veðrinu úti á palli, á milli þess sem ég sinni hefðbundnum heimilisstörfum, Eplinu, börnunum og öllu því. Kannski fáum við góða gesti í heimsókn, hver veit? Á morgun stendur til að það verði Schnauzer hittingur í Sólheimakoti, en við sitjum sem fastast heima, því ekki er hægt að taka Eplið, óbólusett, með og þar með ekki hina hundana þar sem þeir gætu óvart komið heim með smit.
Myndin er af Eplinu í gær, þar sem hún fékk að fara út í fyrsta sinn. Hún vældi ósköpin öll yfir þessu, vantaði að komast í lyktina og hlýjuna í gotkassanum, og öryggið. En hún allavega upplifði steypugólf, sólina og ferskt loft. Augljóst er að hún er enn voða ung, þetta kemur með tímanum. Enda rétt að skríða í 3 vikna aldurinn þessi elska.
Það er gott að vera í fríi þessa dagana. Sinna börnum, hundum og heimilinu í friði og stresslaust. Ég finn að þó að ég fari ekki neitt, engin ferðalög, hvorki innanlands né utan, þá er svo gott að geta bara verið heima og notið þess! Við höfum það gott og höfum margt til að vera þakklát fyrir, þó að við vöðum ekki í peningum eða vellystingum.
Eins er þægilegt að þurfa ekki að skipuleggja neitt flóknara en "hvað á ég að hafa í matinn í dag?". Var að láta mér detta í hug að gera "fátækramanna grillpinna" og njóta veðursins í dag. Þá blanda ég kryddi, eggi og raspi í hakk og bý til grillpinna með sveppum og lauk. Ekki erfitt, ekki flókið og svo þarf ég ekki að elda það, því aðrir sjá um "grillmennskuna" á þessu heimili. Svo er gott að hafa salat, pasta og/eða grillkartöflur með þessu, nammi namm. Kannski, -aldrei að vita, -ég á líka afgang síðan í gær....-kannski verður það bara hitað upp og "grillið" verður bara á morgun....-skoðum veðurspánna kannski og látum hana ráða þessu.... ekkert stress!
Það liggur við að ég hafi bara ekkert spennandi til að tala um þessa dagana, er bara í "ekkert stress" fílíng núna. Algjört spennufall bara, enda hefur mikið gengið á í vikunum á undan...ræði það ekki meir.. En það er alveg ljóst að það er aldrei logn á þessu heimili, ég þarf ekkert að skapa drama neitt, það skeður bara! Vittu til. Ég þakka bara fyrir þá daga sem líða, í friði og spekt og áfallalaust, einn dag í einu
Jæja, farin að "skipuleggja" daginn.
Endilega kvittið fyrir komunni.
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er nú meira rassgatið þetta Epli þitt. Aldrei að vita nema maður kíkji í kaffi á pallinn...
Knús á þig.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.